Fréttablaðið - 12.10.2009, Qupperneq 12
12 12. október 2009 MÁNUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Þessi ákvörðun kom mér
nokkuð á óvart, en ég heyrði að
Fidel Castro væri ánægður með
þetta og þá ætla ég líka að vera
ánægður með þessa ákvörðun,“
segir Guðmundur S. Brynjólfsson,
rithöfundur og leikhúsfræðingur,
um þá ákvörðun norsku Nóbels-
verðlaunanefndarinnar að veita
Barack Obama Bandaríkjaforseta
friðarverðlaunin í ár. Ákvörðunin
vakti mikla furðu víða og var
sjálfur verðlaunahafinn, Barack
Obama, að eigin sögn nokkuð
undrandi.
„Ég held að það sé fullsnemmt
að veita Obama þessi verðlaun.
Sjálfur tók ég aldrei þessa Obama-
sótt sem gekk manna á milli og
mér finnst hann hvorki betri né
verri en fyrri forsetar Bandaríkj-
anna. Enda er ekki komin nein
reynsla á hann þar sem hann
er enn nokkuð nýr í starfi,“ segir
Guðmundur.
SJÓNARHÓLL
FRIÐARVERÐLAUN NÓBELS
Tók aldrei
þessa
Obama-sótt
GUÐMUNDUR S. BRYNJÓLFSSON
Rithöfundur og leikhúsfræðingur.
*
M
.v
. 1
5
0
þ
ús
un
d
kr
. i
nn
le
nd
a
ve
rs
lu
n
á
m
án
uð
i,
þ.
a.
1
/3
h
já
s
am
st
ar
fs
að
ilu
m
. /
S
já
n
án
ar
á
w
w
w
.a
uk
ak
ro
nu
r.i
s.
40 bíómiðar á ári
fyrir Aukakrónur
Þú getur farið í Laugarásbíó, Háskólabíó, Regnbogann, Smárabíó eða Borgarbíó á
Akureyri á 9 daga fresti fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt
– eða fengið þér eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
*
AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
N
B
I h
f.
(L
an
ds
ba
nk
in
n)
, k
t.
47
10
0
8
-2
0
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
3
0
7
„Maður er nú alltaf að gá til veðurs og skoða
veðurspár,“ segir veðurfræðingurinn Einar
Sveinbjörnsson. Einar rekur þjónustu-
fyrirtækið Veðurvaktina, sem veitir veður-
ráðgjöf fyrirtækjum sem eru á einn eða
annan hátt háð veðri, til dæmis kvikmynda-
fyrirtækjum og fyrirtækjum sem standa
fyrir verklegum framkvæmdum.
„Svo er ég alltaf eitthvað að kenna,“
segir Einar, og á þar við kennslu á sviði
veðurfræði. „Ég er núna í ágætum
hópi í HR og var líka að
kenna hressum strákum í
Stýrimannaskólanum á
dögunum.“
En Einar hefur fleira
fyrir stafni: „Ég er líka
að leggja lokahönd
á kennslubók
fyrir Námsgagnastofnun um loftslags-
breytingar. Þetta verður námsbók
fyrir efstu bekki grunnskóla.
Hingað til hefur ekki verið
til aðgengileg kennslubók
um loftslagsmál og þessar
alþjóðlegu hræringar á því
sviði,“ segir hann. Bókin sé
væntanleg síðar í vetur.
„Annars er maður bara að
reyna að njóta stundarinnar og
teyga að sér hreina loftið, eins og
menn gera gjarnan á haustin.
Svona skíðamaður eins og
ég er líka að bíða eftir
skíðasnjónum, þótt
hann sé nú kominn
að einhverju leyti.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EINAR SVEINBJÖRNSSON VEÐURFRÆÐINGUR
Skrifar kennslubók um loftslagsmál
Vinnuhópur tæplega fimm-
tíu Íslendinga starfar nú að
því að opna á ný Nanulaq-
gullnámuna á Suður-Græn-
landi eftir að vinnsla hefur
legið þar niðri síðan snemma
á árinu. Starfsemi Íslending-
anna fyrir Angel Mining
sem eignaðist námuna í júní-
byrjun hófst um mitt sumar
með því að einn rafvirki
flaug út. Síðan hefur hún
undið hratt upp á sig.
Grænlenskir fjölmiðlar greina frá
því að vonir standi til að hægt verði
að hefja á ný gullvinnslu í fræg-
ustu og fyrstu gullnámu lands-
ins innan ársloka. Færri vita að
íslenskur vinnuflokkur vinnur hörð-
um höndum að opnun námunnar.
Alls starfa þar nú 47 Íslendingar.
Á síðasta ári var ákveðið að loka
Nanulaq-gullnámunni, sem er á
suðurodda Grænlands, í um þrjátíu
kílómetra fjarlægð frá Nanortalik,
tíunda stærsta þéttbýlisstað lands-
ins, vegna þess að vinnslukostnaður
hafði borið fyrirtækið ofurliði. Gull
hafði verið unnið úr berginu með
því að sigla með það í verksmiðju
á Nýfundnalandi. Síðasta vor lýsti
hins vegar breska námafyrirtækið
Angel Mining yfir fyrirætlunum
sínum um að kaupa námuna og hefja
þar vinnslu á ný. Kaupin gengu í
gegn 30. júní síðastliðinn.
