Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 22

Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 22
VIÐTÖL VIÐ NOKKRA IÐNAEMA A AKISANESI Texti: Bogfinnur Myndir: Guðmundur Garðarsson Við tökum okkur til eitt kvöldið í austan rigningarsudda og göngum heim til formanns Iðnnemafélags Akraness, Indriða Valdimarssonar prentnema, og biðjum hann að svara fyrir okkur nokkrum spurningum sem hann og gerði góðfúslega. Okkur er boðið til stofu og við fáum okkur sæti við einn gluggann. Og til þess að gleyma rigningunni er buldi á rúðunum, komum við með fyrstu spurninguna. Hvað eru margir félagar í iðnnemafélaginu á Akranesi? í félaginu hjá okkur eru skráðir 47 nemar, en ég býst við að þeir séu eitthvað fleiri. Hver er fjölmennasta iðngreinin hjá ykkur? Vélvirkjar er langfjölmennasta iðngreinin, en trésmiðir sækja drjúgum á. Þú stundaðir nám í iðnskólanum í Reykjavík síðastliðinn vetur. Er mikill munur á að stunda nám þar, eða hér á Akranesi? Ég get ekki neitað því, að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með bóklegu kennsluna. Hér á Akranesi er maður vanur mikl- um aga, og ég tel kennsluna hér heima mun betri. Því að ég tel tvímælalaust, að með betri aga náist betri kennsla og betri árang- ur hjá öllum. Hvernig er félagslífinu háttað hjá ykkur yfir veturinn? Því miður verð ég að segja, að félagslíf hjá okkur er ekki mikið. í vetur komum við á fót spilakvöldum fyrir iðnnema. Þessi tilraun tókst mjög vel og er tvímælalaust spor í rétta átt. Nú, svo höldum við árshátíð einu sinni á ári, og er það yfirleitt á þorranum. Meira hefur ekki verið gert fyrir utan einn dans- leik er félagið hélt á öndverðum vetri, sem getur þó ekki flokk- azt undir félagsstarfsemi, þar eð hann var eingöngu haldinn í fjáröflunarskyni fyrir félagið. Hvernig eru framtíðarhorfur með iðnrekstur á Akranesi? Ég tel framtíðarhorfur til iðnrekstrar mjög góðar. Þetta er ört vaxandi bær, og því hljóta iðnfyrirtæki að verða að starfa, auk þess sem þau eflast og ný taka til starfa. Finnst þér formannaráðstefnur I.N.S.Í. ná tilætluðum árangri? lndriSi Valdimarsson Formannaráðstefnur eru mjög gagnlegar og nauðsynlegar, og mér finnst að þær ættu eigi að vera færri en tvær á ári hverju. Með hverri formannaráðstefnu sem setin er, skapast meiri kynni meðal iðnnemafélaganna, og að því leiðir að léttara verður um í baráttunni um hagsmunamál okkar iðnnema. Telur þú, að iðnnemar kynni sér starfsemi iðnnemafélaganna nóg, til þess að geta talizt virkir þátttakendur í baráttunni um hagsmuni sína? Nei, alls ekki. Það má furðulegt teljast, hve lítinn áhuga iðn- nemar virðast hafa á þeirri hagsmunabaráttu er alltaf stendur yfir. Þó á þetta sínar orsakir eins og allt annað er miður fer. En það eru yfirborganirnar, sem eru á flestum vinnustöðum, og iðnnemar eru eins og annað fólk, þeir láta reka á reiðanum í þessum efnum meðan vel gengur. En ef samdrátturinn í at- vinnulífinu heldur áfram að vaxa, hvað þá? Um það ættu menn að hugsa áður en það er um seinan. Án árvekni, enginn árangur. Hvað vilt þú svo segja að lokum um málefni iðnnema yfir- leitt? Ég vil hvetja iðnnema til þess að starfa og fylgjast betur með sínum málefnum, og hafa það hugfast, að þó við lifum á góð- um tímum getur brugðið til hins verra, og þá er um seinan að snúa við. Hér birtum við viðtöl við nokkra iðnnema á Akranesi. Við ætlum að leggja fyrir þá alla sömu spurningarnar og skulum við sjá hvað þeir hafa til málanna að leggja. Fyrstur á vegi okkar er maður að nafni Gísli Einarsson. Gísli er að læra vélvirkjun hjá Sementsverksmiðju ríkisins. Þá langar okkur fyrst til að spyrja þig Gísli. Hvert er álit þitt á kjörum og aðbúnaði iðnnema í dag? Prósentukjör iðnnema eru allt of lág, til þess að hægt sé að lifa af þeim með fjölskyldu. En hitt vita allir, að iðnnemar í dag eru allflestir töluvert yfirborgaðir, og það gerir okkur kleift að fleyta okkur og fjölskyldu okkar. 22 I Ð N N E M I N N

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.