Fréttablaðið - 14.10.2009, Page 4
4 14. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
EFNAHAGSMÁL „Það sem við erum að
reyna að gera er að velta upp mögu-
legum leiðum að lausnum,“ segir
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands, um þá hug-
mynd að lífeyrissjóðirnir komi að
lausn Icesave-deilunnar með láni
til ríkisins.
Finnur segist ekki vilja deila við
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóra Landssambands lífeyris-
sjóða, heldur velta upp hugmyndum
að mögulegri þátttöku lífeyrissjóð-
anna í því endurreisnarstarfi sem
fram undan sé.
Í Fréttablaðinu í gær sagði Hrafn
að hugmynd Viðskiptaráðs væri
„alveg galin“. Hann sagði að hug-
myndin þýddi að það yrði gegnum-
streymi í lífeyrissjóðunum, áhætt-
an myndi stóraukast og mögulega
þyrfti að skerða réttindi sjóðsfélaga.
Raunveruleg hætta yrði á því að
lífeyrissjóðirnir yrðu þjóðnýttir.
Þá skipti miklu fyrir lífeyrissjóð-
ina að vera með hluta eigna sinna
erlendis.
„Það er óþarfi að slá alla umræðu
út af borðinu,“ segir Finnur. „Við
tökum fram að þetta dregur úr
áhættudreifingu lífeyrissjóðanna. Í
þessari aðgerð þarf ekki endilega að
felast einhver breyting á því að hluti
eignanna verði raunverulega erlend-
ur þar sem eignasafn Landsbankans
er erlent eignasafn. Það yrði lagt til
grundvallar við endurheimtur þessa
láns. Það er ekkert sem kemur í veg
fyrir að lífeyrissjóðirnir fái safnið á
sanngjörnu verði og sjái síðan sjálfir
um að hámarka virði þess.“
Finnur segist ekki sjá að með
þessu verði lífeyrissjóðunum breytt
í gegnumstreymiskerfi. „Þetta
er ekki breyting í þá átt frekar
en kaup lífeyrissjóðanna á ríkis-
skuldabréfum og skuldabréfum
Íbúðalánasjóðs.“
„Aðalatriðið er að í þessu óhefð-
bundna ástandi opnum við á
umræðu um óhefðbundnar leið-
ir. Það er ekkert sem hefur komið
fram sem sýnir fram á að þessi leið
sé ekki þess virði að skoða hana.“
Ólafi Ísleifssyni, lektor í hag-
fræði við Háskólann í Reykjavík,
líst ekki vel á hugmynd Viðskipta-
ráðs. „Þetta er mjög varhugavert,“
segir Ólafur. „Sjóðirnir þurfa að
gæta hagsmuna sinna sjóðsfélaga.
Það sem varð þeim til bjargar voru
þeirra erlendu eignir sem eru þeim
ákveðið haldreipi.“
trausti@frettabladid.is
Ranglega var farið með nafn Þórólfs
Guðnasonar, staðgengils sóttvarna-
læknis í frétt blaðsins í gær.
Í frétt um teiknimynd um kynferðisof-
beldi í blaðinu í gær var Sunna Björk
Mogensen rangnefnd. Þá láðist að
geta þess að Háskólinn í Reykjavík er
stærsti styrktaraðili verkefnisins.
LEIÐRÉTT
Tebollur
með rúsínum og með súkkulaðibitum
Íslenskur gæðabakstur
ný
tt
Óþarfi að slá alla um-
ræðu út af borðinu
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segist ekki vilja deila við forsvars-
menn lífeyrissjóðanna. Hann segir ekkert hafa komið fram sem sýni fram á að
lífeyrissjóðirnir geti ekki komið að lausn Icesave-deilunnar með láni til ríkisins.
Þau leiðu mistök urðu í blaði gær-
dagsins að ummæli sem höfð voru
eftir íslenskum listamanni í Feneyjum
voru notuð í fyrirsögn. Var þar um að
ræða óviðurkvæmilegt grín á kostnað
einhverfra. Beðist er velvirðingar á
þessu.
ATHUGASEMD
UMHVERFISMÁL Tilraun með að
nota húsdýr til að spara kostnað
og minnka neikvæð umhverfis-
áhrif af grasslætti var gerð síð-
asta sumar á Fljótsdalshéraði, og
gaf góða raun.
Sagt var frá því í Fréttablaðinu
í gær að gera ætti tilraun með
að beita sauðfé og hrossum á
græn svæði í og við Ísafjarðarbæ
næsta sumar.
Í frétt frá Fljótsdalshéraði
segir að slík tilraun hafi þegar
verið gerð á einu svæði í síðasta
sumar. Þar hafi hestar séð um
að halda grasinu í skefjum með
góðum árangri, og vakið mikla
ánægju ferðamanna. - bj
Tilraun með lífrænan slátt:
Fyrst prófað á
Fljótsdalshéraði
RÚMENÍA, AP Rúmeníustjórn missti
þingmeirihluta sinn í gær þegar
vantrauststillaga á stjórnina var
samþykkt. Meirihluti þingmanna
telur að stjórninni hafi ekki tekist
að koma landinu út úr efnahags-
kreppunni.
Emil Boc forsætisráðherra
segist þó aðeins hafa tapað einni
orrustu en ekki stríðinu. Hann
sakar þingmennina um að hafa
látið stjórnast af ótta við að missa
vel útilátin lífeyrisréttindi, verði
umbótafrumvarp stjórnarinnar í
þeim málum að lögum.
Staða stjórnarinnar á þingi
veiktist í síðustu viku þegar
Sósíaldemókratar gengu úr
henni. - gb
Rúmeníustjórn fallin:
Kreppan varð
stjórn að falli
MIRCEA GEOANA Leiðtogi Sósíaldemó-
krata fagnar niðurstöðu þingsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
26°
11°
10°
1°
18°
11°
8°
8°
11°
7°
25°
15°
12°
32°
8°
14°
18°
6°
Á MORGUN
8-15 m/s, hvassast norð-
vestan til.
FÖSTUDAGUR
3-8 m/s
10
13
10
15
8
8
10
6
13
6
10
12
10
9
12
13
13
12
8
12
11
8
910
8
VERSNAR MEÐ
KVÖLDINU
Það er rétt að vekja
athygli á að hægt og
rólega hvessir vestan-
lands eftir því sem líður
á daginn og í kvöld má
búast við að komið
verði hvassviðri með
stormhviðum á vestan
og norðvestanverðu
landinu. Annars staðar
verður vindur hægari
en almennt verður
nokkuð vindasamt á
landinu. Framan af
morgundeginum verður
einnig nokkuð hvasst.
8
9
10
9
8
8
8
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
NEYTENDAMÁL Forvarsmenn og
lögmaður Kredia ehf. funduðu í
gær með talsmanni neytenda og
lögfræðingum frá Neytendastofu
og Fjármálaeftirlitinu. Efni fund-
arins var umdeild smálán á háum
vöxtum sem Kredia býður nú í
gegnum sms-skilaboð.
Aðspurður segir Gísli Tryggva-
son, talsmaður neytenda, sem
gagnrýnt hefur lán af þessu tagi,
fundinn hafa gengið mjög vel.
Góður vilji hafi verið af allra
hálfu til að meta hvaða úrbóta
væri þörf og ráðast í þær. „Það er
erfitt að sporna við þessu, því hér
ríkir atvinnufrelsi. En ef þetta fer
að festa rætur vill maður að þetta
verði gert eins vel og faglega og
hægt er,“ segir Gísli. - sh
FME og neytendastofnanir:
Funduðu um
SMS-lán Kredia
ALÞINGI. Frumvarp Árna Páls
Árnasonar, félags- og trygginga-
málaráðherra, um aðgerðir
til að leiðrétta greiðslubyrði
og aðlögun skulda heimilanna
verður kynnt þingflokkum
ríkisstjórnarflokkanna í dag.
