Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 32

Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 32
VIÐTAL VI© SÆMUND PÉTURSSON Sæmundur aS störfum. Er blaðamaður Iðnnemans var á ferð í Keflavík, hitti hann að máli Sæmund Pétursson, formann Iðnnemafélags Suðurnesja. — Komdu sæll, Sæmundur, er nokkuð að frétta að sunnan? — Komdu blessaður, héðan er allt gott að frétta. — Mig langaði að leggja fyrir þig nokkrar spurningar um starfsemi félagsins og skólamál ykkar hérna suðurfrá. — Nú, af starfsemi félagsins er allt gott að frétta, við höf- um unnið að því undanfarið að koma á samstarfi milli I.N.F.S. og Iðnnemafélags Hafnarfjarðar og áætlað að fyrsti liður í því samstarfi verði knattspyrnuleikur milii félaganna sem háður verður í Njarðvík þann 30. september og verður sameiginlegur dansleikur um kvöldið. — Er það algengt, Sæmundur, að það sé samstarf á milli félaga? — Það veit ég nú ekki, en það væri æskilegt að það væri sem mest, því ég álít að samstarf á milli félaga skapi aukið félagsstarf og betri kynni milli meðlima félaganna. — Eruð þið með nokkuð fleira á döfinni í sambandi við félagsmál? — Félagsstarfsemin verður með svipuðu sniði og undanfar- in ár, það er starfandi málfunda-klúbbur innan félagsins og eru fundir haldnir hálfsmánaðarlega. Einnig stendur til að koma á svokölluðu opnu húsi, og munum við að öllum líkindum fá inni í Æskulýðsheimili Keflavíkur, þar sem meðlimum félagsins gefst tækifæri til að spila á spil og iðka borðtennis, biljard og tefla skák, svo og að sýna fræðslukvikmyndir. Nú og svo sér íþróttanefndin um hið árlega skólamót í handknattleik. — Jæja, svo að við snúum okkur að skólamálum, hvað segir þú um þau? — Já, þar er nú við ramman reip að draga. Svo er mál með vexti að í Keflavík er enginn raunverulegur iðnskóli til, þar er starfræktur skóli undir iðnskóla-nafninu í húsnæði barnaskól- ans, og er hann fyrir öll Suðurnesin og fullnægir engan veginn skilyrðum sem iðnskóli. Þar eru til dæmis aðeins starfræktar tvær bekkjardeildir á ári, það er fyrsti og þriðji bekkur í ár og annar og fjórði bekkur næsta ár og við mjög þröng skilyrði. Vil ég helzt kenna þessum skólavandræðum áhugaleysi sveitar- félaga á skólasvæðinu. Þó vil ég taka það skýrt fram að skóla- stjóri og kennarar standa mjög vel í sínu starfi við þessi erfiðu starfsskilyrði, og á skólastjóri þar sérstaklega hrós skilið. — Erkki lízt mér á skólamálin hjá ykkur, en ég vona að þau batni. — Já, þakka þér fyrir, en mér hefur heyrzt á nemum utan af landi að svona sé það víða. — En svo að við snúum okkur að námi þínu, hvað ert þú að læra? — Ég er að læra rafvirkjun. — Og er nóg ; ð gera í því? — Já, hjá mér, því ég er að læra hjá Rafveitu Keflavíkur, og er alltaf nóg að gera hjá okkur. — í hverju er starf þitt þá aðallega fólgið? — Ollu milli himins og jarðar í orðsins fyllstu merkingu, það er viðgerð á línum uppi í staurum og samsetning á köplum niðri í skurðum og svo vinna í spennistöðvum. — Já, það er nefnilega það Sæmundur. Þakka þér fyrir og vertu blessaður. — Já, það er ekkert að þakka og vertu blessaður. Hugleiðingar um skipulagsmál Framhald af bls. 8. Verði af áður áminnztri skipulagsbreytingu Alþýðusambands- ins, sem m.a. myndi leiða til þess að sveinafélög úr fleiri en einni iðngrein myndi með sér landssamband, kæmi til greina að iðn- nemadeildirnar tækju yfir iðnnema úr skyldum greinum. Ætti slík tilhögun að vera æskileg fyrir félagsstarfsemi iðnnema þar sem félagsvettvangur yrði með þessum hætti breiðari. Ég fjölyrði ekki frekar um þetta hér að sinni. Það sem hér hefur verið sagt eru eingöngu persónulegar hug- leiðingar, framsettar í þeim tilgangi einum að vekja umræður um þessi mál meðal iðnnema. Að lokum nota ég tækifærið og árna iðnnemasamtökunum allra heilla í bráð og lengd. Fært í letur á afmælisdegi INSÍ, 23. sept. 1967. 32 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.