Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2009, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 12.10.2009, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 13híbýli og viðhald ● fréttablaðið ● Hin óútreiknanlega íslenska veðr- átta hefur minnt rækilega á sig síð- ustu daga og því er ekki úr vegi að minna á ýmsa hluti sem nauðsyn- legt er að ganga frá fyrir veturinn. Nú eru síðustu forvöð, ef svo má að orði komast. Á hverju hausti heyrast fréttir af því að hinir og þessir hlutir fjúki til og frá og valdi jafnvel stór- tjóni á húsum og bílum, svo ekki sé minnst á hættuna sem steðjar að mannfólki og dýrum í slíkum hamagangi. Því er mikilvægt að ganga haganlega frá hlutum sem geyma þarf utandyra yfir vetur- inn. Grill, garðhúsgögn, blóma- potta og fleira í þeim dúr þarf að binda vel niður og ekki má gleyma að annað hvort reyra hin sívin- sælu trampólín föst eða hreinlega að taka þau niður og pakka inn í skúr. Einnig er gráupplagt að nota tækifærið í leiðinni til að raka laufin í garðinum saman og ýmist grafa þau í holur eða setja þau í moltubing. - kg Gengið frá fyrir veturinn Verkfæri þarf að meðhöndla af virð- ingu eigi þau að endast. 1. Verkfæri er best að geyma á þurrum stað til að hindra ryð. Þá getur verið gott að bera dálitla olíu á stálverkfæri til að verja þau, óháð því hvar þau eru geymd. Settu nokkra dropa í tusku og strjúktu svo þunnt lag myndist. 2. Eggverkfæri á aldrei að geyma í verkfærakassa nema í hlíf, annað hvort slíðrinu eða plast- hulstrinu sem fylgdi verkfærinu. 3. Sagir og eggverk- færi mega ekki komast í snertingu við annan málm eða annars konar hörð efni. Lendi sagarblað í skrúfu eða nagla er það ónýtt, þar sem ekki er hægt að brýna sagir í dag. Lendi eggin á sporjárni á steypugólfi verður að brýna það. Þá er vert að muna að hefiljárnið stendur niður úr og því verður að geyma hefilinn liggjandi á hliðinni nema undir lagið sé mjúkt. Viðhald verkfæra MIkilvægt er að ganga vel um verkfærin sín svo þau endist. NORDICPHOTOS/GETTY Trampólín eiga það til að fjúka og valda skemmdum á bílum og húsum. ● NÝ EFNI NOTIST VARLEGA Mörg þeirra viðhaldsefna sem nú eru á markaðnum eru þróuð til að ná fram skjótum áhrifum. Hins vegar getur verið erfitt að segja til um langtíma- áhrif af notkun þeirra, sérstaklega á gömul húsgögn. Ef yfirborð hús- gagnsins er málað, lakkað eða ómeðhöndlað getur verið gott að þekja það með þunnu lagi af húsgagnavaxi til að verja það gegn daglegu sliti. Athugið að vaxið gefur yfirborðinu aukinn gljáa. Æskilegt er að viðhalda og hreinsa húsgögn með þeim efnum sem maður hefur góða reynslu af. Grænsápu má til að mynda nota á flesta fleti og svo er hægt að þurrka ryk af með klút eða rykmoppu. Heimild: Verk að vinna Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.