Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 5

Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 5
HELGI GUÐMUNDSSON XOKKUR ORÐ TIL ÞINGFULLTRÚA Á þessu hausti heldur Iðnnemasambandið sitt 25. þing. Af því tilefni hefur verið sérstaklega til þessa blaðs vandað eins og sjá má af ýmsu, bæðí útliti, frágangi og efni. Hér eru nú tekin fyrir margvísleg mál sem ekki hafa sézt á síðum Iðnnem- ans fyrr og er það vel að mínu viti. Gallinn er bara sá að ekki heyrast hér nægilega margar raddir úr röðum iðnnema frekar en fyrri daginn. Reynsla undangenginna ára hefur sýnt að út- gáfa blaðsins hefur ævinlega lent á örfáum mönnum, oftast einum til tveimur. Á síðasta þingi var Sigurður Magnússon kjörinn til að annast útgáfu þessa blaðs Að auki skyldu félögin tilnefna einn mann hvert úr sínum hópi til að vera honum til aðstoðar við útgáfuna. Félögin hafa víst flest tilnefnt þennan mann. En mér skilst, að ekki hafi tekizt að fá efni frá þeim öll- um í blaðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sigurðar. Vægast sagt er þetta afleit frammistaða svo að ekki sé meira sagt. Af þessum slóðaskap leiðir einkum tvennt: í fyrsta lagi það, að útgáfan færist nær öll á einn aðila og í annan stað er þess varla að vænta að blaðið geti orðið jafn fjölbreytt að efni. Þegar einum manni er ætlað það hlutverk að annast útgáfuna að mestu leyti einum. í þetta sinn hefur þetta þó tekizt miklu betur en búast má við. Ég vil segja að blaðið sé fjölbreytt að efni og það sem meira er, það er til þess vandað. Hér er að finna greinar þýddar og frumsamdar um ýmisleg efni. Greinar um dægurmál, sem efst eru á baugi hér heima og varða hreyfinguna og fólk almennt mjög mikils. Þá eru það viðtölin sem alltaf er nauðsynlegt að hafa. Síðast en ekki sízt skal nefna greinarnar um alþjóðamál, mál sem efst eru á baugi í heiminum í dag og varða allt mannkyn. Styrjöldin í Vietnam eða Grikklandsmálið, svo eitthvað sé nefnt, eru ekki einhverjir atburðir úti í heimi, sem okkur eru óviðkom- andi, þó við búum þar víðsfjarri. Slíkar deilur geta hvenær sem er orðið að þvílíku ófriðarbáli að ekki verði stöðvað fyrr en um seinan. Eyðileggingarmáttur þeirra vopna, sem stórveldin ráða yfir er svo gífurlegur að smá- þjóðunum ber skylda til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þeim verði beitt. Þetta þýðir ekki að þær eigi að liggja hundflatar í auðmýkt fyrir þessum þjóðum, þvert á móti, smáþjóðirnar eiga að taka einarðlega afstöðu til málanna og láta skoðanir sínar óhikað í ljós. Og þær eiga að gera meira. Þær eiga að beita sér á alþjóðavettvangi til að koma mál- um fram. En til þess að slíkt megi verða þurfa félög og ein- staklingar í hverju landi að láta að sér kveða. Á Norðurlöndunum hefur þetta sjónarmið verið ríkjandi und- anfarin ár og hafa frændur vorir látið mjög að sér kveða í al- þjóðamálum. Margvísleg félög hafa gert samþykktir í hinum ýmsu málum t.d. um Viet-Nam. Á þingi Faglig Ungdom í Kaupmannahöfn (Iðnnemasam- bandsins þar) í fyrra var lögð fram ályktun um fordæmingu á stefnu Bandaríkjanna í Viet-Nam. Tillagan var samþykkt með 148 atkv. gegn 2. Á þingi INSÍ í fyrra haust var borin upp tillaga um sama efni án þess þó að Bandaríkin væru fordæmd. Það olli mér djúpri hryggð að þessari tillögu var vísað frá á þeirri forsendu að málið væri okkur óviðkomandi, og gafst ekki einu sinni færi á að ræða tillöguna, þrátt fyrir að 18 þingfulltrúar hefðu und- irritað hana. Ég hefði sætt mig fullkomlega við að bíða lægri hlut í atkvæðagreiðslu ef málið hefði verið rætt frá hinum ýmsu hliðum áður. Það hefði verið drengileg málsmeðferð. Gestur þingsins, Kjeld Andersen formaður Faglig Ungdom í Kaupmannahöfn var undrandi á slíkri meðferð og gat þess í blaðaviðtölum hér. Það þótti mér ekki góð landkynning. Við göngum nú til þings, þess 25. sem samtökin hafa háð. Á því þingi skulum við ekki láta það henda okkur að beita slíkum baráttuaðferðum, sem ég gat um að framan, ef upp koma mál sem við ekki erum á einu máli um. Við skulum heldur ræða máli, vega og meta rök með og á móti og sætta okkur við niðurstöður sem meirihlutinn kemst að. Hittumst heilir á 25. þinginu og skiljum í bróðerni. I Ð N N E M I N N 5

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.