Einar Ingi Sigurbergsson, sem
er í forsvari fyrir fyrirtækið E &
S Hönnun og ráðgjöf, hafði verið í
sambandi við Angel Mining og tók
að sér það verkefni að koma vinnslu
í námunni í gang á ný. Hætta á að
flytja grúsina úr landi til vinnslu,
en koma í staðinn upp gullvinnslu
á staðnum. Þetta kallar á nokkuð
umfangsmiklar umbætur á nám-
unni og stækkun námaganga. Einar
er kunnugur staðháttum á Græn-
landi vegna fyrri starfa þar. Hann
hafði frá því fyrr á árinu svipast
um eftir tækifærum tengdum jarð-
vinnu þar ytra. „Fyrsti maður fór
út 7. júlí, rafvirki sem var einn á
ferð. 14. júlí fóru svo út átta karlar
og í dag starfa þarna 47. Við erum
með um það bil 38 manns á staðnum
akkúrat núna, vegna fría og þess
háttar,“ segir Einar og kveðst kapp-
kosta eftir fremsta megni að vera
með íslenskt starfsfólk.
Einar segist vera búinn að tryggja
sér svipuð verkefni ytra allt að því
þrjú ár fram í tímann og á í frek-
ari viðræðum við námafyrirtæki.
Þegar blaðið tók hann tali fyrir
helgina var hann staddur í Lundún-
um að funda með Angel Mining og
fleirum. „Þetta er mjög spennandi,
enda er þetta sérhæfð starfsemi
og verið að vinna upp ákveðna sér-
þekkingu sem tengist þessum náma-
iðnaði. Við erum að byggja upp nýja
grein. Íslendingar hafa aldrei verið
námumenn, þó að við höfum búið til
göt í fjöll.“ olikr@frettabladid.is
VIÐ NÁMAVEGGINN Tæplega fimmtíu
Íslendingar vinna nú hörðum höndum
að því að opna Nanulaq-gullnámuna á
Suður-Grænlandi.
NÁMAGÖNG NANULAQ Áætlanir Angel Mining gera ráð fyrir að í febrúarlok á næsta
ári starfi um sextíu manns við gullnámuna í nágrenni Nanortaliq. Þar af verði fjörutíu
til 45 frá Grænlandi, að sögn grænlenska Útvarpsins.
Íslendingar opna helstu
gullnámu Grænlands
NANULAQ-NÁMAN Í MIÐJUM HLÍÐUM Vinnubúðir við rætur fjallsins á Suður-Græn-
landi sem Nanulaq-gullnáman er í. Heimamenn höfðu um aldir vitað að verðmæti
væru í fjallinu þótt námavinnsla hafi ekki hafist þar fyrr en árið 2004. Nanortalik mun
þýða „torfundinn staður“ í lauslegri þýðingu. MYNDIR/KRISTJÁN CARLSSON GRÄNZ
ALFRED NOBEL
TRYGGÐI ARFLEIFÐ SÍNA
✬ Mistök ritstjóra fransks
dagblaðs urðu til þess að Alfred
Nobel vildi tryggja að arfleifð sú
sem hann skildi eftir yrði jákvæð.
Blaðið birti minningargrein um
hann, átta árum fyrir dauða
hans, undir titlinum: Kaupmaður
dauðans er látinn. Greinin hófst
svo: „Dr. Alfred Nobel, sem
auðgaðist á því að finna upp leið
til að drepa fleira fólk á skemmri
tíma en áður var hægt, dó í gær.“
Nobel, sem auðgast hafði á
því að finna upp sprengiefni,
leist illa á þessa arfleifð og kom
verðlaununum á fót og lagði
um 31 milljón sænskra króna
(jafngildi um 250 milljóna
Bandaríkjadala árið 2008) til
verðlaunanna.
Æðislegt
„Þetta er æðislegt. Við höfum
beðið eftir þessu í mörg,
mörg ár.“
HILMAR V. PÉTURSSON, FORSTJÓRI
CCP, UM VÆNTANLEGT FRUMVARP
UM ENDURGREIÐSLU Á RANN-
SÓKNAR- OG ÞRÓUNARKOSTNAÐI
NÝSKÖPUNARFYRIRTÆKJA.
Fréttablaðið 10. október.
Allt of fljótt
„Svona fljótt?”
FRIÐARVERÐLAUNAHAFINN LECH
WALESA, FYRRVERANDI FORSETI
PÓLLANDS, TRÚÐI VART FRÉTTUM
AF ÞVÍ AÐ FRIÐARVERÐLAUNIN
HEFÐU FALLIÐ BARACK OBAMA
BANDARÍKJAFORSETA Í SKAUT.
Fréttablaðið 10. október.