Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Qupperneq 28

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Qupperneq 28
 Þá eru kosningar að baki, nýir stúdenta- ráðsliðar teknir til starfa og sumir af þeim eldri hættir. Vaka vonast til þess að * samstarf fylkinganna gangi sem allra best og óskar nýjum stúdentaráðsliðum velgengi í starfi. Vaka þakkar öllum þeim sem hjálpuðu okkur í kosningunum og er þakklát fýrir það hve margir voru tilbúnir að leggja hönd á plóg. Því miður dugði það ekki tíl en þó má benda á þá staðreynd að Vaka hefúr aldrei hlotíð jafnmörg atkvæði í kosningunum og í ár. Sú staðreynd er sérstaklega gleðileg. Margt bendir til þess að starf Röskvu verði stirt í ár þar sem svo virðist sem klofn- ingur sé kominn upp innan raða Röskvu. * Röskva klofin Mannaskiptí eiga sér nú stað innan raða fé- lagshyggjufólksins í Háskólanum. Nýtt fólk er að taka við stjórn Röskvu og eldra fólk að hætta. Þó virðist sem fólkið sem var við völd getí illa sleppt hendinni af Röskvu. Þessi staða kristallaðist í fári í kringum margfrægt Árþúsundablað Röskvu. Að blað- inu stóðu þrír nýliðar Röskvu og eru þeir í blaðinu títlaðir í ritstjórn og jafnframt sem ábyrgðarmenn. Völd þremenninganna reyndust þó ekki mikil þar sem dreifing blaðsins var stöðvuð eftir að blaðið var komið úr prentun. Ástæðuna fyrir því telja menn meðal annars vera þá að Finnur Beck, fráfarandi formaður Stúdentaráðs, taldi blaðið sýna um of tengsl Röskvu og Sam- fýlkingarinnar. Hvað getur Samfylkingin lært af Röskvu? I blaðinu er viðtal við Kristrúnu Heimis- dóttur, sem er einn af upphafsmönnum Röskvu. Þar er hún spurð að því hvað Sam- fýlkingin geti lært af Röskvu. Þessi spurning var meðal annars ástæða þess að stúdentar fengu ekki að sjá blaðið Nýtt fólk tekur til starfa fýrr en eftir kosningar þar sem þetta þótti ekki henta „kosningastefnu“ blaðsins, sem samkvæmt þessu er allt önnur en stefna líkja andstæðinga sína við nasista, ættu menn að setjast niður og hugsa sinn gang. Að ætla að afsaka þau skrif með þeim hættí Röskvu aðra daga en í kringum kosningar. í blaðinu er ennfremur að finna söguskýr- ingar Röskvu. Þar er sagan sýnd í nýju ljósi. Röskva kemst þar að þeirri niðurstöðu að ef nasistar hefðu hernumið ísland á undan Bretum væri margur Islendingurinn Þór- Undsson eða -dóttir. Pólítískir andstæðingar hnýta hver í ann- an, hafa alltaf gert og munu ætíð gera. En þegar menn eru farnir að ganga svo langt að að nasistalíkingin eigi að vera fýndin er í hæsta máta ósmekklegt. Það er einkennileg- ur hópur fólks sem finnst nasistar eða það sem þeir standa fýrir broslegt. Ógilding atkvæða Eins og endranær var mikill hamagangur í kosningunum og ásakanir á báða bóga. Slíkt má heita eðlilegt í kosningaslag. Hitínn var þó óvenjumikill í ár og Röskva gekk ansi langt í því að beita meirihlutavaldi sínu. í lögum Stúdentaráðs er heimild fýrir því að þeir sem ekki komast á kjörstað getí feng- ið menn úr kjörstjórn heim tíl sín og greitt þar atkvæði. Röskva varð skyndilega þeirrar skoðunar að þetta þætti henni undarleg framkvæmd og ákvað að hunsa lög Stúd- entaráðs. Röskva, sem var í meirihluta í kjör- stjórn ógilti atkvæðin í krafti meirihlutí síns og í trássi við lög Stúdentráðs. Talsverður fjöldi atkvæða nemenda HÍ var því úrskurð- aður ógildur þrátt fýrir að vera fúllkomlega löglegur þar sem að Röskvu geðjaðist ekki að framkvæmdinni. Röskva einfaldlega þrengdi lýðræðislegan rétt stúdenta tíl þess að kjósa. Hvað er framundan? Scm fýrr segir hafa nýir stúdentaráðsliðar tekið við og fulltrúar Vöku að þessu sinni eru þau Inga Lind Karlsdóttir, Hulda Birna Baldursdóttir, Þorbjörg Gunnlaugsdóttír, Borghildur Sverrisdóttir og Baldvin Þór Bergsson sem jafnframt situr í Háskólaráði. Allt er þetta fólk sem Vaka treystir tíl þess að vinna gott og mikið starf og veita meirihlut- anum tilhlýðilegt aðhald. Þá verður innan tíðar kosin ný stjórn Vöku og biður Vaka alla áhugasama um að hafa samband við einhvern af þeim sem setja nú í stjórn Vöku, eða senda okkur línu á Vaka@hi.is. Stjórn Vöku sér um að halda uppi starfinu, hún mótar stefnu félagsins í samráði við stúdentaráðsliða Vöku og sér auk þess tíl að félagslífið sé með allra besta mótí, það er Vökudjammið. Það er von okkar að enn fleiri komi að starfinu en þegar er enda verður starfið mun skemmtilegra og árangursríkara þegar nýtt fólk kemur inn í starfið með nýjar og spenn- andi hugmyndir. Röskva þakkar traustið Skemmtileg kosningabarátta í Stúdentaráðs- og háskólaráðskosningun- um þann 23. febrúar hélt Röskva meirihluta sínum. Við í Röskvu þökkum það traust sem stúdentar sýndu okkur með því að velja okk- ur áfram tíl forystu. Jafnframt viljum við þakka þeim mikla fjölda stúdenta sem tók þátt í baráttunni og lagði allt í sölurnar. Stemmningin sem ríktí í Risinu þegar úr- slitín voru tilkynnt er ólýsanleg og niður- staðan er fýrst og ffemst að þakka því fjöl- marga fólki sem lagði Röskvu lið. Við hvetj- um alla tíl að taka áfram þátt í starfi Röskvu þannig að komandi starfsár megi verða ár- angursríkt. í kosningabaráttunni lögðum við höfúð- áherslu á málefnalega og heiðarlega kosn- ingabaráttu og þungamiðjan var að kynna stúdentum málefnin sem við viljum koma í framkvæmd. Við ætlum að koma þessum stefnumálum í framkvæmd og munum leggja okkur öll ffam til að svo megi verða. Tíu ár á toppnum Kosningasigur Röskvu í ár var sá tíundi í röðinni og er greinilegt að stúdentar eru ánægðir með störf SHÍ síðustu árin. Röskva t hefúr í gegnum árin komið ffam sem hcil- steypt og traust afl sem hefúr komið stefnu- málum sínum í framkvæmd og látið verkin tala. Stefna Röskvu hcfúr verið eindregin og ekki sveiflast eftir vindáttum. Festa Röskvu í helstu hagsmunamálum stúdenta hcfur styrkt stöðu stúdenta verulega. Ný forysta Stúdentaráðs Á skiptafúndi Stúdentaráðs 15. mars síðast- liðinn var kosið í nefndir og embættí ráðs- ins. Eiríkur Jónsson var kjörinn formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands en ákveðið var að ráða Hauk Þór Hannesson ffamkvæmda- stjóra ráðsins. Báðir stóðu þeir sig frábær- lega í árangursríkri kosningabaráttu Röskvu og sýndu svo sannarlega hvers má vænta af þeim í nýjum embættum. Er það mat flestra sem tíl þekkja að forystuhlutverk stúdenta við Háskóla íslands séu í góðum höndum. Beck/Maack have left the office En þegar nýir menn setjast í stóla verða ein- hverjir að færa sig. Röskvumennirnir Finnur Beck sem gegnt hefúr formennsku SHÍ síð- astliðið ár og Pétur Maack framkvæmda- stjóri ráðsins hafa staðið sig afar vel í störf- um sínum fýrir stúdenta síðasta árið. Röskva óskar Beck og Maack velfarnaðar og þakkar þeim vel unnin störf. Vertu Röskvumegin í tilverunni Þó að kosningabaráttan sé búin er nóg að gera í herbúðum Röskvu. Þátttaka í áhrifa- ríku starfi Röskvu er skemmtíleg og góð reynsla. Röskva býður áhugafólk um mál stúdenta og Háskóla íslands velkomið í hópinn. Vertu Röskvumegin í tilverunni. Gleðskapur í mars mun Röskva standa fýrir miklum gleðskap. Var þar mikill glaumur og líka smá glens. M.a. var frumsýnt myndband um kosningabaráttuna og hið margrómaða Röskvuband var ekki fjarri góðu gamni á stokk. Við hvetjum sem flesta stúdenta til að fýlgjast með öflugu félagsstarfi Röskvu. Það kemur glaumur eftir þennan glaum og próf- in eru ennþá hæfilega langt undan. __________________________ 28 stúdentablaðiö - mars ‘00

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.