Fréttablaðið - 19.10.2009, Page 8
8 19. október 2009 MÁNUDAGUR
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/S
A
L
4
76
96
1
0.
09
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS EFNA TIL OPINS FUNDAR
MIÐVIKUDAGINN 21. OKTÓBER
Á HÓTEL LOFTLEIÐUM KL. 8:00-10:00
STÖÐUGLEIKASÁTTMÁLINN
Félagsmenn SA eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt
í umræðum um stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins,
sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar.
DAGSKRÁ 8:00 Morgunkaffi og skráning
8:30 FRAMSÖGUR:
Vilmundur Jósefsson, formaður SA
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA
UMRÆÐUR OG FYRIRSPURNIR
10:00 Fundi lýkur
NAUÐSYNLEGT ER AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU Á VEF SA WWW.SA.IS
BÆKUR Forlagið er stærsta bóka-
útgáfan á Íslandi og gefur um 200
titla út á árinu. Egill Örn Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Forlags-
ins, segir að þrátt fyrir að bóka-
verð hjá þeim hækki á milli ára
sé sú hækkun minni en almenn
verðlagsþróun á Íslandi. „Í fyrra
hækkaði verðið ekki neitt, þrátt
fyrir uppsafnaða hækkunarþörf
og aukinn kostnað,“ segir Egill.
„Hjá Forlaginu gerum við ekki
ráð fyrir að verðið hækki um
meira en tíu til fimmtán prósent
á milli ára, sem er undir almenn-
um verðhækkum. Mér sýnist að
heildsöluverð á skáldsögum geti
því orðið rúmar 5000 krónur.“
Forlagið gefur út færri titla í ár
en í fyrra en Egill á þó ekki endi-
lega von á samdrætti í bóksölu.
„Það sem af er ári hefur mark-
aðurinn verið afskaplega góður.
Bókin er tísku, ef svo má segja,
eins og nýafstaðinn lagermarkað-
ur Forlagsins er til vitnis um. Þar
seldum við fleiri bækur en nokkru
sinni í sex ára sögu markaðarins.
Við erum því bjartsýn fyrir jólin
í ár.“
Guðrún Vilmundardóttir hjá
Bjarti-Veröld býst við að verð-
hækkanir á þeirra bókum verði
einnig á bilinu tíu til fimmtán pró-
sent. „Bókaverð hefur ekki fylgt
almennri verðlagsþróun undan-
farin ár heldur nánast staðið í
stað,“ segir hún.
„Bókin hefur því orðið hlutfalls-
lega ódýrari með hverju árinu.
Með gengishruninu snarhækkaði
hins vegar kostnaðurinn, aðal-
lega pappírsverðið. Þær hækk-
anir hefðu að einhverju leyti átt
að koma inn í verðið í fyrra en
við ákváðum að halda aftur af
verðhækkunum eins lengi og við
gætum.“ Kostnaðarhækkunin
verði hins vegar ekki flúin leng-
ur.
„Við fylgjum ekki almennri
verðþróun heldur er þetta allra
nauðsynlegasta hækkun á verði.
Bókaútgefendur eru ekki að fá
sömu framlegð og fyrir tíu árum.“
Sem dæmi um algengt verð á
skáldsögu fyrir þessi jól nefnir
Guðrún Harm englanna eftir Jón
Kalman Stefánsson; leiðbeinandi
verð á henni er 5.680 krónur.
Þrátt fyrir samdráttarskeið
ætlar Bjartur ekki að rifa segl-
in í útgáfunni og koma ívið fleiri
titlar út á vegum útgáfunnar í ár
en í fyrra. „Bóksala hefur gengið
vel undanfarið ár og við förum því
kokhraust í jólavertíðina í ár.“
bergsteinn@frettabladid.is
Verð á bókum
hækkar um 10
til 15 prósent
Bókaútgefendur búast við góðri bókasölu fyrir jólin
þrátt fyrir að verð á bókum hækki nú um 10 til 15
prósent. Lágmarkshækkun, segja útgefendur. Inn-
bundin skáldsaga kostar á sjötta þúsund krónur.
GUÐRÚN
VILMUNDADÓTTIR
EGILL ÖRN
JÓHANNSSON
BÓKAFLÓÐ Að sögn bókaútgefenda hækkaði bókaverð ekki í fyrra þrátt fyrir upp-
safnaða hækkunarþörf. Ekki hafi verið komist hjá verðhækkunum í ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1 Hvaða ráðherra var hrakinn
úr púlti þegar hann hugðist
flytja ræðu á ráðstefnu í Há-
skóla Íslands á föstudag?
2 Hver er nýr formaður
Viðskiptaráðs Íslands?
3 Hvaða markvörður var
seldur frá KR til Lilleström?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
Auglýsingasími
– Mest lesið
VIÐSKIPTI Glitnir eignarhaldsfé-
lag hefur stefnt Existu vegna van-
skila á afborgunum lána og kref-
ur félagið um 650 milljónir króna
vegna vanefnda. Lánið er skulda-
bréfaflokkur upp á tíu milljarða
króna sem gefinn var út í lok maí
2007.
Glitnir eignarhaldsfélag er dótt-
urfélag Glitnis og er stýrt af skila-
nefnd bankans. Í því eru skulda-
bréf nokkurra fyrirtækja.
Þetta er ekki eina krafan gegn
Existu en skilanefnd Kaupþings
hefur sömuleiðis stefnt félaginu
fyrir dóm vegna skuldar upp á
tuttugu milljarða króna og Nýja
Kaupþing kært það til sérstaks
saksóknara vegna sölu á Bakka-
vör og hlutafjáraukningu.
Þá hefur Kauphöllin margoft
áminnt félagið vegna brota á til-
kynningaskyldu en allir fjármála-
gerningar Existu voru teknir úr
viðskiptum í vikunni.
Kröfurnar eru liður í deilum
Existu við bankana, sem staðið
hafa yfir frá hruni fyrir ári, um
uppgjör afleiðusamninga félags-
ins í erlendri mynt. Stjórnendur
Existu hafa áður lýst því yfir að
eina leiðin til að gera upp málin
verði fyrir dómstólum.
Þeir kröfuhafar sem rætt var
við um stöðu Existu segjast hafa
reynt til þrautar að semja um lausn
mála. Það hafi litlu skilað og sæti
undrun hvað menn þrjóskist lengi
við að halda lífi í fyrirtækinu. - jab
Skilanefndir bankanna þrengja að Existu vegna vanskila á afborgunum lána:
Vanskil nema tugmilljörðum
STJÓRNENDUR EXISTU Uppgjör Existu
við bankana verður fyrir dómstólum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NOREGUR, AP Fjórir af hverjum
tíu þingmönnum Noregs vilja
afnema konungdæmi og taka upp
lýðveldisskipulag.
Þetta er niðurstaða skoðana-
könnunar sem norska ríkisút-
varpið, NRK, gerði meðal þing-
manna á norska þjóðþinginu. Alls
sögðust 68 af 169 þingmönnum
vilja leggja niður konungdæmið.
Árið 2001 gerði dagblaðið
Verdens Gang sams konar könn-
un. Þá vildu 57 þingmenn leggja
niður konungdæmið. Samkvæmt
skoðanakönnun dagblaðsins
Aftenposten árið 2004 vildu þó
aðeins 17 prósent Norðmanna
leggja niður konungdæmið. - gb
Skoðanakönnun í Noregi:
Konungssinn-
um fækkar
VEISTU SVARIÐ?