Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 12.10.2009, Qupperneq 30
 12. OKTÓBER 2009 MÁNUDAGUR14 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Nú hefur vinna hafist við að reisa fyrstu stálbitana af gerðinni CQB4 (Cut Quasi Brick 4), sem þekja munu norðurhlið Tónlistar- og ráðstefnuhússins, samtals 1.400 fermetra flöt. Næstum hver biti sem tilheyrir þessari gerð gluggavirkisins er sérsmíðaður í Japan. Á milli CQB4-bitanna verða settir upp annars konar stálbitar, sem saman eiga að minna á þverskurð stuðlabergs. Heildar- þyngd stálsins sem fer í gluggavirkið á norður hliðinni er 132 tonn. Gert er ráð fyrir að um níutíu daga taki að setja stálið á norðurhliðina og verða um fjöru- tíu dagar til viðbótar notaðir í glerjun. Heimild: www.iav.is. Framkvæmdir við álver í Helgu- vík hófust í maí 2008 en ÍAV sér um byggingu kerskálanna fyrir Norður- ál ehf. Fyrirhuguð framleiðsla ker- skálanna átti fyrst að vera 180.000 tonn og var ráð gert fyrir að fram- leiðsla hæfist haustið 2010. Vegna efnahagserfiðleika hérlendis var ákveðið að skipta verkinu í tvo 90.000 tonna áfanga og stendur vinna yfir við fyrri áfangann um þessar mundir. Kerskálarnir verða samtals tveir og liggja samsíða, hvor um sig 620 metra langur. Vegna áfanga- skiptingar verða skálarnir í fyrsta áfanga aðeins 340 metra langir. Þegar hefur verið lokið við að reisa burðarsúlur og staðsteyptar undirstöður kera og er vinna við botnplötu ásamt forsteyptum lang- veggjum langt komin. Vinna við stálvirkið og uppsteypa vinnslugólfa er einnig hafin. Jarðvinnu og vinnu við frárennsliskerfi er að mestu lokið en hún var nauðsynlegur undan fari burðarvirkjanna. Þá er lagning jarðskauta og ídráttar röra í jörðu komin vel á veg. Áætlað er að vinna við klæðn- ingu kerskálana ásamt uppsetningu rafkerfa í skála hefist vorið 2010. Heimild: www.iav.is. Vinna hafin við fyrri áfangann Vegna efnahagserfiðleika var ákveðið að skipta verkinu í tvo áfanga. Unnið er að þeim fyrri um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vinna hafin við gerð stálhjúps á norðurhlið Verið er að reisa stálbita sem þekja munu norðurhlið hússins. MYND/ÍAVUmhverfismálaráð Bolungarvíkur mælir með að gert verði ráð fyrir svæðum undir sumarhúsabyggð í Syðridal. Frá þessu er greint á fréttavefnum www.bb.is. Þar segir að ráðið reikni með tíu húsum í landi Hanhóls og tíu húsum í landi Gils. Ráðið mælir með að fallið verði frá fyrri tillögum um sumarhúsasvæði í Tungudal. Í Skálavík verður gert ráð fyrir fjölgun um fimm sumar- hús á því svæði sem hverfisvernd nær yfir og fimmtán húsum utan svæðis hverfisverndar. Þetta kom fram þegar ráðið fór yfir drög að skipulags uppdrætti og skipulagsgreinargerð fyrir nýtt aðalskipulag Bolungarvíkur 2008 til 2020. Á fundinum sam- þykkti umhverfismálaráð einnig tillögu skipulagshóps þar sem mælt er með svæði í Syðridal milli golfvallar og fjárréttar. Þá var mælt með að svæði fyrir mótorkrossbraut verði við fremri malarnámuna í Tungudal. Sumarhúsa- byggð í Syðridal Umhverfismálaráð Bolungarvíkur mælir með að gert verði ráð fyrir svæðum undir sumarhúsabyggð í Syðridal. TIL BO Ð! ETRARDEKK ÓD ÝR T fólksbíll kr 5.490,- jepplingur kr 6.490,- Tilboð á umfelgun Verðtilboð fyrir eldri borgara Fólksbíll kr 4.990,- Jepplingur kr 5.990,- Gerið verðsamanburð Sama verð fyrir ál- og stálfelgur VDO BORGARDEKK Borgartúni 36, (bakvið Cabin hótel) • Sími 588 9747 • www.vdo.is Opið mán.–fös. 8–18. Lau. 10–14.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.