Fréttablaðið - 14.10.2009, Page 8

Fréttablaðið - 14.10.2009, Page 8
8 14. október 2009 MIÐVIKUDAGUR ÁRÉTTING Forsetaritari sendi í gær ritstjóra Fréttablaðsins bréf þar sem mótmælt er „ítrekuðum rang- færslum sem fram koma í fréttum blaðsins vegna þeirra bréfa forseta Íslands sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk í hendur“. Í bréfinu eru gerðar efnislegar athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi að hinn 5. október var staðhæft í undirfyrirsögn að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði til skoðunar „sautján bréf frá for- seta Íslands til erlendra aðila í þágu bankanna“. Forsetaritari segir í bréfi sínu að alrangt sé um að ræða sautján bréf í þágu bankanna. Í þessu samhengi er rétt að ítreka að Rannsóknarnefnd Alþingis óskaði ekki eftir aðgangi að öðrum bréfum forsetans en þeim sem skrifuð voru til stuðn- ings íslenskum fjármálastofnunum eða fyrirsvarsmönnum þeirra. Svar forsetaembættisins fólst í því að senda Rannsóknarnefndinni þau sautján bréf sem Fréttablaðið vísar til. Það er á þessu mati for- setaembættisins sem orðalagið í frétt Fréttablaðsins er byggt á. Í öðru lagi vísar forsetaritari til þess að í yfirfyrirsögn fréttar blaðsins í gær um neitun forsetans við því að gera bréfin opinber sé talað um „sautján bréf til þjóðhöfð- ingja í þágu bankanna“. Þessi athugasemd á rétt á sér því einungis átta bréfanna sautj- án voru skrifuð þjóðhöfðingjum. Átta bréfanna voru hins vegar send ýmsum útlendum fyrirmenn- um, öðrum en þjóðhöfðingjum, þar á meðal Bill Clinton, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, Al Gore, fyrrverandi varaforseta Banda- ríkjanna, og krónprinsinum af Abu Dhabi. Sautjánda bréfið er til Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fréttablaðið vísar að öðru leyti á bug staðhæfingum í bréfi for- setaritara um rangfærslur og vill- andi fullyrðingar í blaðinu um bréf forsetans. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær hefur blaðið kært neitun forsetaembættisins við afhendingu bréfanna sautján til úrskurðar- nefndar um upplýsingamál. Blaðamaður Fréttablaðsins hefur jafnframt óskað eftir því að forsætisráðherra ógildi synjun forsetans enda er forseti Íslands ábyrgðarlaus á stjórnarathöfn- um, samkvæmt 11. grein stjórnar- skrárinnar. Ákvörðunin um að gera efni bréfanna ekki opinbert fyrr en eftir þrjátíu ár er því tekin á ábyrgð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Er persónukjör leið til aukins lýðræðis? Kvennahreyfi ng Samfylkingarinnar boðar til opins fundar í Samfylkingarsalnum Hamraborg 11, í Kópavogi fi mmtudaginn 15. október kl. 20:00. Framsögumenn: Þorkell Helgason, stærðfræðingur Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrv. alþingismaður og ráðherra Fundarstjóri: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður Kvennahreyfi ngar Samfylkingarinnar. www.xs.is Allir velkomnir 1. Drög að frumvarpi til nauðasamninga og afstaða kröfuhafa til þess kynnt. 2. Tillaga stjórnar félagsins um að hluthafafundur feli stjórninni að leita eftir heimild héraðsdóms til nauðasamningsumleitana. DAGSKRÁ Atorka Group hf Miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 10:00 Hótel Hilton Nordica Stjórn Atorku Group hf. Dagskrá fundarins og tillaga stjórnar félagsins í samræmi við framangreint munu liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins frá og með 14. október 2009. WWW.N1.IS Meira í leiðinni Láttu ekki veturinn koma þér á óvart! Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér! Bíldshöfða 2 Reykjavík sími 440 1318 Réttarhálsi 2 Reykjavík sími 440 1326 Fellsmúla 24 Reykjavík sími 440 1322 Ægisíðu 102 Reykjavík sími 440 1320 Hjólbarðaþjónusta N1 er á eftirtöldum stöðum: Langatanga 1a Mosfellsbæ sími 440 1378 Reykjavíkurvegi 56 Hafnarfirði sími 440 1374 Dalbraut 14 Akranesi sími 440 1394 Grænásbraut 552 Reykjanesbæ sími 440 1372 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Mótmæli skrifstofu forseta FANGELSISMÁL Fjölmennt lið fór í allsherjarleit, þar á meðal að fíkni- efnum og sterum, í fangelsinu á Kvíabryggju í gær. Leitin stóð í allan gærdag. Tilefni hennar var að kanna almennt ástand mála í fangelsinu. Þar höfðu sterar og tól til að nota þá fundist fyrir nokkru, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Páll E. Winkel, forstjóri Fang- elsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um árangur leitarinnar þegar Fréttablaðið leitaði eftir því í gær- kvöld. Hann sagði þó að alltaf mætti búast við að gerð yrði slík hefðbundin leit í fangelsum