Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 38
22 12. október 2009 MÁNUDAGUR
folk@frettabladid.is
Hollráð gegn innbrotum
oryggi.is
Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim!
Læsið bílnum og skiljið aldrei eftir verðmæti í honum
Ef nauðsynlegt er að skilja verðmæta hluti eftir í bíl skulu þeir ekki vera
sýnilegir, notið t.d. hanskahólf.
Ekki hafa límmiða á rúðum eða aðrar merkingar sem gefa til kynna
að dýr búnaður sé í bílnum.
Reynið að leggja þar sem lýsing er góð og þjófar hafa lítið næði
til athafna.
Þjófavarnarkerfi í bílnum getur komið í veg fyrir innbrot.
Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
1
3
4
0
> LEIÐIST HIGH SCHOOL MUSICAL
Leikaranum Zac Efron leiddist að horfa
á sjálfan sig í söngvamyndinni High
School Musical. Hann er nú að kynna
kvikmyndina Me and Orson Welles
og um þá mynd segir hann: „Þegar ég
horfði á Me and Orson Welles var það
í fyrsta sinn sem ég horfði á mynd
með sjálfum mér án þess að líta á úrið
mitt á meðan á sýningu stóð.“
GREEN DAY Komin í söngleikina.
Tónlistarmaðurinn Adam Yauch
úr hljómsveitinni Beastie Boys
tilkynnti fyrir nokkru að hann
hefði greinst með krabbamein í
kirtli. Hann er nú á batavegi og
ferðaðist til Indlands og Tíbet í
þeim tilgangi að kynna sér óhefð-
bundnar lækningar. Yauch átti
meðal annars fund með trúarleið-
toga Tíbeta, Dalai Lama, og segir
hann þá reynslu hafa styrkt sig
mikið andlega.
„Ég tek inn lyf frá Tíbet og
samkvæmt ráðleggingum lækn-
is sem ég hitti þar neyti ég nú
aðeins lífræns matar. Á meðan
ég var á Indlandi heimsótti ég
nunnuklaustur þar sem ég var
viðstaddur trúarlega athöfn sem
á að flýta bata mínum. Nunnurn-
ar sögðust ætla að biðja fyrir
mér, sem var fallega gert,“ skrif-
aði Yauch á bloggi sínu.
Rappari hitti
Dalai Lama
Á BATAVEGI Tónlistarmaðurinn Adam
Yauch ferðaðist til Indlands í von um
skjótari bata.
Ein vinsælasta gamanþáttaröð Banda-
ríkjanna og þótt víðar væri leitað, 30
Rock, er komin í góðan hóp með Simpson-
fjölskyldunni og Sopranos því þátturinn
tekur Ísland upp á sína arma í fjórðu og
nýjustu seríunni. 30 Rock, sem skartar
Alec Baldwin og Tinu Fey í aðalhlutverk-
um, er margverðlaunaður þáttur og hlaut
nánast öll Emmy-verðlaunin sem hann
gat fengið á nýliðinni hátíð.
Vefsíðan Newsday.com birtir viðtal við
einn af handritshöfundum þáttanna og
framleiðenda, Robert Carlock. Þar kemur
fram að í einum nýjasta þættinum kemur
Ísland töluvert við sögu. Þannig er mál
með vexti að hin vonlausa leikkona Jenna
Maroney, sem leikin er af Jane Krakow-
ski, er einstaklega þefvís á vondar kvik-
myndir og enn verri kvikmyndahand-
rit. Þrátt fyrir varnarorð sinna nánustu
ákveður Jenna að taka að sér stórt hlut-
verk í varúlfamynd enda veit hún sem er
að fyrirbæri á borð við True Blood og
Twillight hafa farið sigurför um heim-
inn. Vandamálið er að umrædd kvik-
mynd á að vera tekin upp á Íslandi yfir
sumartímann. „Þetta verður auðvitað
mjög erfitt því það er náttúrlega bjart
nánast allan sólarhringinn um þetta leyti
og þau geta aðeins tekið upp varúlfa atriði
í eina mínútu á dag,“ útskýrir Carlock,
sem tekur þetta atriði sérstaklega út í
fjórðu seríunni. Ekki er hins vegar vitað
til þess að tökulið frá 30 Rock
hafi komið til Íslands enda eru
þættirnir að mestu leyti gerðir
í New York. -fgg
30 Rock nýtir sér Ísland í nýrri seríu
TIL ÍSLANDS Eða svona
næstum því. Gaman-
þættirnir 30 Rock nýta
sér bjartar sumarnætur á
Íslandi þegar ein persón-
an tekur að sér hlutverk í
varúlfamynd.
Ameríska pönkrokktríóið
Green Day hefur löngum verið
undir miklum áhrif frá The
Who. Það er því ekkert skrítið
að nú hefur bandið gert söng-
leik upp úr plötunni American
Idiot frá 2004 á sama hátt og
The Who setti Tommy á fjalirn-
ar í kringum 1970. American
Idiot-söngleikurinn var frum-
sýndur í Berkeley í Kaliforníu,
í september og hefur gengið
gríðar lega vel. Billie Joe Arm-
strong, aðalmaður Green Day,
samdi söngleikinn með Michael
Mayer, sem sló í gegn með
söngleiknum Spring Awakening.
Verkið fjallar um þá félaga
Jesus of Suburbia, St. Jimmy
og Whatsername og leikararnir
dansa og syngja við rokklögin
eins og gerist og gengur í söng-
leikjum. Billie vonast auðvitað
til að söngleikurinn verði gerður
að kvikmynd á endanum, en frá
engu hefur verið gengið enn.
Pönksöng-
leikur frá
Green Day
Verið er að reyna að fá hand-
ritshöfundinn Diablo Cody, sem
skrifaði handritið að kvikmynd-
inni Juno, til að taka að sér að
semja handrit að kvikmynd um
ævi Hugh Hefner. Auk þess eru
í bígerð tveir sjónvarpsþættir
um líf Hefners; annar mun fjalla
um kanínur sjöunda áratugarins
en hinn verður byggður á ævi-
sögu Hefners sem kom út fyrir
stuttu.
Hinn 83 ára gamli Hefner ætlar
ekki að setjast í helgan stein á
næstunni og telur að vinnan sé
það sem haldi honum á lífi. „Ég
tel að það sé upphafið að enda-
lokunum þegar menn hætta að
vinna. Sjónvarpsþátturinn The
Girls Next Door og útgáfa tíma-
ritsins halda í mér lífinu. Ég ætla
ekki að setjast í helgan stein.“
Hefner, sem skipti út kærust-
um fyrir nokkru, segist ánægður
í faðmi hinnar 23 ára Crystal og
tvíburanna Karissu og Kristinu.
„Ég gæti ekki verið hamingju-
samari. Ég er lukkunnar pam-
fíll og ég veit það. Ég fékk mjög
hjartnæmt bréf frá ömmu tví-
buranna þar sem hún lýsir yfir
ánægju sinni með það að stúlk-
urnar skuli búa hér hjá mér.“
Hamingjusamur Hef
LUKKUNNAR PAMFÍLL Hugh Hefner seg-
ist ekki ætla að setjast í helgan stein.
Lögfræðingurinn
Ragnar Jónasson hefur
gefið út sína fyrstu
glæpasögu, sem nefnist
Fölsk nóta. Útgáfuhóf
var haldið í Eymundsson
við Skólavörðustíg til að
fagna áfanganum.
Ragnar hefur hingað til getið
sér gott orð sem þýðandi
Agöthu Christie-bóka en núna
stígur hann í fyrsta skipti
fram á sjónarsviðið sem rit-
höfundur.
Gaman verður að sjá hvort
hann nær að skjóta átrúnaðar-
goði sínu ref fyrir rass með
sínu fyrsta verki.
Fögnuðu Falskri nótu
UPPLESTUR Ragnar Jónasson les upp úr bók sinni Fölsk nóta í Eymundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Pétur Már Ólafsson og Bjarni Þorsteinsson
hjá Veröld sem gefur út bókina.
Ragnar áritar bókina fyrir aðdáanda.
Eggert Páll Ólafsson, vinur einkabílsins, og
Sigríður Jónasdóttir.
Þau Árni Sigurjónsson, Friðrik Sigfússon
og Alexía Gunnarsdóttir brostu breitt.