Fréttablaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 2
2 12. október 2009 MÁNUDAGUR Tebollur með rúsínum og með súkkulaðibitum Íslenskur gæðabakstur ný tt BANDARÍKIN, AP Rúmlega sextug- ur maður í Flórída greip byssu sína þegar hann varð var við umgang í íbúð sinni aðfara- nótt laugardags. Þegar hann sá mannveru á ferð hleypti hann af. Því miður reyndist þar ekki vera innbrotsþjófur á ferðinni heldur heitkona hans, sem hann hafði ætlað að kvænast á laugar- daginn. Lögreglan í bænum Winter Springs segir ekkert benda til annars en að þarna hafi hörmu- legt slys átt sér stað. Maðurinn hafi haldið að heitkonan væri sofandi í rúmi þeirra. - gb Ætlaði að stöðva innbrotsþjóf: Skaut heitkonu sína til bana ATVINNUMÁL Vinnumálastofnun hefur sent bréf til 121 manns sem er bæði á atvinnuleysis- skrá og skráður í nám án þess að hafa samið um það við stofnun- ina. Undan farna daga hefur verið unnið að því að samkeyra atvinnu- leysisskrána við nemendaskrár fjörutíu og þriggja háskóla og framhaldsskóla í landinu. Til þess að atvinnulausir megi vera í námi án þess að missa rétt til bóta þurfa þeir að semja skrif- lega við Vinnumálastofnun. Fullt nám er ekki heimilað en það er hluti af svokölluðum vinnumark- aðsúrræðum fyrir atvinnulausa að þeir geti stundað hlutanám, sam- hliða atvinnuleit. Baldur Aðal- steinsson, verkefnisstjóri hjá Vinnumálastofnun, segir að mun fleiri nöfn hafi komið í ljós við samkeyrsluna. Langflestir hafi hins vegar verið með svokallaðan námssamning við stofnunina og því í fullum rétti. Baldur segir að í námssamning- um sé yfirleitt miðað við 33 pró- senta nám sem hámark, en regl- urnar eru nokkuð matskenndar og sveigjanlegar. Algengt er að fólk sæki 1-2 námskeið í háskóla eða kvöldskóla án þess að það skerði bætur. Samkeyrslunni er aðeins lokið að hluta. Baldur segir ljóst að mun fleiri mál eigi eftir að koma upp. „Við setjum okkur í samband við þessa einstaklinga og fáum hjá þeim úrskýringar á þessu. Í kjöl- farið munu væntanlega einhverjir detta af atvinnuleysisskránni en þessi stjórnsýsla er tímafrek. Það munu líða vikur þangað til við vitum hvað það eru í raun og veru margir sem hafa verið að reyna að fá bætur með fullu námi.“ Eins og Fréttablaðið sagði frá 14. september voru 345 háskóla- stúdentar í lánshæfu námi skráðir atvinnulausir á síðasta skólaári og þáðu atvinnuleysisbætur sem þeir áttu ekki rétt á. 15. september lá fyrir að 135 voru án námssamn- inga. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að óvíst sé til hvaða aðgerða verður gripið til viðbótar gagnvart þeim hópi. Reglugerð þar sem skýrt var kveðið á um að ekki mætti stunda lán á bótum var ekki sett fyrr en í janúar á þessu ári, eftir að kennsla hófst á vormisserinu. Margir úr þeim hópi hafi því haft einhverjar málsbætur og óvíst um þýðingu þess að fara í frekari aðgerðir. Stofnunin einbeiti sér að því að hafa eftirlit með þeim sem eru skráðir í nám á þessu skóla- ári enda sé grundvöllur fyrir eftir- litsaðgerðum nú mun traustari en áður. peturg@frettabladid.is 121 námsmenn enn á atvinnuleysisskrá Samkeyrsla á atvinnuleysisskrá og nemendaskrám skóla leiðir í ljós að margir eru í námi á atvinnuleysisbótum án leyfis. Atvinnulausir eiga möguleika á að stunda hlutanám en aðeins ef þeir gera samning við Vinnumálastofnun. ATVINNULEYSISSKRÁNING Atvinnulausir eiga möguleika á að fá að stunda hlutanám án þess að missa bætur en verða að gera samning um það við Vinnumálastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÆKNI Kveikt var á friðarsúlunni sem tileinkuð er minningunni um Bítilinn John Lennon í þrívíddar- útgáfu af Viðey sem finna má í netsamfélaginu Sec- ond Life, nokkrum stundum eftir sama viðburð hér á föstudag. Þrívíð persóna Yoko Ono, ekkju Lennons, hélt stutta tölu við athöfnina í Second Life. Hún sagðist meðal annars óska þess að fólk kæmi að súlunni þegar sól hnigi til viðar dag hvern í samfélaginu og óskaði sér friðar. „Munið að hvert okkar hefur kraft til að breyta heiminum,“ sagði persóna hennar. AFP-fréttastofan segir Yoko Ono hafa dansað að því loknu fram á morgun. Tíminn líður hratt í Second Life en sólarhringarnir þar eru sex á móti hverjum einum í raunveruleikanum. Kveikt verður á friðarsúlunni jafn lengi í net- heimum og raunveruleikanum, eða frá fæðingar- degi Lennons 9. október fram á dánardægur hans 8. desember. Friðarsúlan í Second Life er á þrívíddarútgáfu af Viðey á netinu sem nefnist Imagine Peace Island og mun þar vera nákvæm útgáfa af Viðeyjarstofu. Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Viðeyjar hjá Reykjavíkurborg, segir ýmsa afþreyingu í boði fyrir gesti neteyjunnar; þeir geti slakað á í heitum laugum, hoppað á milli skýja og svifið yfir friðarsúluna í loft- belg. - jab FRIÐARSÚLAN SKÍN Kveikt er á friðarsúlunni til minningar um John Lennon mörgum sinnum í þrívíddarútgáfu af Viðey á netinu. Nákvæm eftirlíking af Viðey í þrívíddarsamfélaginu Second Life: Friðarsúlan skín líka á netinu BRETLAND, AP Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, ætlar að safna þremur milljörðum punda í breska ríkissjóðinn með sölu ríkiseigna. Meðal annars stendur til að selja járnbrautarleiðina milli London og Ermarsundsganganna. Einnig verður Dartford-brúin yfir ána Thames og göng undir ána á sama stað seld. Þá á að selja veðmálafyrirtækið Tote og 33 prósenta hlut breska ríkisins í evrópska fyrirtækinu Urenco, sem framleiðir kjarn- orkueldsneyti. - gb Ráðstafanir í ríkisfjármálum: Gordon Brown ætlar að selja Er þetta ekki smá-okur? „Já, finnst ok(k)ur nokkuð?“ Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, gagnrýndi í Fréttablaðinu á laugardag svokölluð smálán sem sækja má um með smáskilaboðum og bera ofurvexti. Þau hafa sætt mikilli gagnrýni erlendis. BANDARÍKIN, AP Þúsundir samkyn- hneigðra komu saman við Hvíta húsið í Washington í gær til að krefjast þess að Barack Obama Bandaríkjaforseti stæði við lof- orð sín um aukin réttindi sam- kynhneigðra. Á laugardaginn lýsti Obama því yfir að ekki yrði lengur kraf- ist pukurs með samkynhneigð i bandaríska hernum. Undanfarin ár hafa hermenn mátt vera sam- kynhneigðir, svo lengi sem þeir fari ekki hátt með það, auk þess sem yfirmenn í hernum hafa ekki mátt spyrja út í kynhneigð her- manna. - gb Samkynhneigðir vestra: Krefja Obama um úrbætur BARACK OBAMA Ætlar að afnema pukur í hernum. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL „Það er sérkenni- legt þegar ekki má benda á hið augljósa. Það eru erfiðleikar með bæði orkuöflun fyrir álver í Helgu- vík og fjármögnun Hverahlíðar- virkjunar,“ segir Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra. Svandís var harðlega gagnrýnd um helgina vegna viðtals við hana í Fréttablaðinu á laugardag. Þar sagði hún Orkuveituna ekki standa undir skuldsetningu vegna virkjanafram- kvæmda í Hverahlíð. Því yrði að fara varlega. Haft er eftir Guðlaugi G. Sverris syni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, í yfirlýs- ingu um helgina að Svandís hafi ítrekað gert tilraun til að bregða fæti fyrir verkefni sem tiltekin séu í stöðugleikasáttmála stjórn- valda og aðila vinnumarkaðar- ins. Orkuveitan vinni að fimmta áfanga Hellisheiðar virkjunar, lík- lega einni mannaflsfrekustu fram- kvæmd sem standi yfir á landinu. Hún sé ekki fjármögnuð að fullu en vilyrði sé fyrir langtímafjármögnun frá Evrópska fjárfestingarbank- anum sem nái einnig til helmings Hverahlíðarvirkjunar. „Það er ótækt að búa við það að fulltrúi ríkis- stjórnarinnar leitist við að draga úr fjárhagslegum trúverðug leika þessa fyrirtækis,“ segir í yfirlýsingunni. Svandís segir viðbrögðin býsna öflug. Vissulega þurfi að tala um málið áður en lengra sé haldið. „Mér finnst viðbrögðin bera keim af pólit- ískum leiðangri,“ segir Svandís. - jab Umhverfisráðherra segir gagnrýni bera keim af pólitískum leiðangri: Ráðherra sagður tala OR niður SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Sökuð um að bregða fæti fyrir verkefni Orkuveitunnar. VIÐSKIPTI Finnska fjármálafyrir- tækið Sampo er nú stærsti hlut- hafi Nordea, umsvifamesta banka Norðurlanda. Þetta kemur fram á nýjum hluthafalista Nordea sem birtur var á föstudag. Sænska ríkið hefur fram til þessa verið umsvifamesti hlut- hafi Nordea en lengi hefur verið ýjað að því að Sampo vilji taka hann yfir. Bandaríska viðskipta- tímaritið Forbes hafði eftir Kari Stadigh, forstjóra Sampo, á föstu- dag að sótt yrði um heimild til að rjúfa tuttugu prósenta múrinn fyrir árslok. Sampo á átta hundruð þúsund bréfum meira en ríkið á í bankanum. Hlutfallsleg eign er sú sama, 18,9 prósent. Exista átti tæp tuttugu prósent í Sampo en seldi hlut sinn með milljarðatapi í efna- hagshruninu fyrir ári. - jab Sampo stærst í Nordea: Vilja meira en fimmtungshlut ERLENT Hugo Chavez, forseti Venes- úela, segir Bandaríkjaforseta, Bar- ack Obama, ekki eiga Nóbelsverð- launin skilið. Chavez vill meina að Obama sé ekki boðberi friðar heldur framfylgi sömu stefnu og forveri sinn, George W. Bush. Obama og Chavez hittust fyrst á opinber- um fundi í apríl og síðan þá hefur Chavez verið mjög gagnrýninn á starf Banda- ríkjaforseta. Hann gagnrýnir einnig norsku Nóbelsverðlaunanefndina. „Þeir virðast hafa gleymt því að Obama er harðákveðinn í að halda áfram stríðsrekstri bæði í Írak og Afgan- istan,“ sagði Chavez. - sm Chavez gagnrýnir verðlaunin: Obama á ekki skilið Nóbelinn HUGO CHAVEZ SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.