Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 10
10 12. október 2009 MÁNUDAGUR
SAMGÖNGUR Fjöldi þeirra sem slasast í
umferðinni á Íslandi hefur dregist saman
um 16,3 prósent, sé fjöldi slasaðra á fyrstu
sex mánuðum ársins borinn saman við sama
tímabil í fyrra.
Einar Magnús Magnússon, upplýsingafull-
trúi Umferðarstofu, segir margar samverk-
andi ástæður geta verið fyrir fækkun slysa.
Ekki sé langt síðan viðurlög vegna umferðar-
lagabrota hafi verið hert. Það, ásamt auknu
eftirliti lögreglu, hafi leitt til þess að mjög
hafi dregið úr hraðakstri. Sérstaklega hafi
tilfellum þar sem ekið sé á ofsahraða fækkað.
Samkvæmt rannsóknum Vegagerðarinnar
hefur umferð ekki dregist saman þrátt
fyrir kreppu, segir Einar. Því sé ekki hægt
að skýra færri slys á fólki með minnkandi
umferðarþunga.
Á fyrri helmingi ársins slösuðust 657,
samanborið við 785 á fyrri hluta síðasta árs,
að því er fram kemur í samantekt Umferðar-
stofu. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2007
slösuðust 760 í umferðinni.
Þegar lagðar eru saman tölur yfir alvar-
lega slasaða og látna í umferðinni er staðan
eftir fyrri hluta árs svipuð og hún var á
sama tímabili í fyrra. Nú létust 90 eða slös-
uðust alvarlega, en 91 árið 2007. Í fyrra lét-
ust 100 eða slösuðust alvarlega á fyrstu sex
mánuðum ársins. - bj
Slösuðum í umferðinni hefur fækkað um rúmlega sextán prósent frá því í fyrra:
Minni hraði í umferðinni og þyngri viðurlög
UMFERÐARSLYS Alvarlega slasaðir og látnir eftir
umferðarslys á fyrri hluta ársins voru níutíu talsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SÁDI-ARABÍA Dómstólar í Sádi-Arabíu
hafa dæmt 32 ára gamlan mann í
fimm ára fangelsi fyrir að stæra sig
af líflegu kynlífi sínu í sjónvarpi.
Fangelsisdómurinn dugði þó ekki
alveg sem refsing því honum er líka
gert að þola þúsund svipuhögg.
Mazen Abdul Jawad, fjögurra
barna faðir, fór mikinn í þættinum
„Þykka rauða línan“ sem er á dag-
skrá líbanska sjónvarpsins. Hann
talaði um unað sinn af kynlífi og
lýsti því þegar hann missti svein-
dóminn fjórtán ára gamall. Þá var
hann myndaður í svefnherberg-
inu umkringdur leikföngum ásta-
lífsins. Þættinum lauk þar sem
Jawad var fylgt eftir í ökuferð um
stræti borgarinnar Jeddah, sem er
skammt frá Mekka, í leit að væn-
legum kvenkosti.
Þessi opinberun Jawads fór svo
fyrir brjóstið á sádi-arabískum
yfirvöldum að hann var dæmdur
og útibúi líbönsku stöðvarinnar
í Jeddah og Riyadh lokað. Jawad
var dæmdur eftir íslömskum
sharia-lögum en samkvæmt þeim
er samneyti karla og kvenna mjög
takmarkað. Þá mega karlar ekki
stunda kynlíf áður en þeir ganga í
það heilaga.
Áður en dómur féll hafði Jawad
beðist afsökunar. Einnig sakaði
hann líbönsku sjónvarpsstöðina um
að taka ummæli hans úr samhengi.
- th
Dómstólar í Sádi-Arabíu dæmdu mann í fangelsi og til að þola svipuhögg:
Stærði sig af líflegu kynlífi
MEKKA Mazen Abdul Jawad er búsettur í Jeddah sem er skammt frá Mekka, einni
heilögustu borg múslima.
STJÓRNMÁL Bergur Elías Ágústs-
son, sveitarstjóri Norðurþings,
segir að áfram verði unnið á
grunni vilja-
yfirlýsingar
um álver á
Bakka þótt
yfirlýsingin
sem slík hafi
ekki verið
framlengd,
að ákvörðun
ríkisstjórnar-
innar.
Í samtali
við Sveitarstjórnarmál, rit Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga,
segir Bergur Elías ákvörðun
ríkisstjórnarinnar bakslag, „en
við látum engan bilbug á okkur
finna. Álver í landi Bakka við
Húsavík mun rísa,“ segir hann.
- bþs
Sveitarstjóri Norðurþings:
Álver í landi
Bakka mun rísa
BERGUR ELÍAS
ÁGÚSTSSON
UMHVERFISMÁL Tillögur um
umhverfisgjöld tengd ferðaþjón-
ustu koma líklega fram fyrir lok
nóvember, að því er Svandís Svav-
arsdóttir umhverfisráðherra sagði
við setningu Umhverfisþings fyrir
helgi.
Fjármálaráðherra skipaði
nefnd til að undirbúa gjaldtökuna
í samræmi við samstarfsyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar. Þar segir
að kanna eigi grundvöll fyrir
umhverfisgjöldum tengdum ferða-
þjónustu. Þau renni til uppbygg-
ingar þjóðgarða og fjölsóttra, frið-
lýstra áningarstaða ferðamanna
og til eflingar ferðaþjónustu.
„Standa vonir til að þessi tekju-
stofn verði til þess að efla land-
vörslu og náttúruvernd,“ sagði
ráðherrann. - pg
Gjald á ferðaþjónustu:
Tillögur um
umhverfisgjöld
væntanlegar
GEIMTRÚÐUR LENTUR Sirkusstjórinn
og trúðurinn Guy Laliberte lenti ásamt
tveimur félögum sínum í geimfarinu
Soyuz TMA-14 í Kasakstan í gær, að
lokinni níu daga dvöl í geimnum.
NORDICPHOTOS/AFP