Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2009, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 14.10.2009, Qupperneq 14
14 14. október 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 B örnin voru að leika sér í bingó og vildu öll fá vinning svo á endanum var leikreglunum hagrætt og allir urðu glaðir yfir litlu. Þetta var 2002-árgangurinn, kominn svo langt í skilningi á samfélaginu að þau voru tekin að ná áttum í ýmsum aðsteðjandi vanda- málum: atvinnuleysi, blankheitum, farin að spyrja ankanna- legra spurninga um fréttatíma sem þau heyrðu utanaf sér. Og umhverfis sátu foreldrar og vandamenn og reyndu að ná áttum í raunveruleikanum. Síðasta spinnið í röðinni kom svo í kvöldfréttum: 90 pró- sent fást uppí Icesave. Lokafrágangur á uppgjöri bankanna er í sjónmáli. Í síðustu viku voru það álitsgerðir Seðlabanka og viðskiptaráðuneytis um hvað blasti við færu samningar um Icesave í klúður og þar í milli dramatískir tilburðir verkalýðs- hreyfingar og atvinnurekenda. Þar á undan var allt spinnið með réttlætiskennd og ábyrgðartilfinningu Ögmundar Jónassonar sem endaði með leikþætti, nánast í beinni þar sem allir voru vinir yfir kaffi og kleinum og ætluðu „að tala sig til niður- stöðu“. Var nema von að fólk væri tekið að flækjast í vefnum? En þær fylgja alltaf skoplegu hliðarnar: gamansagnahöfund- arnir Óskar Magnússon og Davíð Oddsson hafa fundið sér nýjan vettvang og gott að hleypa má skáldfáknum á fjarlægar grundir víðs fjarri fyrri starfsvettvangi: annar þeirra setti jú Seðla- banka Íslands á hausinn og samþykkti á sínum tíma ábyrgð á Icesave. Nú er hann að skrifa sig frá þeirri sáru reynslu. Tveir aðrir lukkuriddarar sáu líka möguleika á að setja upp smá sjónarspil, skreppa í skottúr til Noregs og leita þar að pen- ingum með aðstoð sérfræðinga einhvers Norðurljósafyrirtækis. Gilti þá litlu þótt öllum slíkum lánum hefði verið neitað mörgum mánuðum fyrr. Íslenskt stjórnmálalíf er ekki beysið ef marka má þau glit- brigði sem umbjóðendum er boðið uppá þessi dægrin. Hin grjót- hörðu gildi sem blasa við: uppgjör skulda fyrir íslenska banka- stjórnendur, vægur niðurskurður ríkisútgjalda og stóraukin skattheimta verða til þess að fólk hleypur á fjöll erindisleysur, uppdiktaðar ávirðingar fljúga, óhreinlyndi verður dyggð, hug- leysið verður réttlætiskennd. Við lifum sannarlega öfugsnúna tíma. Þráum enda öll að geta kallað hátt: Bingó – það er loksins komin heil röð eftir settum reglum. Margir komnir út úr korti: Týndir menn í vanda PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Í síðustu viku voru það álitsgerðir Seðlabanka og við- skiptaráðuneytis um hvað blasti við færu samningar um Icesave í klúður og þar í milli dramatískir tilburðir verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Athyglisvert er að heyra hneykslaða umræðu um að það sé ósiðlegt af heimildarkvik- myndagerðarmönnum að nota faldar myndavélar við list sína af því að sú vinnuaðferð sé talin óbrúkleg af fréttamönnum. Að Helgi Felixson skyldi nota falda myndavél til að geta sýnt okkur útrásarvíkinga áður en þeir setja upp aðfengna almenn- ingstengslagrímu er eiginlega umdeildara en hvort myndin hans, Guð blessi Ísland, bæti einhverju við sýn okkar á þessi athafna- skáld, vandræðaskáld vorra tíma. Að bera saman störf listamanna og fréttamanna er eins og að bera saman epli og appelsínur. Listamenn spegla eða túlka umhverfi sitt og veruleika á per- sónulegan hátt og nálgast sann- leikann með möguleikum og tak- mörkunum þess listforms sem þeir velja sér. Viðfangsefni frétta- manna er að miðla fáanlegum upp- lýsingum um atburði eða ástand, fljótt og án bjögunar. Nekt, nærhald og japanskar talnaþrautir Heimildarkvikmynd lýtur lög- málum listarinnar í túlkun sinni á veruleikanum meðan frétta- mennska tekur mið af vinnu- og siðareglum sem þróast hafa í faginu til þess að stuðla að því að fréttir komist sem minnst bjagaðar til neytenda. Fjölmargar aðrar stéttir en fréttamenn eyða megninu af vinnutíma sínum við að afla alls konar upplýsinga um hegðun fólks, atburði og ástand hluta, svo sem lögreglumenn, njósnarar, ætt- fræðingar ellegar vísindamenn og akademíkerar af öllu tagi. Faldar myndavélar eru ekki einungis hluti af verkfæra- safni þeirra sem gera heim- ildarkvikmyndir heldur þykir fréttamönnum og fjölmiðlum alveg burtséð frá sínum eigin siðareglum sjálfsagt að birta myndir sem teknar eru án leyf- is þess sem „fréttin“ fjallar um. Nærtæk dæmi eru endalausar rannsóknir blaðaljósmyndara á því hvort nekt eða nærhald leynist undir stuttum kjólfaldi ungstirna í Hollywood og mynd af íslenskum þingmanni sem notar þingsal Alþingis til að sökkva sér niður í japanskar talnaþrautir. Myndavél á hverju horni Notkun falinna myndavéla er svo útbreidd að engin manneskja getur farið úr úr húsi án þess að verða myndefni eftirlitsmynda- véla. Það eru eftirlitsmyndavélar á öðru hverju götuhorni, hverju bankaútibúi, flestum verslunum, öllum bensínstöðvum, hjá stofn- unum og fyrirtækjum, utan á byggingum, jafnt opinberum sem einkaheimilum. Það virðist ríkja einhvers konar samkomulag um að heimilt sé að taka ljósmyndir eða lifandi mynd- ir alls staðar nema þar sem tekið er fram sérstaklega að myndataka sé bönnuð, svo sem í búnings- og sturtuklefum sundstaða ellegar í verksmiðjum þar sem menn óttast að myndataka geti komið upp um framleiðsluleyndarmál. Stóri bróðir hefur auga með þér hvar sem þú ferð – hvað svo sem líður persónuvernd og hvort sem það er siðferðilega réttlætanlegt eða ekki. Fjarlægur draumur um friðhelgi einkalífsins Yfir öllum jarðarbúum vaka svo myndavélar sem enginn maður getur séð með berum augum, hátæknimyndavélar sem stórveld- in hafa komið fyrir í ótal gervi- tunglum á sporbraut um jörðina. Það má með góðum rökum halda því fram að á okkar tímum séu upplýsingar úr földum eða sjálfvirkum myndavélum mun meiri að vöxtum en uppstilltar myndir teknar með vitund og vilja myndefnisins. Samanlagt magn upplýsinga á myndrænu formi er gífurlegt, hvað svo sem því líður hvernig efnisins hefur verið aflað. Notkun þessara upplýsinga og höfundar- og einkaréttur hvers einstaklings yfir persónu sinni og einkalífi er hins vegar á gráu svæði, lítt könnuðu og afar umdeildu. Á okkar tímum er draumurinn um friðhelgi einkalífsins orðinn býsna fjarlægur en það er útbreitt sjónarmið að telja að réttur fólks til slíkrar friðhelgi hljóti að ein- hverju leyti að miðast við það að hversu miklu leyti viðkomandi tekur þátt í opinberu lífi og hvort þær athafnir sem myndin lýsir tengjast viðkomandi sem opin- berri persónu eða sem prívat- manneskju. Spurningin er því miður ekki lengur hvort faldar myndavélar eigi rétt á sér. Þær eru staðreynd hvort sem manni líkar betur eða ver. Spurningin er hvar og hvenær og hvernig við eigum rétt á að fela okkur fyrir myndavélunum. Höfundur er alþingismaður. Í feluleik við Stóra bróður ÞRÁINN BERTELSSON Í DAG | Faldar myndavélar UMRÆÐAN Björk Vilhelmsdóttir skrifar um þjónustumiðstöð Mið- borgar Borgarstjóri hefur ein síns liðs ákveðið að flytja þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða yfir á Höfðatorg á næsta ári. Ekkert samráð var haft við starfsmenn né yfir- menn miðstöðvarinnar, hvað þá velferðarráð