Fréttablaðið - 12.10.2009, Page 41

Fréttablaðið - 12.10.2009, Page 41
MÁNUDAGUR 12. október 2009 25 Tónlist ★★★ Blue Lagoon Soundtrack 2 Margeir Þægilegt ferðalag Margeir Ingólfsson er búinn að vera einn af hæfustu plötusnúðum Íslands síðustu tvo áratugi eða svo. Hann gerði mix-plötu fyrir Bláa lónið fyrir nokkrum árum sem þótti mjög vel heppnuð og nú er plata númer tvö komin. Hún hefur að geyma sextán lög sem hann hefur valið og tengt saman í samfellt mix. Á plötunni eru lög úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Platan hefst eiginlega í Manchester með Joy Division-laginu Love Will Tear Us Apart í flutningi norsku sveitarinnar Susanna and the Magical Orchestra og laginu Tomorrow með hinu vanmetna Manchester post- pönkbandi Durutti Column. Hún endar svo á Íslandi með Þreki og tárum Hauks Morthens og Erlu Þorsteinsdóttur frá árinu 1958 og Hafi reggísveitar- innar Hjálma. Á milli eru svo tólf lög frá síðustu átta árum, allt frá jaðarpoppi Bat for Lashes yfir í rafdöbb Rhythm of Sound. Platan myndar eina heild og virkar eins og þægilegt, en líka áhugavert ferðalag. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Frábær lög og flott uppbygging. Margeir klikkar ekki. Leikarinn Vince Vaughn segist hafa beðið unnustu sinnar Kylu Weber á Valentínusardeginum í febrúar síðastliðnum. Weber, sem er kanadískur fasteigna- sali, sagði umsvifalaust já. Hjálpaði það vafalítið til að þau höfðu áður rætt saman um hjónaband og komist að þeirri niðurstöðu að þau vildu gjarnan prófa það. Vince segir að aðeins Valentínusar dagurinn hafi komið til greina fyrir bónorðið. „Ég vildi ekki missa af þessu tækifæri því það er ekki hægt að gleyma þessari dagsetningu,“ segir Vince, sem átti áður í ástar- sambandi með Jennifer Aniston. Gleymir ekki Valentínusi VINCE VAUGHN Hollywood- leikarinn bað unnustu sinnar á Valentínusar- deginum. Hljómplötufyrirtækið Domino, sem gefur m.a. út plötur Franz Ferdinand, hefur stefnt Guns N‘ Roses og heimtar eina milljón dala fyrir að bútur úr lagi með þýska tónlistarmanninum Ulrich Schnauss hafi verið notaður í óleyfi á nýjustu plötu Guns N‘ Roses, Chinese Democracy. Bútur inn er í laginu „Riad n‘ the Bedouins“. Axl og félagar koma af fjöllum og halda því fram að einn úr upptökuliðinu hafi full- yrt að búturinn – „sem er bara ógreinilegur hávaði hvort sem er“ – væri löglega fenginn. „Við erum vissir um að hægt sé að leysa þetta mál þannig að allir verði ánægðir,“ segir umboðs- maður hljómsveitarinnar. Heimta millj- ón af Axl DÝRT AÐ STELA HÁVAÐA Axl Rose. „Maður verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér,“ segir ljóðskáldið og laganeminn Sigurður Gústavsson, Siggi Gúst. Sigurður gaf í vikunni út bókina Ölið, bölið og þynnkan sem fylgdi. Ljóðin fjalla meðal annars um ástandið í þjóðfélaginu, ógæfuna, þynnkuna og kynferðislega ósigra. Siggi segir að flest ljóðin myndu flokkast sem níð, drykkjuvísur, sam- félagsleg ádeila og jafnvel guðlast. Spurður hvort hann óttist að síðast nefnda atriðið valdi honum vandræðum er Siggi fljótur að svara á viðeigandi hátt: „Það væri þá bara í þessu lífi,“ segir hann. „Erum við ekki að stíga inn í 21. öldina? Maður má ekki vera hræddur við krossinn.“ Siggi er 23 ára gamall og tilheyrir fámennum hópi af hans kynslóð sem leggur vinnu í að við- halda íslenskri ljóðahefð. „Þarf ekki einhver að taka þetta á sig? Þetta er deyjandi sport,“ segir hann. „Ljóðahefð Íslendinga má ekki deyja út.“ Kvæði Sigurðar ríma öll og eru flest stuðluð. Hann fer líka um víðan völl um heim ljóðsins og semur til dæmis ferskeytlur, limrur og vikivaka. Siggi tekur sjálfan sig ekki hátíðlega og segir að fólk ætti að hafa gaman af ljóðunum. Þrátt fyrir það eru þau samin á erfiðum stundum. „Ég held að skáldagyðjan komi þegar ég er hrjáður eða lítill í mér. Til dæmis á löngum nætur- vöktum í álverinu,“ segir hann. Ölið, bölið og þynnkan sem fylgdi fæst í Iðu, verslun Máls og menn- ingar á Laugavegi og í bókverka- búðinni Útúrdúr í Nýlistasafninu. - afb Yrkir um kynferðislega ósigra sína TEKUR SJÁLFAN SIG EKKI HÁTÍÐLEGA Sigurður Ágúst segir að hafa megi gaman af ljóðunum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.