Ríkisstjórnin heimilaði fram-
lagningu frumvarpsins á fundi
sínum í gær. Áður en því verður
dreift á Alþingi þurfa þingflokk-
ar Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna að fjalla um frumvarpið
og samþykkja framlagningu þess
fyrir sitt leyti. -pg
Frumvarp um skuldir heimila:
Lagt fyrir þing-
flokkana
Vilja menningarfulltrúa
Menningarnefnd Borgarbyggðar segir
að jafnvel þótt sveitarfélagið þurfi
að spara sé vanhugsað að fella niður
starf menningarfulltrúa sem unnið
hafi mikið og gott starf.
BORGARBYGGÐ
ICESAVE-MÓTMÆLI Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir mikilvægt að opnað sé
á umræðu um óhefðbundnar leiðir í því óhefðbundna ástandi sem nú ríkir.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þetta hefur ekki verið rætt
í ríkisstjórninni og að ég
held bara ekkert í stjórn-
sýslunni,“ segir Gylfi Magn-
ússon viðskiptaráðherra um
þá hugmynd Viðskiptaráðs
Íslands að lífeyrissjóðirnir
láni ríkinu fyrir Icesave-
skuldbindingunum.
„Þetta slær mig afskap-
lega illa,“ segir Gylfi. „Mér líst
ekkert á að vera að hætta stórfé frá
lífeyrissjóðunum í þetta.
Það liggur fyrir að það er
búið að bjóða okkur lán
frá Hollandi og Bretlandi
sem er á betri kjörum en
ég held að lífeyrissjóð-
irnir gætu sætt sig við að
bjóða. Ég fæ því hvorki
séð að þetta myndi leysa
neinn vanda né að þetta
væri réttlætanleg ráðstöfun á fé
lífeyrissjóðanna.“
SLÆR MIG AFSKAPLEGA ILLA
GYLFI MAGNÚSSON
GENGIÐ 13.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
236,0183
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,05 124,65
196,02 196,98
183,9 184,92
24,700 24,844
22,092 22,222
17,744 17,848
1,384 1,392
196,89 198,07
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
RÚSSLAND, AP Hillary Clinton tókst
ekki að fá rússnesk stjórnvöld til
þess að standa að sameiginlegum
hótunum um refsiaðgerðir gegn
Íran. Rússar eru þó sammála
Bandaríkjamönnum um að Íran-
ar eigi ekki að fá að koma sér upp
kjarnorkuvopnum, en þeir telja
refsiaðgerðir ekki þjóna tilgangi
núna.
„Sem stendur á að beina öllum
krafti að því að styðja samninga-
viðræður,“ sagði Sergei Lavrov,
utanríkisráðherra Rússlands, á
sameiginlegum blaðamannafundi
með Clinton í Moskvu í gær. „Hót-
anir, refsiaðgerðir og hótanir um
að beita þrýstingi í núverandi
stöðu, myndu að okkar mati gera
illt verra.“
Hillary Clinton kom til Moskvu
í gær. Hún segist ekki hafa
beðið Lavrov um stuðning við
refsiaðgerðir, en engu að síður
sögðust Bandaríkjamenn hafa
orðið fyrir vonbrigðum með yfir-
lýsingar Rússa. Hún sagðist þó
sammála Lavrov um mikilvægi
samningaviðræðna.
Síðar um daginn hitti hún
Dmitrí Medvedev, forseta Rúss-
lands. Vladimír Pútín forseti var
hins vegar staddur í Kína í gær
þar sem hann undirritaði stór-
an orkusamning við kínversk
stjórnvöld. - gb
Rússar ósammála Bandaríkjamönnum um viðbrögð við kjarnorkuáætlun Írana:
Telja refsiaðgerðir gagnslausar
HILLARY CLINTON OG SERGEI LAVROV
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og
Rússlands á fundi í Moskvu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP