Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 26

Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 26
STEFÁN ÓLAFSSON MÁLFIJIVDAFÉLAG IDNNEMA Málfundafélag iðnnema var stofnað 30. des. 1964. Stofnendur voru forystumenn allra iðnnemafélaganna í Reykjavík. Fyrsti málfundurinn var um bjórinn og fyrstu frummælendur þeir Gylfi Magnússon, þáv. form. INSÍ og Stefán Ólafsson, þáv. rit- ari PFR. Áður en fundarefni var tekið til umræðu flutti Hannes Þ. Jónsson félagsfræðingur (annar form. PFR) erindi um hlut- verk embættismanna funda, mælsku og hlutverk forystumanna félaga. Þetta fyrsta starfstímabil félagsins voru haldnir fjórir mál- fundir um: bjórinn, stóriðju, minkinn og skólamál iðnnema. Þann fyrsta nóvember 1965 fóru fram stjórnarskipti. Sú stjórn, sem þá tók við hélt sex málfundi um hin margvíslegustu efni, auk fjögurra funda, sem aflýsa varð vegna lélegrar þátttöku. í janúar sl. tók síðan núverandi stjórn til starfa. Haldinn hef- ur verið einn málfundur, um Viet-Nam og voru þeir Stefán Ólafsson, prentnemi og Halldór Guðmundsson, húsasmíðanemi frummælendur. Voru umræður mjög fjörugar og fundurinn sæmilega sóttur. Auk þess voru boðaðir þrír fundir, sem aflýsa varð vegna lélegrar þátttöku. Stjórnir félagsins hafa verið skipaðar eftirtöldum mönnum: 1964— 1965: form. Kristján Kristjánsson, húsasm.nemi, ritari Gylfi Magnússon, húsasm.nemi, gjaldkeri Sigurð- urður A. Jensson, hásasm.nemi, og varam. Hilmar Karlsson, prentnemi. 1965— 1966: form. Sigurður Á. Jensson, húsasm.nemi, ritari Haukur Már Haraldsson, prentnemi, gjaldk. Stef- án Ólafsson, prentnemi og varam. Guðný Gunn- laugsdóttir, hárgreiðslunemi. 1966— 1967: form. Stefán Ólafsson, prentnemi, ritari Sigurður Magnússon, rafv.nemi, gjaldk. Daníel Sigurðsson, járniðn.nemi og varam. Björn Björnsson, járn.n. Á ýmsu hefur gengið um rekstur félagsins og tel ég rétt að að rekja starfið nokkru nánar. Strax á fyrsta starfsári kom fram nokkuð góður kjarni ræðu- manna og hafa þeir orðið sá brimbrjótur, sem allar öldur hafa brotnað á, því sorglega fáir hafa bætzt í hópinn. Á hinu þrótt- mikla starfi frumherjanna byggjum við enn. Eins og hjá öllum félögum hefur gengið illa að halda fjár- hagnum í horfi. Þannig voru aðeins kr. 200,00 eftir í sjóði eftir fyrsta starfsár og svipað eftir annað starfsár en fjárhagur fé- lagsins er tiltölulega góður núna. 26 í vor, sem leið tók félagið upp langþráðan þátt í starfsemi sinni, þ.e. að halda félagsmálanámskeið, en í lögum féiagsins stendur m.a., að tilgangur félagsins sé að þjálfa ræðumenn og starfsmenn funda, forystumenn félaga og aðra iðnnema í fund- arsköpum. Lagði stjórn félagsins allt kapp á að gera námskeiðið sem bezt úr garði, enda var það samróma álit þeirra fdu, sem það sóttu, að auk þeirrar fræðslu og þess gagns, sem þeir hefðu haft af námskeiðinu, þá hefði nú bara verið helvíti gaman. Þó að færri hafi sótt þetta námskeið og málfundina í vor en við höfðum vænzt, hyggst stjórnin halda ótrauð áfram, þar sem frá var horfið og halda annað félagsmálanámskeið nú í haust. Væntir félagsstjórnin þess, að fleiri sæki námskeiðið í haust en í vor. Eins og áður er sagt, er félagið stofnað beinlínis í þeim til- gangi að efla þekkingu iðnnema á félagsmálum og æfa þá í því er að félagsmálastarfsemi snýr. Nokkur árangur hefur náðst nú þegar, en betur má ef duga skal. Rafmagnsbifreiðir - Eru þær framtíðin? Framhald af bls. 20. soda-súlfat rafhlaða frá Ford hefur allt að því fimmtán falda orkunýtingu venjulegrar rafhlöðu. Sameinuð nýjum léttum raf- vélum, sem þó eru mjög aflmiklar. Þetta kemur Ford verk- smiðjunum fram í fremstu röð þeirra aðila sem framleiða raf- magnsbifreiðir. Þó er ekki talið líklegt, að Comuta eigi eftir að keppa við bensínknúnar bifreiðir á hraðbrautum. Hún er ætluð til að gera innkaupaferðir fljótlegri og þægilegri, en ekki til langferða. Þægilegasti ferðahraðinn er um 65 km á klst., en hún getur komizt ujpp í 100 km hraða ef þörf er á. Við hinni mikilvægu spurningu um ferðalengd, segja sérfræð- ingar, að þessar nýju gerðir rafhlaðna, sem nú eru flestar á til- raunastigi, t.d.: sink-loft, vetni-súrefni, silfur-sink, magnesíum- sínk og lithíum-klór munu geta lengt ferðalengdina frá 160 km upp í 350—400 km. Og jafnvel þó þetta sé í sumum tilfellum ekki það sama og má komast á einni tankfyllingu af bensíni, er munurinn orðinn æði lítill. Margir eru þeirrar skoðunar, að inn- an fárra ára verði meiri hluti bifreiða rafknúinn, og stöðugt fleiri komast á þá skoðun. Þýtt og endursagt af B. S. I Ð N N E M i N N

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.