ríkis- ins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins leitaði tæplega tuttugu manna hópur fangavarða og lög- reglu í fangelsinu öllu, bæði klef- um og sameiginlegum rýmum. Þá voru tveir fíkniefnahundar notað- ir við leitina. Þá var öllum föng- um gert að skila þvagsýni til að athuga hvort þeir hefðu notað ólög- leg efni. Spurður hvað gerðist ef menn, vistaðir í opnu fangelsi, yrðu upp- vísir að neyslu ólöglegra efna sagði Páll að sá sem gerðist sekur um agabrot yrði að líkindum fluttur í lokað fangelsi. „Tilgangur þessa er að halda uppi öryggi í fangelsinu,“ segir Páll. - jss KVÍABRYGGJA Leitað var hátt og lágt að ólöglegum efnum á Kvíabryggju í gær. Fjölmennt lið fór í allsherjarleit á Kvíabryggju í gær: Fangar skiluðu þvagsýni STJÓRNSÝSLA Alþingi ætti að þurfa að samþykkja dómaraskipanir dómsmálaráðherra, ef ráðherrann ákveður að sniðganga álit matsnefndar um hæfi umsækjenda. Þetta er meðal tillagna nefndar á vegum dómsmálaráðuneytisins um endurskoðun reglna um dómaraskipanir. Nefndin skilaði skýrslu um málið í gær. Í henni eru lagðar til ýmsar breytingar, til dæmis að sömu reglur gildi um skipan hér- aðsdómara og hæstaréttardómara, fjölg- að verði í dómnefnd um hæfi umsækjenda og að Hæstirétt- ur veiti ekki lengur umsögn um umsækjendur, heldur gefi dómnefndinni skýrslu um það hverjar þarfir réttarins eru hverju sinni. Nefndin sér ekki ástæðu til að svipta dómsmálaráðherra skipunarvaldi. Hins vegar er lagt til að ef ráðherra kjósi að ganga þvert gegn hæfismati dómnefndar, líkt og dæmi eru um, skuli málið koma til kasta Alþingis. Alþingi þurfi þá að staðfesta tillögu ráðherra eða hafna henni. Sé henni hafnað sé ráðherra bundinn af tillögu dómnefndar. „Hér er um nokkurs konar neyðarhemil að ræða. Líkur eru á því að það fæli ráðherra frá því að skipa ómálefnalega í embætti ef hann veit að Alþingi kemur þá til sögunnar,“ segir í skýrslu nefndarinnar. - sh Reynt að taka fyrir ómálefnalegar dómaraskipanir með nýjum tillögum: Alþingi verði neyðarhemill ÁRNI MATHIESEN Árni M. Mathiesen, þá settur dómsmálaráðherra, skipaði í lok árs 2007 Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara, þótt þrír hefðu verið metnir mun hæfari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ágæti ritstjóri Fréttablaðsins. Skrifstofa forseta Íslands vill mótmæla ítrekuðum rangfærslum sem fram koma í fréttum blaðsins vegna þeirra bréfa forseta Íslands sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk í hendur. Í fyrstu frétt blaðsins um málið frá 5. október 2009 var fullyrt í undirfyrirsögn að um væri að ræða „sautján bréf frá forseta Íslands til erlendra aðila í þágu bankanna“. Í frétt blaðsins í dag 13. október 2009 segir í yfirfyrirsögn að forsetaembættið vilji ekki „afhenda sautján bréf til þjóðhöfðingja í þágu bankanna“. Efnisatriði beggja fréttanna eru síðan í sama stíl og þessar rangfærslur. Alrangt er að hér sé um að ræða sautján bréf „í þágu bankanna“, hvað þá heldur „sautján bréf til þjóðhöfðingja í þágu bankanna“. Hið sanna er, eins og skýrt kemur fram í bréfi skrifstofu forseta til Rannsóknarnefndar Alþingis sem blaðamaður Fréttablaðsins Pétur Gunnarsson fékk afhent afrit af, að aðeins eitt bréf var skrifað í þágu banka eða fjármálafyrirtæk- is og aðeins hluti bréfanna er til þjóðhöfðingja. Eina bréfið sem skrifað var í þágu fjármálastofnunar var bréf til forseta Kasakstans vegna Creditinfo sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaði sem auðveldar bönkum og fjármálafyrir- tækjum að halda skrár yfir skuldara og vanskilamenn. Í bréfinu til Rannsóknarnefndar Alþingis segir ennfremur skýrt: „Þá er í fáeinum bréfum öðrum vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi en þá jafnframt fjallað um ýmis efnisatriði önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkomandi lands, t.d. á sviði orku- og umhverfismála, vísinda, tækni, heilbrigðismála, menntunar og menningar. Loks er í örfáum bréfum vikið að bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra að fá William Jefferson Clinton, fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á Íslandi.“ Bréfið sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýnir því skýrt hve rangar og villandi fyrrgreindar full- yrðingar í yfir- og undirfyrirsögnum og annarri frásögn eru. Skrifstofa forseta Íslands mælist eindregið til þess að Fréttablaðið sem vill vera vandað í sínum fréttaflutningi setji ekki slíkar rangfærslur í fyrirsagnir né endurtaki þær í meginmáli frétta. Örnólfur Thorsson BRÉF FORSETARITARA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.