Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 36
20 12. október 2009 MÁNUDAGUR – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir 12. – 25. október 15% afsláttur NICOTINELL – tyggjó í 204 stykkja pakkningum Leiklist ★★ Eftirlitsmaðurinn Eftir Nikolai Gogol. Þýðing: Bjarni Jónsson. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Leikmynd: Móeiður Helgadóttir. Búningar og gervi: Myrra Leifs- dóttir. Ljós: Mika Haarinen. Tónlist: Margrét Blöndal. Gamli vélasalurinn í Landssmiðj- unni er ekki góður leikhússalur þó að Nemendaleikhúsið hafi nýtt hann í ófá skipti til sýninga. Allir gallar hans komu í ljós á frumsýn- ingu lokaársnema, þar er ónóg loft- hæð, miklar burðarsúlur skapa afar þröng athafnasvæði með ónýt- um sjónlínum og tilraunir til að skásetja áhorfendasvæði við leik- rými bæta ekki ástandið. Hann er hallæris lausn enda eru margar til- raunir að baki til að komast burt frá honum á stærri svið eins og nem- endasýningar á liðnum vetri voru til vitnis um. Stefán Jónsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hann lætur sjö manna bekk takast á við verk sem byggir ekki síst á gríðarstóru hlutverkasafni: spilling in sem Gogol lýsir byggir ekki minnst á að allur fjöldi emb- ættismanna í smábæ er gerspilltur og þó að Stefán láti sjömenningana skipta ört um búninga gliðnaði svið- setning hans á endanum í sundur af þeim sökum: þrátt fyrir rétta við- leitni tókst þremur leikurum ekki að halda sama persónugervinu, til dæmis í Dobchinsky. Svona ákafar dúbbleringar útheimta einfaldlega miklu meiri færni en ungum leikara- efnum er gefin. En margt í sýningunni var skemmtilegt þótt nokkrum gengi ekki að halda utan um þær persónur sem stærstar voru á hlutverkalistanum. Ævar Þór Benediktsson skóp tvo fína karla: Dómarann og kráarþjón. Dómarinn var í upphafi hokinn slöttólfur en eftir því sem leið á leikinn varð hann reistari, persónugervið týndist. En uppleggið í þeim báðum var prýði- lega unnið. Hilmar Jensson glæddi bæjar stjórann spillta ræskingum og kokhljóðum og hélt þeim lengi en í flýtinum duttu þau niður í ann- ars fínni frammistöðu. Mér sýndist Þórunn Arna sýna mesta staðfestu í öllu sínu en þá á kostnað þróunar í persónu dóttur bæjarstjórans. Láru Jóhönnu tókst að gera fín skil milli póstmeistara og Osips, þjónninn sá varð hreint ótrúlega vel unnin per- sóna. Sömu sögu er að segja af Önnu Gunndísi í tveimur smærri rullum spítala haldara og vinnukonu: nett- lega útfærðar rullur. Anna Dís fann ekki fjölina sína í hlutverki eigin- konu bæjarstjórans: vantaði hana hjálp til að gera sig mektuga í sínum mörgu senum? Var hún kannski of glæsileg? Mátti hún ekki vera dagdrykkjukona, til dæmis, svo andstæða útlits og æðis og sjálfs- hugmynda yrði enn stærri? Sökum fyrirferðar hlutverks Khlestakov, hrappsins sem allir telja eftirlitsmanninn, hefur stundum verið litið á verkið sem eins manns sjó. Hilmar Guðjóns- son náði bestum tökum á hlutverk- inu í miðkafla verksins þegar hann er kenndur. Krakkaleg og sífur- kennd kynning persónunnar í upp- hafi var ekki eins skýr og ekki heldur aðlögun hans að því spillta andrúmslofti sem ríkir í bænum í síðasta hlutanum. Búningar og gervi voru fallega unnin. Látlítill tónlistarflutningur undir verkinu orkaði tvímælis. Lýsing markaðist mest af þessu erfiða rými. Það er alltaf erfitt að finna verk fyrir hóp sem þennan; finna stykki þar sem jafnræðið gefur flestum möguleika á að sanna sig. Þessi hópur réðst á garðinn háa og náði víða fullum tökum á verkefninu, þótt margir partar væru slakir. Endirinn, þar sem kastljósinu er um síðir beint á okkur áhorfendur, er ofsögn. Áhorfendur eru ekki upp til hópa flón. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Athyglisverð glíma við kröfuhart meistaraverk. Það er kominn gestur EFTIRLITSMAÐURINN Leiksýning Nemendaleikhússins. Bókmenntir ★★ Ástandsbarnið Camilla Läckberg Þýðing: Anna R. Ingólfsdóttir Uppheimar Þýska barnið Einn sænskur krimmahöfundur sparkaði öðrum Svía úr metsölulista Pennans í vikunni. Þrátt fyrir lítið auglýsingaflóð hefur sænsku skáldkonunni tekist að ná sterkri stöðu á íslenskum markaði. Ástandsbarnið er fimmta sagan hennar sem Anna R. Ing- ólfsdóttir þýðir en fullyrða má að henni hafi tekist á skömmum tíma að koma glæpa- drottningunum sænsku vel á framfæri við íslenska lesendur. Camilla er hér á fornum slóðum, sínu Fjallabaki, með sitt fólk, Eriku og Önnu, Per og Martin, nokkuð stórt gallerí af sænsku fjölskyldufólki, en sumt af því vinnur í lögreglunni. Að vanda er frásögnin klofin milli tveggja tíma og að þessu sinni eru það örlög ungs fólks á stríðs- árunum sem tengjast voveiflegum atburðum á okkar tíma. Nafnið á sænsku gefur upp hluta af lyklinum, Tyskungen – þýski krakkinn – var ástandsbarn úr hernámi Þjóðverja í Noregi og með þá þekkingu tekur lesandinn fljótt að leita og fær forgjöf. Camilla er í vaxandi mæli að fjalla um heimilisaðstæður af ýmsum toga, félagslega hegðun, hysteríu og vanmátt til að takast á við aðstæður. Bókin er býsna löng, nær 490 síður, og gætti óþolinmæði í lestrinum. En þetta er prýðis afþreying og við sem höfum fylgst með henni frá fyrstu tíð bíðum spennt eftir næstu sögu, Hafmeyjunni, sem kemur út á íslensku í vor. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða Kunnuglegur reyfari, vel plottaður en nokkuð langur. Bókmenntir ★★★ September í Shiraz Dalia Sofer Þýðing: Þór Tryggvason og Svanhildur Þorvaldsdóttir Stílbrot Settur inn Út er komin í kilju skáldsagan September í Shiraz, sem byggð er á heimildum og reynslu þeirra sem lentu í klóm klerka- yfirvaldanna í kjölfar byltingarinnar í Íran. Höfundurinn, Dalia Sofer, er nú miðaldra bandarískur borgari en leiða má líkur að því að hlutur fjölskyldu hennar sé upp- spretta sögunnar. Isaak Amin er gyðingur sem brotist hefur til velsældar með þrotlítilli vinnu sem skartgripakaupmaður og gimsteinasmiður í Íran keisaraveldisins. Þegar það fellur er hann handtekinn og lýsir sagan fangavist hans, tilhæfulausum dauðadómum á listamönnum og ungum róttæklingum í öndverðri byltingunni og högum fjölskyldu hans meðan á því stendur, bæði í Teheran og vestur í Bandaríkjunum þar sem sonur hans er við nám. Þetta er gömul saga og ný og á sér margar samsvaranir þar sem við völdum tekur fasísk stjórn og skapar sér rými í samfélagi með kúgun og ofbeldi. Hún er spennandi þótt lyktir hennar séu fyrirsjáanlegar og dregur upp sann- verðuga mynd af stöðu gyðings á þessum slóðum og mismikilli trúrækni þeirra sem tilheyra kynþættinum. Sagan var verðlaunuð og með réttu, en heimur hennar er liðinn og lifir þó líklega enn víða í hinum fjölþjóðlegu samfélögum Austurlanda nær. Lestur- inn er því gefandi og lýsandi. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Athyglisverð skáldsaga um sígilt efni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.