þó svo að um eina meginstofnun Velferðarsviðs sé að ræða. Höfðatorg er stórt stjórnsýsluhús sem almenningur hefur mjög tak- markaðan aðgang að, enda húsið allt vandlega aðgangsstýrt. Vandséð er hvernig eigi að sinna þar nærþjónustu við hundruð borgarbúa í hverri viku. Á þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða koma á bil- inu 200–300 manns í viku hverri og milli 400 og 600 hringja. Þá er það hlutverk þjónustumiðstöðva að vinna með borgarbúum að hvers kyns framfara- málum í þeirra hverfi, efla félagsauð og vinna að bættri hverfisvitund. Þessi vinna á sér stað á ýmsum tímum sólarhringsins. Við flutninginn mun Þjónustumiðstöðin flytja af því íbúasvæði sem hún þjónar. Það er meira en sjálfsagt mál að hagræða í hús- næði og veitir í raun ekki af. Í dag stendur Reykja- víkurborg uppi með hálftómt Ráðhús eftir að marg- ar skrifstofur fluttust í það rándýra leiguhúsnæði sem borgin leigir af Eykt að Höfðatorgi. Þá er hús- næðið þar illa nýtt og starfshópur hefur komist að því að fjölga megi starfsmönnum þar um tugi ef ekki hundruð. Við núverandi aðstæður þarf að nýta það húsnæði sem borgin getur ekki losað sig við. Mín tillaga er að láta þjónustumiðstöðina flytja í Tjarnargötu 12, en þar er fullt af vannýttu hús- næði, en í hluta þess eru nú borgarfulltrúar sem geta hæglega flutt sig t.d. yfir í Ráðhúsið. Tjarnar- gata 12 hýsti áður Slökkvistöðina og síðan Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur. Þar er gott aðgengi, stað- setningin er í þjónustuhverfi miðstöðvarinnar, miðborginni, og þangað liggja flestar strætóleiðir. Það er gerræðislegt af borgarstjóra að taka ákvörðun um flutning stofnunar án þess að hugsa um eitt mikilvægasta hlutverk hennar, en það hefur greinilega ekki verið gert. Ef ákvörðun borg- arstjóra stendur er verið að gjörbylta hlutverki þjónustumiðstöðva og við það verður ekki unað. Höfundur er borgarfulltrúi. Þjónustumiðstöð í tilvistarkreppu BJÖRK VILHELMSDÓTTIR Frjáls og framsýnn Þeir eru ófáir sem vildu óska að þeir hefðu séð í gegnum góðærisbóluna í aðdraganda hrunsins. Þó voru nokkrir sem það gerðu, til dæmis Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal. Frétta- blaðið sló á þráðinn til Jóns í árslok 2005 og innti hann eftir áliti á því að Björgólfur Thor Björgólfsson hafði verið valinn viðskiptamaður ársins af dómnefnd Markaðarins. Ekki stóð á svörum hjá Jóni: „Ég botna bara ekkert í þessum peningamönnum. Það virðist sem fjórir til sex menn í okkar litla landi geti keypt heims- byggðina. Hvaðan koma allir þessir peningar til þess- ara manna? Ég fer ekkert ofan af því að í denn var talað um mis- og stéttaskiptingu en ég sé ekki betur en að alveg sama staða sé komin upp aftur. Það er búið að snúa mottunni við. Nokkrir menn eiga helling af peningum en hinir eiga ekkert af pening- um og geta bara bitið í sig.“ Jón er því ekki aðeins frjáls,eins og hann söng með Facon um árið, heldur líka framsýnn. Leyndarhjúpur Á vef Alþingis má finna yfirlit yfir æviferil þingmanna og sem og þingferil. Upp- lýsingar um þingferil eru fengnar úr gagnagrunni Alþingis en þingmenn leggja sjálfir fram upplýsingar um fjölskyldu, menntun, fyrri störf, störf að félagsmálum og þar fram eftir götunum. Af 63 þingmönn- um hafa þrír enn ekki lagt fram slíkar upplýsingar: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Fyrir rúmu ári hefði slíkt eflaust verið skrifað á annríki þingmannanna. Slíkar skýringar hrökkva þó skammt eftir hrun, þar sem allar gjörðir eru tortryggðar og því óhjá- kvæmilegt að spyrja: Hví þessi leynd? bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.