Stúdentablaðið - 01.03.2000, Síða 35
Altaristafla
Vísindakirkjunnar í
Washingtonborg er
ekki hefObundin. Stór
frístandandi mynd af
L. Ron Hubbard,
vísindaskáldsagnahöf-
undi og stofnanda
kirkjunnar.
Mynd eftir Einar Ólason
4
Þrátt fyrir nokkuð slétt og fellt yíirborð
Vísindakirkjunnar hafa komið upp hneyksl-
ismál varðandi hana. Margir vilja reyndar
segja að kirkjan sé einungis starfrækt til að
hafa fé af grunlausu fólki með hefðbundn-
um loforðum um betra líf.
Mál Lisu McPherson
„Ég er L. Ron Hubbard,“ tilkynnti konan í
hótelherberginu með vélrænni röddu. „Ég
skapaði tímann fýrir þremur milljörðum
ára.“ Hún hélt áfram þvaðrinu og þeir sem
fylgdust með henni skráðu það samvisku-
samlega niður.
„Ég get ekki mætt kraftinum... Ég þarfn-
ast leiðbeinandans... Ég vil skrúbba gólfið
með tannbursta þar til ég öðlast skilning.“
Orðanotkunin er auðskiljanleg þeim er
kynnst hafa Vísindakirkjunni og boðskap
hennar. Þeir sem komu í herbergið í Fort
Harrison hótelinu, sem var hluti þjálfunar-
umhverfis Vísindakirkjunnar í Flórída, gátu
séð að unga konan Lisa McPherson hafði
tapað vitinu.
17 daga einangrun
í desember 1998 birtist frétt í Washington
Post þar sem greint var frá dauðsfalli á hót-
eli í Clearwater, Flórída. Lisa McPherson,
36 ára kona hafði látist fyrir aldur ffam.
Þann 18. nóvember 1995 hófst einangr-
un Lisu undir stjórn sérstaks hóps Vísinda-
kirkjunnar sem sér um geðsjúka meðlimi og
var í einu og öllu farið eftir skrifum Hubb-
ards um meðferð þeirra. Enginn talaði við
hana, hún var neydd til að borða, í hana
sturtað vítamínum og jurtabætiefnum. Eftir
17 daga lést hún án þess að hafa nokkurn
tíma fengið hjálp ffá sérffæðingum. Við
krufningu kom í ljós að hún hafði látdst
vegna blóðtappa sem hafði orðið til af völd-
um ofþornunar og langvarandi legu. Á þess-
um 17 dögum hafði Lisa lést um rúm 20
kíló.
Umdeild orð
Dauði Lisu er kannski sérstaklega umdeild-
ur vegna viðhorfs þess sem kemur ffam í
orðum stofnandans, L. Rons Hubbard.
„Við höfúm ekkert að gera við þá geðveiku.
Hinir geðveiku eru, jæja, þeir eru geðveik-
ir!“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. Það var því
lítið hægt að gera fyrir þá. „Það þarf að sjá
þeim fyrir nokkuð öruggu umhverfi, næði
og hvíld og engri meðferð af geðrænum
toga. Það verða alltaf einhver mistök,“ skrif-
aði hann í stefnumarkandi bréfi árið 1965.
„Stundum verður þeim ekki haldið hfandi.“
Gamlir draugar
í kjölfar dauða Lisu var höfðað mál á hend-
ur Vísindakirkjunni fyrir að hafa ekki séð til
þess að Lisa fengi fagmannlega umönnun.
Málaferlin vöktu upp gamla drauga í Cle-
arwater. Andstæðingar Vísindakirkjunnar
söfnuðust saman fyrir utan hótelið og mót-
mæltu með orðunum „Scientology Kills“.
Meðlimir Vísindakirkjunnar skipulögðu
mótmælagöngur „til að mæta ofsóknum og
fordómum“.
Það var rifjað upp að á sjöunda áratugn-
um beitti Hubbard öllum til að kaupa upp
byggingar í miðbæ Clearwater. Samkvæmt
minnisblöðum Hubbards var ætlunin að
búa til borg sem algjörlega yrði stjórnað af
Vísindakirkjunni og var liður í alheimsvæð-
ingu samtakanna. Kona Hubbards og tíu
háttsettir menn í Vísindakirkjunni voru
dæmdir fyrir samsæri sem fólst í njósnum,
hlerunum og innbrotum hjá opinberum að-
ilum. Hubbard sjálfúr var ekki ákærður. *-
•
Þrátt fyrir áföll sem þessi er Vísindakirkjan
enn í útrás og kannski er það bara tíma-
spursmál hvenær hún kemur til íslands. Þá
er bara að sjá hvernig íslensk stjórnvöld taka
á trúfélagaskilgreiningunni og skattamálum
kirkjunnar.
Sigtryggur Magnason
Grein þessi er m.a. byggð á fréttum frá
Associated Press, Washington Post og fleirum.
Áhugasömum er bent á heimasíðuna www.sci-
entology.org, www.scientoiogy-kiits.org og
www. whatisscientology. org.
stúdentablaðið - mars ‘00 35