Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 3
LEIÐARI SÆKJUM OTRAUÐIR FRAM TIL RÆTTRA KJARA OG RETRA NAMS íslenzka þjóðfélagið hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum áratugum. Það hefur þróazt úr fámennu, lítt vélvæddu handverks- og bændaþjóðfélagi, í nútíma iðnþjóð- félag. Þessi þróun er eðlileg og lík því er gerzt hefur annars stað- ar, en hins vegar hafa þylgt í kjölfar þessarar þróunar marg- víslegir erfiðleikar, samfara hinum breyttu atvinnuháttum. En hér kemur fleira til, það hefur einnig skort skilning hinna ráð- andi þjóðfélagsafla, og margir erfiðleikarnir hefðu verið vel yfirstíganlegir ef tekið hefði verið á málunum af festu og fram- sýni. Má í þessu sambandi benda á iðnfræðsluna, sem er langt frá því að uppfylla þær kröfur er nútíminn krefst til iðnmennt- unar. Þó hafa iðnnemar og samtök þeirra í fjölmörg ár bent á vankanta iðnnámslaganna, og gagnrýnt meistarakennsluna, en það kennsluform er löngu úrelt, enda hafa meistararnir iðulega miðað hana við eigin hagsmuni og lágkúruleg gróðasjónarmið, en sjaldan haft í huga að neminn öðlaðist víðtækan og hald- góðan skilning á verkefni sínu. Nú hefur verið gengið nokkuð til móts við iðnnema með til- komu hinna nýju iðnfræðslulaga, og vænta iðnnemar sér góðs af nýmælum þeirra (t.d. verknámsskólunum) í framtíðinni, þótt mikið skorti enn á að þessi mál séu komin í það horf sem vera þyrfti, og iðnnemar eiga kröfur á. Þótt okkur iðnnemum hafi nú verið lofað nokkrum úrbót- um á iðnnáminu með hinni nýju iðnfræðslulöggjöf, megum við ekkert slaka á, heldur ýta eftir að framkvæmd laganna gangi vel. En nú þegar virðist hið opinbera ætla að hlaupa undan merkjum, hvað snertir framkvæmd laganna er fjalla um verk- námsskóla. Hér á ég við viðbyggingu við Iðnskólann í Reykja- vík, sem ætluð er undir verknámskennslu. En framkvæmdir við bygginguna ganga miklu hægar en áætlað var, vegna þess að hið opinbera hefur ekki veitt því fjármagni til hennar sem lof- að var og nauðsynlegt er. Iðnnemar eru lægst launaða stétt þjóðfélagsins, með kring- um 700 kr. vikulaun á fyrsta námsári, (örlítið breytilegt eftir iðngreinum) og skilja allir sem vilja hvílíkum órétti þeir eru beittir. Iðnnemar geta ekki unað þessu lengur, enda hefur þetta stórkostlegar hættur í för með sér og getur orðið til þess, að þjóðfélagið fær ekki þá endurnýjun iðnaðarmanna, sem því er nauðsyn. Nú hafa iðnnemar leitað til sveinafélaganna, og beð- ið bau að bera fram kröfur þeirra í væntanlegum samningum. Vonandi verður þetta gert, og iðnnemar munu veita sveinafé- lögunum allan þann styrk sem þau geta. En ef svo skyldi fara, að sveinafélögin, einhverra hluta vegna, ná ekki fram kröfum okkar iðnnema, verðum við að vera tilbúnir að berjast af eig- in rammleik. Á þessu hausti munu iðnnemar ganga til 25. þings I.N.S.Í., og mikils vert að það þing fari vel fram. Þar munu mikið verða rædd skipulagsmál I.N.S.Í., og mun stjórn samtakanna hafa þar gagngerar tillögur um skipulagsbreytingu, sem stjórn- in hefur kynnt áður í hinum einstöku iðnnemafélögum. Breyt- ingar þessar virðast mér allar styrkja samtök okkar og gera þau starfshæfari. Og vonandi auðnast iðnnemum á þessu aldarfjórð- ungs þingi að leggja þær stoðir undir tilverurétt I.N.S.Í., sem aldrei munu riðlast. Að lokum vona ég, að þessi „Iðnnemi" megi verða það vopn í hagsmunabaráttu iðnnema, sem fyrirrennarar hans hafa löng- um verið. — Sækjum ótrauðir fram til bættra kjara og betra náms. Ritstjóri. IÐNNEMINN 30. árgangur. 1. tölublað. Málgagn Iðnnemasambands íslands. Útgefandi: Iðnnemasamband íslands. Ritstjóri: Sigurður Magnússon. Ábyrgðarmaður: Helgi Guðmundsson. Setning: Prentsmiðja Þjóðviljans. Prentun: Prentverk h.f. Útlit og umbrot: Sig. Magnússon og Halldór Guðmundsson. Forsíða: Hið nýja merki Iðnnemasambands íslands. eftir Halldór Guðmundsson. ! Ð N N E M I N N 3

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.