Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 6
6 12. október 2009 MÁNUDAGUR F í t o n / S Í A Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Rafgeymar Japanskir SJÁVARÚTVEGSMÁL Ísland hefur afþakkað boð um að senda áheyrnar fulltrúa á fund strand- ríkja um heildarstjórnun makríl- veiða síðar í þessum mánuði. Fundar boðendum var tilkynnt að Ísland tæki ekki þátt í slíkum fundi nema sem fullgilt strandríki. Fyrir ári þáði Ísland boð um að senda áheyrnarfulltrúa á fund strandríkjanna um stjórnun veiða úr makrílstofninum. Þá hafði óskum um sæti sem fullgilt strandríki á fundunum verið ítrek- að hafnað í áratug. Hins vegar ber ríkjunum skylda til að semja við Íslendinga um stjórn makrílveið- anna samkvæmt Hafréttarsátt- mála SÞ og úthafsveiðisamningn- um. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir full- gilda aðild Íslands frumforsendu þess að að einhver möguleiki sé á því að ná við unandi samningi. H a n n seg i r eina svarið við þessari afstöðu annarra strand- ríkja vera það að veiða meiri makríl á næsta ári. „Það er ekk- ert því til fyrir- stöðu að ákveða veiðiheimildir eins og gert var á þessu ári. Veiðarnar verða þó að vera skipulagðar á ábyrgan hátt og fyrirkomulagið frá því í sumar má ekki viðhafa áfram.“ Hér vísar Friðrik til þess að makríllinn var veiddur í kraftaveiði og fór mikið af honum í bræðslu. Ef vinnsla til manneldis væri aukin mætti auka útflutningsverðmæti aflans um milljarða. Dreifing makríls við Ísland hefur verið rannsökuð ítarlega í sumar. Niðurstaðan er að makríl er að finna allt í kringum landið. Svo mikið var magnið að kvótinn, 113 þúsund tonn, veiddist upp á örfáum vikum. Umrædd strandríki, Norðmenn, Færeyingar og Evrópusambandið, hafa tekið sér kvóta í tegundinni sem er langt umfram veiðiráð- gjöf Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins (ICES). Veiðiráðgjöfin fyrir 2009 er 443-578 þúsund tonn en löndin ákváðu að veiða 642 þús- und tonn. Hluti kvóta þeirra er ákveðinn einhliða. Friðrik hefur bent á þessa staðreynd. „Strand- ríkin hafa gagnrýnt makrílveiðar okkar harkalega með vísan til þess að þær séu ekki lögmætar,“ segir Friðrik. „Öllum hlýtur að vera ljóst að Ísland er strandríki og veiðar í okkar lögsögu byggja á sömu rökum og réttur Norð- manna og aðildarríkja ESB til að veiða makríl í sinni lögsögu,“ segir hann. svavar@frettabladid.is Enn neitað um sæti við samningaborðið Þrátt fyrir að makríll gangi nú á Íslandsmið í miklu magni neita strandríki sem hagsmuna eiga að gæta að viðurkenna rétt Íslands til að semja um stjórnun veiðanna. Veiðar íslenskra skipa verða því ákvarðaðar einhliða eins og í sumar. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Á SÍLDVEIÐUM Kap VE veiddi sýkta síld inni í Vestmannaeyjahöfn í vetur. Uppsjávartegundir okkar, vorgotssíldin, norsk-íslenska síldin, loðna, kolmunni og nú síðast makríll og gulldepla, færa þjóðarbúinu mikil verðmæti. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR HAFRANNSÓKNIR Fjögur íslensk tog- og nótaskip hafa undanfarna daga tekið þátt í makrílrannsóknum fyrir Austur- og Suðausturlandi sem skipulagðar eru af Hafrann- sóknastofnun. Rannsóknin er hluti af því að kortleggja breytt hegðunar mynstur makrílsins við Ísland. Meðal skipanna er Ingunn AK, sem HB Grandi gerir út, og lauk skipið yfirferð sinni í nótt sem leið að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda. Að sögn Vilhjálms varð vart við makríl auk þess sem nokkur tonn af blandaðri síld komu upp en þar var um að ræða íslenska sumargotssíld og norsk-íslenska vorgotssíld sem héldu sig á sömu togslóðinni. Markmiðið með rannsókninni er að fylgjast með því hve lengi makríll dvelur í íslenskri lögsögu á haustin og fylgjast með göngu- leiðum hans þegar hann dregur sig til baka á vetur setustöðvar í Norður sjó og norðan og vestan Bretlandseyja. Svæðið sem valið var til rannsóknanna nær frá landgrunninu fyrir Austur- og Suðausturlandi að mörkum land- helginnar þar sem líklegt er talið að makríllinn gangi er hann hverfur af Íslandsmiðum. - shá Fjögur tog- og nótaskip leita makríls á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar: Makríllinn enn á miðunum INGUNN AK Hafrannsóknastofnun rannsakar hegðun makrílsins á Íslandsmiðum með aðstoð útgerðanna. FÉLAGSMÁL Öryrkjar eru uggandi um sinn hag og óttast frekari tekjuskerðingar en orðið hafa á árinu, segir Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkja- bandalags Íslands, ÖBÍ. Aðalstjórn bandalagsins sendi frá sér ályktun í gær þar sem hún mótmælir „harðlega að ríkisstjórnin, sem kennir sig við félags- hyggju og jöfnuð, skuli áforma að halda áfram að skerða kjör öryrkja umfram aðra þegna lands- ins“. Guðmundur segir mjög hart fyrir öryrkja og aðra lífeyrisþega að þurfa að takast á við verri kjör auk þess sem þeir finni auðvitað líka fyrir hækkandi verði á neysluvörum og hærri afborgunum lána. Í ályktuninni er bent á að bæði hafi lög, sem áttu að tryggja að lífeyrir hækkaði sem svar- aði kjarasamningum eða framfærsluvísitölu, verið tekin úr sambandi um síðustu áramót og svo hafi tekjutenging verið aukin í sumar sem hafi skert bætur verulega. Guðmundur segir við þetta bætast verð- hækkanir á lyfjum sem hafi bitnað illa á öryrkjum. „Það er gengið harðar að öryrkjum og lífeyrisþegum en öðrum í samfélaginu,“ segir Guðmundur sem vonast til þess að fjár- lagafrumvarpið verði öryrkjum og lífeyris- þegum hliðhollara eftir að félags- og trygg- ingamálanefnd hefur fjallað um það. Alls eru öryrkjar á Íslandi um sextán þús- und og lífeyrisþegar yfir fjörutíu þúsund. - sbt Öryrkjabandalagið ályktar gegn kjararýrnun lífeyrisþega: Niðurskurðurinn bitnar mest á öryrkjum GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Vilja fresta kjaraskerðingu Stjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að skerðingu á örorkulífeyri, sem taka á gildi um næstu mánaðamót, verði frestað. Skerðingin kemur til vegna árlegrar end- urskoðunar lífeyrissjóða á tekjum örorku- lífeyrisþega. Greiðslur til 700 einstaklinga stöðvast alfarið og lækka um allt að þrjátíu prósent hjá 1.200 einstaklingum til viðbótar. Öryrkjubandalagið vill að lífeyrissjóðir bíði þar til dómur fellur í máli ÖBÍ gegn Gildi lífeyrissjóði vegna sambærilegs máls. Niðurstöðu er að vænta úr Hæstarétti undir árslok. - hhs Telur þú að hér verði meira hrun takist ekki að ganga frá Icesave-samningnum? Já 50,1% Nei 49,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu búin(n) að krækja þér í flensu í haust? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.