Fréttablaðið - 19.10.2009, Qupperneq 38
22 19. október 2009 MÁNUDAGUR
folk@frettabladid.is
> GIFT KYNLÍFSFINGRUM
Söngdívan Mariah Carey hélt upp
á afmæli Nicks Cannon, eigin-
mann síns, í Las Vegas í síð-
ustu viku. Carey keypti góm-
sæta köku handa honum,
en áletrunin stal sen-
unni. „Happy Birthday
DJ Sex Fingers“ stóð á
kökunni, sem útleggst
á íslensku: „Til ham-
ingju með afmælið, DJ
Kynlífsfingur.“
„Mig hefur langað til að sigla skútum
og svona frá því að ég var krakki
en ég hef aldrei þorað því,“ segir
hönnunarneminn Karl Ingi
Karlsson.
Karl var kallaður Kalli
geimfari þegar hann var í
hljómsveitinni Dáðadrengj-
um, sem naut mikilla vin-
sælda þegar hún starfaði. Nú
getur hann tekið upp nýtt
viðurnefni þar sem hann
hefur lokið bóklegum hluta
skemmtibátaprófs, sem er
eins konar litli bróðir punga-
prófsins. Geimfarinn verður
því brátt skipstjóri.
„Ég ætla að sigla út um allt,
ég held að það sé eina vitið,“ segir
Karl, sem ætlar að ljúka verklega
hluta prófsins í vor. Hann er á síðasta
ári í grafískri hönnun í Listaháskóla
Íslands og segist ætla að gefa sjálfum
sér skemmtibátaprófið í verðlaun þegar
námið klárast.
Spurður hvort hann ætli að kaupa sér
bát segir hann að það hljóti að koma að
því. „Eða smíða bát. Er það ekki róm-
antískara?“
En hvaðan kom innblásturinn til að
gerast sonur hafsins?
„Ég held að það hafi verið frá Tinna-
bókum og Lego-sjóræningjaskipum.“
Geimfari verður skipstjóri
BLÓÐUGUR KAPTEINN Karl tók upp á ýmsu
með hljómsveitinni Dáðadrengjum, en stefnir
nú að því að verða virðulegur skipstjóri.
Tónlist ★★★★
Disaster songs
Hallur Ingólfsson og Halldóra Malín Pétursdóttir
Frábær ömurð
Hall Ingólfsson sá maður fyrst tromma í Ham. Eftir það fór hann í hefðbundn-
ara þungarokk og gerir enn út hljómsveitina XIII. Síðustu árin hefur hann einnig
búið til tónlist fyrir leikverk og danssýningar. Hallur er flinkur og klár og getur
brugðið sér í alls konar hlutverk. Disaster songs varð til þegar hann langaði til
að gera plötu sem fjallar um ömurlegar aðstæður frá A til Ö. Hann heyrði Hall-
dóru syngja í brúðkaupi og dreif hana í samstarfið. Þau syngja saman eða hvort
í sínu lagi. Lögin eru snotur og minna á ýmislegt án þess að herma eftir. Maður
heyrir í Mazzy star, My Bloody Valentine, Velvet Underground með koxaða Nico
í frontinum, Julee Cruise í loftrými með David Lynch og yngra dót eins og Air og
Portishead ómar á kantinum. Áferðin á plötunni er draumkennd, falleg og svöl.
Heildarsvipurinn er þó dálítið mottulegur, það er að segja heildin er dálítið flöt.
Þótt þetta sé allt geypilega flott þá hefði verið enn betra ef eitthvert lag eða lög
hefðu rifið sig úr snoturri mottunni og límst af alefli við heilann á manni. Það
vantar sem sé hittara. Textarnir eru á ensku og fara inn um annað og út um hitt.
Ég er ekki að kveikja sérstaklega á allri ömurðinni sem Hallur vildi fjalla um.
Niðurstaðan er þó sú að Disaster songs er einhver flottasta plata ársins.
Héðan í frá ætti tónlistaráhugafólk að gefa Halli og Halldóru góðan gaum.
Dr. Gunni
Niðurstaða: Mjög flott plata sem vantar bara hittara til að verða enn betri.
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
Sjóðfélagafundur
Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga Gildis-lífeyrissjóðs verður
haldinn á Grand Hótel mánudaginn 26. október 2009 kl. 17.30.
Dagskrá fundarins:
1. Eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða.
2. Staða sjóðsins.
3. Samskipta- og siðareglur.
4. Atvinna og enduruppbygging.
5. Umræður og fyrirspurnir.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
Gestir á Iceland Airwaves
voru engan veginn búnir
að fá nóg af tónlist á föstu-
dagskvöldið. Anna Margrét
Björnsson flakkaði á milli
staða.
