Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 4

Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 4
SIGURÐUR MAGNÚSSON EFLVM IWNNEMAFÉLÖGIX Eg hcld, að þcir séu fáir, sem dragi í efa, að iðnnemum sé nauðsyn á að eiga sér fagleg hagsmunasamtök, þótt menn hafi nokkuð misjafnar skoðanir á því, hvernig starfsemi og skipu- lagi þeirra skuli háttað. Því það hefur margsýnt sig, að öflug og vel starfandi iðnnemafélög, geti miklu áorkað í hagsmunabar- áttu iðnnema. Og má fullyrða, að starf þeirra á undanförnum áratugum, hefur átt mikinn þátt í að ná fram þeim réttarbótum sem iðnnemum hefur fallið í skaut. Iðnnemafélögin voru stofn- uð, vegna þarfa iðnnema, til að halda fram rétti sínum um bætta iðnfræðslu og betri launakjör. Þessi tvö atriði, aflvakar iðnnema- félaganna, eru enn, þrátt fyrir áratuga baráttu iðnnema, utan- veltu í fræðslu- og launamálum þjóðarinnar. Af því leiðir, að iðnnemum er enn, sem áður, nauðsyn á öflugum stéttarsamtök- um, því þótt leiðin hafi verið mörkuð, er ennþá langur vegur til fullkominnar iðnfræðslu og viðunandi lífskjara. Ég rifja þetta upp hér, af því að mér finnst, að iðnnemar hafi ekki sýnt iðnnemafélögunum þá ræktarsemi, sem nauðsynleg er og hin félagslega skylda raunar bíður þeim. Ég veit, að í þessu efni eru allir þeir, sem starfa í samtökum iðnnema, á sama máli, og vita að við svo búið má ei standa. Til dæmis má geta þess, að á síðasta þingi Iðnnemasambands íslands í fyrra haust, kom það glöggt fram í skýrslum allra formanna iðnnemafélaganna, að félögin hafi átt erfitt með að halda úti öflugu starfi, vegna áhugaleysis liinna einstöku félagsmanna. Þetta áhugaleysi þeirra, á svo sinn þátt í fjárhagsörðugleikum félaganna, þar sem erfitt hefur reynzt að innheimta félagsgjöld. Nú sjá það allir í hendi sér, að iðnnemafélögunum, svo fálið- uð sem þau eru, er það lífsnauðsyn að nýta til hlítar alla krafta sína, ef jákvætt starf á að takast, og jafnframt verða forustu- menn félaganna að vinna af alefli að því að vekja félagsþroska og stéttarvitund iðnnema. En hver er þá ástæðan fyrir áhugaleysi hins almenna iðnnema fyrir sínu hagsmunafélagi? Ég ætla, að þar eigi mikla sök á það ástand, er ríkt hefur á vinnumarkaðnum tindanfarin ár. Þar sem miklu meiri eftirspurn hefur verið eftir vinnukrafti, en vinnu. Þessir þenslutímar hafa átt sinn þátt í að svæfa iðnnema á verðinum um hagsmunamál sín. Stór hópur þeirra hefur unnið á yfirumsömdum kauptöxtum, og þar af leiðandi misst áhug- ann fyrir iðnnemafélagi sínu og baráttu þess fyrir hærra kaupi, þar sem kaupkröfur hafa verið lægri, en það kaup, sem þeir hafa unnið upp á. En í þessu efni hafa iðnnemar misreiknað sig, því eina sanna öryggi þeirra eru fastir samningar, sem færðir hafa verið inn í þeirra námssamning, en mtinnlegir samningar milli meistara og nema, þar sem neminn á allt undir duttlungum síns læriföður, veita ekkert öryggi. Iðnnemar geta eftir vild fleytt sér á slíkum samningum meðan þenslan á vinnumarkaðnum yfirbýður vinnu- aflið, en óðar og atvinnulífið dregst saman og eftirspurnin minnkar, eru þeir einskis verðir. Þetta er iðnnemum hollt að hugleiða, nú þegar atvinna iðn- aðarmanna fer þverrandi og samdráttar gætir í flestum iðngrein- um. Ég drap á það áðan, að iðnnemafélögin yrðu að nýta til fulls alla krafta sína, ef takast ætti að þoka þeim málum fram, sem þau hafa helgað baráttu sína. í þessu sambandi vil ég einkum hvetja iðnnemafélögin til þess að hafa nánara samstarf sín á milli um framkvæmd ýmissa félagslegra mála, svo sem fræðslu og skemmtanahalds. Þessir liðir í starfsemi félaganna, krefjast oft mikillar vinnu og peninga, svo flest iðnnemafélögin eiga erfitt með að halda henni úti. Þessi starfsemi er hinsvegar af svipuðum toga spunnin hjá öllum iðnnemafélögunum, og ætti því að vera auðvelt að samstilla hana meira en gert er. Ef sam- starf, sem þetta tækist milli einstakra félaga, myndi einkum tvennt vinnast. í fyrsta lagi, yrði félögunum kleift að ráðast í stærri og viðameiri verkefni, og í öðru lagi, það stuðlar að aukn- um kynnum og skilningi iðnnema í viðkomandi iðngreinum á högttm hvers annars, og við vitum öll að aukin kynni og sam- starf iðnnema er beittasta vopn okkar í hagsmunabaráttunni. Það er rétt að geta þess hér, að tvö Reykjavíkurfélögin, Félag nema í rafmagnsiðn og Félag járniðnaðarnema, hafa tekið upp tneð sér nána samvinnu í þessum málum, og held ég að allir þeir, sem því hafa kynnzt séu ánægðir með árangurinn. Framundan eru nú rniklar og harðar kaupdeilur, þar sem laun- þegar munu krefjast leiðréttingar mála sinna og aukinnar hlut- deildar í skiptingu þjóðarteknanna. Sveinafélögin munu að þessu sinni bera fram kröfur okkar iðnnema fyrir meistara og atvinnurekendur. Og ef að líkum lætur, verða meistarar ekki auðsveipir í okkar garð, nú frekar en fyrri daginn, svo mikið liggur við, að iðnnemar standi einhuga og einbeittir um hags- munamál sín, og styðji af alefli baráttu sveinafélaganna. Iðnnemar, samstillum krafta okkar, eflum iðnnemafélögin, það er bezta leiðin til bættra kjara og betra náms. 4 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.