Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 14

Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 14
UÆTT VIÐ KJUIJI AXDERSEN formann Faglig Ungdom í Kaupmannaböfn A þingi Iðnnemasambands íslands, sem baldið var um síðustu belgi var einn útlendingur gestur, Kjeld Andersen, formaður Faglig Ungdom í Kaupmannahöfn, en það eru einu samtökin í Danmörku sem eru nokkurnveginn hliðstœð Iðnnemasamband- inu bér, en þó talsvert ólíkt skipulögð, eins og Kjeld lýsir í eftir- farandi viotali við Þjóðviljann. — í Faglig Ungdom eru ekki aðeins iðnnemar, heldur einn- ig nemar í öðrum greinum, eins og skrifstofunemar, afgreiðslu- nemar og fleiri, sem mér skilst að sé ekki til hér, en í Danmörku er þetta þriggja ára nám að meðaltali, líkt og iðnnám að því leyti að fólkið lærir það verklega á vinnustað og er ekki fullgilt starfsfólk fyrr en það hefur lokið þessu námi. Þá höfum við einnig innan samtakanna ófaglærða unga verkamenn í ýmsum greinum og ennfremur geta þeir sem orðnir eru sveinar haldið áfram að vera meðlimir þar til þeir eru 23—25 ára, aldurinn fer dálítið eftir iðngreinum. Ég er t.d. sjálfur útlærður sjúkra- samlagsstarfsmaður, til þeirra starfa er krafizt sérstaks náms sem er nokkuð frábrugðið almennu skrifstofunámi og þess vegna hafa lærlingar í þessari grein sérstakt fagfélag. — Eru samtökin Faglig Ungdom landssamtök eins og Iðn- nemasambandið hér? — Nei, en í öllum stærstu borgum Danmerkur hafa nema- félögin í hinum ýmsu greinum stofnað til samtaka sem nefnast Faglig Ungdom. Hins vegar liöfum við nú fullan hug á að stofna til landssamtaka, sem fengju þá aðild að alþýðusamband- inu danska og ættu fulltrúa á þingi þess. Það er líka nokkurt pólitískt réttlætismál að breyta skipulaginu því að eins og er fara fulltrúar ungra sósíaldemókrata með umboð okkar á alþýðu- sambandsþingum og eiga einn fulltrúa í stjórn Faglig Ungdom, sem að vísu hefur aðeins tillögu- og ekki atkvæðisrétt, en innan Faglig ungdom eru að sjálfsögðu menn með ólíkustu stjórnmála- skoðanir og margir bundnir öðrum pólitískum flokkum en jafn- aðarmönnum. í Faglig Ungdom í Kaupmannahöfn eru 27 félög með um Kjeld Andersen 13000 meðlimi alls. 17 manns eru í stjórninni: níu nemar, þrír sveinar, þrír varamenn, einn fulltrúi verkalýðssamtaka borgar- innar og fulltrúi ungra sósíaldemókrata, en tveir þeir síðasttöldu hafa ekki atkvæðisrétt. — Hvenær hófust samskipti ykkar við íslcnzka iðnnema? — Við ákváðum í fyrra að reyna að koma á auknu samstarfi við sambærileg félög í öðrum löndum og þá fyrst og fremst á Norðurlöndum, en slík samskiþti ættu að geta orðið báðum að- ilum til gagns og ánægju. í Norcgi og Svíþjóð reyndust engin lík samtök vera til og við vissum ekki hvernig þetta væri hér, en skrifuðum ASÍ, sem vísaði svo á INSÍ. Iðnnemasambandið liafði strax áhuga á samvinnu og sl. sumar kom 15 manna hópur frá Faglig Ungdom í kynnisferð til íslands á vegum INSÍ, en hópur íslenzkra iðnnema mun svo endurgjalda heimsóknina og koma til okkar næsta sumar. Auk gagnkvæmra heimsókna ætla samböndin svo í framtíðinni að skiptast á alls konar gögnum og upplýsingum. Ég tel svona samvinnu mjög mikilvæga og var ákaflega á- nægður yfir að fá að sitja þing INSÍ, þar sem ég hafði tækifæri til að kynna mér betur skipulag þess og þau vandamál sem iðnnemar hér eiga við að etja. — Eru vandamál iðnnema hér og í Danmörku lík? — Já, hjá okkur eru það líka kjara- og fræðslumálin sem eru efst á baugi. Við berjumst fyrir hærri launum iðnnema og er það lágmarkskrafa okkar að launin fyrir 44 stunda vinnuviku nægi til að lifa af þeim, en það á enn talsvert langt í land, einnig gerum við fleiri kröfur, viljum t.d. fá borgaða veikindadaga, full laun meðan nemar eru í skólanum, 4 vikna sumarfrí og fleira. Iðnfræðsluna teljum við einnig úrelta, en hjá okkur lærir neminn eins og hér hið verklega hjá meistara, en við viljum fá verkstæði í skólana og láta verklegt og bóklegt nám fylgjast að á sama stað, aðeins með því fyrirkomulagi teljum við tryggt að iðnneminn njóti fullkominnar kennslu og að hann sé ekki misnotaður á vinnustað. Mér virðist iðnnemar hér stefna að hinu sama. 14 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.