Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 9

Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 9
SIGURÐUR GUÐGEIRSSON, fyrrum form. I.N.S.Í. FÉLAGSLEG ÁBYRGÐ OG AÐHALD Það eru nú um og yfir 40 ár síðan fyrstu stéttarfélög iðn- nema voru stofnuð hér á landi og 23 ár síðan iðnnemar mynd- uðu Iðnnemasamband íslands. Það má segja að skipulag iðnnemasamtakanna hafi allt frá upphafi verið óbreytt. Oft hafa komið upp hugmyndir um breytt skipulag. Það er vissulega ekki neitt til að undrast yfir þó raddir heyrist og hafi heyrzt um skipulagsbreytingar. Það má vissulega heita merkilegt hvað þessi samtök hafa lifað af, því vissulega hafa skapazt margháttaðir erfiðleikar, félög hafa lagzt útaf, og það á u'mabili svo að menn áttu von á því að samtökin væru að syngja sitt síðasta. En síðan hefur starfsemin eflzt, inn í samtökin hafa komið iðnnemar, sem hafa haft hvoru tveggja til að bera, félagsþroska og skilning á nauðsyn stéttar- samtaka, sem tækis í hagsmunabaráttu iðnnema. Eins og að framan greinir hafa oft komið upp hugmyndir um breytt skipulag iðnnemasamtakanna. Nokkrar greinar hafa verið ritaðar um þessi mál í fyrri árgöngum Iðnnemans m.a. af fyrsta form. Iðnnemasambandsins, Óskari Hallgrímssyni, þar bendir hann t.d. á að í Svíþjóð séu samtök ungra iðnaðarmanna, innan þeirra samtaka eru iðnnemar og nýsveinar. Ég vil hvetja þá iðnnema, sem áhuga hafa á þessum málum að kynna sér fyrri skrif um skipulag iðnnemasamtakanna, með því að fletta og lesa gömul Iðnnemablöð. Ein er sú hugmynd að skipulaginu, að iðnnemar leggi félög sín og samband niður og verði miðlimir þeirra iðnsveinafélaga, sem starfandi eru í viðkomandi iðngrein. Ég held að slíkt sé fráleitt og geti á vissan hátt verið skaðlegt, hitt er svo annað mál að á milli iðnnemafélaga og sveinfélaga mætti vera mildu meira og nánara samstarf en verið hefur. Það er frá mínu sjón- armiði furðulegt hve lítill skilningur virðist í flest öllum sveina- félögum fyrir slíkri samvinnu þó skal það tekið fram að í einstökum málum hefur oft tekizt ágætt samstarf milli þessara aðila. Á frumbýlisárum Iðnnemasambandsins stuðluðu forustu- menn hinna ýmsu sveinafélaga í samvinnu við sambandið að stofnun iðnnemafélaga. Sú hugmynd hefur og stundum komið upp á yfirborðið að iðnnemafélögin yrðu deildir í sveinafélögunum, en iðnnema- deildirnar mynduðu Iðnnemasambandið. Allt eru þetta hug- myndir sem eru vel þess virði að iðnnemar hugleiði. Nú að undanförnu hafa verkalýðssamtökin mikið rætt og hugleitt um skipulag sitt og má búast við að í haust verði skipu- lagi Alþýðusambandsins breytt í veigamiklum atriðum. Iðn- nemar eiga að sjálfsögðu að fylgjast vel með þeim breytingum. Hver veit nema að samtök iðnnema komi í framtíðinni til með að rúmast innan Alþýðusambandsins eftir að skipulagi þess hefur verið breytt. Álit mitt er það hvernig sem skipulagi iðnnemasamtakanna kann að verða háttað í framtíðinni, þá sé það nauðsyn fyrir hina ungu verðandi iðnaðarmenn að á þeim sjálfum hvíli fé- lagsleg ábyrgð fyrir samtökum sínum, að þeir geti sem sjálf- stæðir aðilar mótað stefnu stéttar sinnar og á þann hátt skapað aðhald að þeim sem eldri eru, hvað snertir kröfur um nýjungar varðandi iðnfræðsluna. í iðnnemasamtökunum eiga iðnnemar að vinna að hagsmuna- málum sínum og m.a. með því þjálfa sig í félagsmálum, en slík þjálfun getur orðið þeim þarft veganesti í framtíðinni. I Ð N N E M I N N 9

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.