Þetta árið var lítið um stór bönd
á Airwaves sem allir hreinlega
„urðu“ að sjá. Það voru engir Kills
eða Juliette and the Licks eða CSS
fyrri ára heldur nokkur minna
„hæpuð“ bönd sem er auðvitað fínt
enda á hátíðin einmitt að snúast um
að kynna nýja og spennandi hluti.
Hljómsveitin The Drums í Hafn-
arhúsinu er hljómsveit sem hefur
þó fengið töluverða kynningu vest-
anhafs og hefur fengið glimrandi
dóma í bandarísku pressunni. Mig
langaði að sjá sveitina þar sem ég
hafði heyrt að tónlist hennar væri
dálítið eins og Ian Curtis ekki
þunglyndur heldur hress og í sörf-
bandi.
Hljómsveitarmeðlimir The
Drums skoppuðu á svið með tam-
búrínu og tvær gógópíur en hófust
svo handa við að leika tónlist sem
minnti óþægilega mikið á Franz
Ferdinand. Er það sánd ekki dálít-
ið búið? Reyndar hljómuðu þeir
líka eins og þeir hefðu fengið eitt
Cure-lag að láni og gert sjö útgáf-
ur af því með einhverju flippuðu
ívafi. Söngvari hljómsveitarinnar
skók sig á sviðinu með tilheyrandi
handahreyfingum, eflaust til að
vera alveg eins og Ian heitinn Curt-
is, tambúrínugaurinn hoppaði um
sviðið og allir voru geðveikt hress-
ir á því. Eitthvað við sviðsfram-
komuna þeirra minnti á strákana í
Jakobínurínu fyrir nokkrum árum
nema að í þessu tilfelli leit þetta
allt út eins og tilgerð. Ég velti fyrir
mér hvort undir niðri gæti kannski
eitthvað verið spunnið í þá í The
Drums ef þeir bara hættu að reyna
að vera svona flippaðir og færu
meira í áttina að hinum augljósu
áhrifavöldum, The Cure og Joy
Division. Það var vandræðalega
augljóst að bassinn og hljómborð-
ið voru á stífu „playback“. Slíkt er
alls ekkert slæmt ef maður vinn-
ur með það á skemmtilegan máta
en þarna hljómaði þetta bara eins
og það hefði vantað tvo tónlistar-
menn upp á svið. Sem sagt ekkert
nýtt og spennandi á ferð með The
Drums, bara fullt af dóti sem við
höfum öll heyrt áður hent saman á
pirrandi hátt.
Á Nasa stigu Danirnir When
Saints go Machine á svið en þeir
hafa einnig fengið talsverða
umfjöllun. Danir eiga örfá fyrir-
taks rokkbönd eins og hið sáluga
Dyreförsög og hin yndislegu
Raveonettes en aðallega eiga
þeir ósköpin öll af einhvers konar
hljómsveitum sem spila bara lög
eftir aðra. When Saints Go Mach-
ine var gott dæmi um þetta og var
eins og sambland af Depeche Mode
og Duran Duran. Slík blanda af
teknóstuði frá níunda áratugnum
er dansvæn en skilur lítið eftir sig.
Næsta sveit sem ég sá stíga á svið
á Nasa var rafsveitin The Field, en
þar er á ferð Svíinn Alex Willner
með flott teknódrón sem fangaði
mann frá byrjun með stigmögnuð-
um einföldum hrynjanda. Það var
mjög skemmtilegt að sjá teknó-
band með alvöru bassaleikara og
trommara sem skaut rokkþáttum
inn í tónlistina. Fyrsta lagið þeirra
hljómaði næstum eins og einhvers
konar „feedback“-brjálæði frá
The Jesus and Mary Chain eða My
Bloody Valentine sett í teknóbún-
ing. Töff.
Íslensku hljómsveitina Sudden
Weather Change sá ég í fyrsta sinn
spila núna á Airwaves og bar hún
höfuð og herðar yfir allt annað sem
ég sá þetta kvöldið. Grípandi gítar-
ar, mögnuð sviðsframkoma og ein-
staklega heiðarlegt „sánd“. Sudd-
en Weather Change er dæmi um
hljómsveit sem er ekkert að fela
áhrifavalda sína, veit hvaðan hún
kemur tónlistarlega séð og kann að
vinna með því, ólíkt til dæmis The
Drums. Það er skemmtilegt að sjá
íslenska hljómsveit sækja beint til
bandarískra jaðarrokksveita eins
og Sonic Youth, At the Drive In
og jafnvel Blonde Redhead. Hún
minnti á köflum líka á íslensku
póstrokk sveitina Kimono. Sudd-
en Weather Change tekst þó mjög
vel að setja sín eigin einkenni á
tónlistina og ég ætla beint út í búð
eftir helgi til að kaupa mér plöt-
una þeirra.
Íslenska sveitin stal senunni
STUÐ Á LISTASAFNINU Michachu & the Shapes hélt uppi stuðinu í Listasafni Reykja-
víkur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON