Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 7
STEFÁN ÓLAFSSON FÉLAGSLEGUR VANÞROSKI Einn er sá sjúkdómur, er háir öllum félögum og nefnist sá sjúkleiki félagslegur vanþroski. Hvaða forystumaður í félagsmálum kannast ekki við að hafa, einhverntíma á starfsferli sínum heyrt þessa köldu kveðju frá einhverjum félagsbræðra sinna: „Þið gerið ekkert!" Stór orð! Þegar haft er samband við þessa sömu félagsbræður, bréflega eða munnlega, vantar sjaldnast afsakanir. „Ja, ég get það bara ekki," og ef gengið er fastar á er lofað, og svikið. Það eru þessir sömu félagsmenn, sem eru með gapandi gin á hverju götuhorni en ekki á fundum! Nei, þangað hætta þessir háu herrar sér ekki. „Hvað heldurðu að ég nenni að vera að standa í þessu?" Félag er hópur. Þetta er grundvallaratriði, sem eigi verður gengið fram hjá, en ef aldrei er hægt að ná saman hóp, er ekki andskoti mikið félag! Hvað er þá til bragðs að taka? Séu félags- menn spurðir, hvort þeir vilji láta leggja niður félagið, er svar- ið: „Nei, af hverju?". Þeir álíta sem sé, þessir ágætu herrar (eða dömur), að með bví að kjósa eða skipa stjórn séu þeir lausir við alla ábyrgð, og hag félagsins sé í hvívetna vel borgið. Auðvitað er gleðilegt, ef þetta stafar eingöngu af ofurmannlegu áliti á stjórnarmönnunum, en þar liggur hundurinn hreint ekki graf- inn. Nei, öðru nær, þetta er vanalega nefnt leti en ég kalla það félagslegan vanþroska. Ef eingöngu væri um iðnnema að ræða í þessu sambandi væri svarið auðvelt, en svo er því miður ekki, ónei, þetta er sameiginleg reynsla allra félagsstjórna, utan að sjálfsögðu pólitísku félaganna. Hvernig sem á því stendur er kjafturinn á íslendingum alltaf á réttum stað, utan funda, en aldrei á fundum! Eftir þriggja ára samfellt starf að félagsmálum iðnnema leyfi ég mér að halda því fram, að mæti félagsmenn ekki á löglega boðuðum fundi, skemmtunum eða öðru slíku, svari ekki bréf- um, svíki öll loforð og borgi ekki félagsgjöld, þá gefist stjórnin hreinlega upp á því að vera nokkuð að reyna að ná sambandi við félagsmenn og geri einfaldlega eins lítið og samvizkan leyfi. Það eina sem er öruggt, er að fá nœga þátttöku í fylliríisferðir! Þetta er ekki sérlega glæsilegt, en því miður, allt of oft satt. Margt er gert fyrir köldum eyrum, má til dæmis nefna ferðir Prentnemafélagsins til útlanda vorið 1965 og nú í vor, aðeins sárafáir tóku þátt í beim. Einnig má nefna ferð INSÍ, nú í haust, sérdeilis skemmtilega ferð. Af um 2000 iðnnemum á landinu tilkynntu aðeins 9 þátttöku, og 8 fóru þessa ferð, sem var auglýst rækilega í blöðum, útvarpi og dreifipésum. Nú kannski sýnir þetta aðeins bágborin kjör iðnnema? Nei ekki er það nú svarið, heldur einfaldlega vanþroski, félagslegur vanþroski. Allt sem heitir félag (nema í pólitík) er ekki spenn- andi, enginn hasar og því enginn áhugi. Iðnnemasamtökin í landinu hafa unnið stórvirki, hvert á sínu sviði, án alls Iúðraþyts og auglýsingaskrums, og er INSÍ nær- tækasta dæmið. Þegar að pólitíska slagnum um völdin linnti fóru skrefin að verða stærri og stærri en áhugi hins almenna iðnnema minnkaði að sama skapi. Ég vil þó taka fram að mér er engin eftirsjá í slagnum, því að sá vandi, sem pólitíkin skap- aði, beint og óbeint, gerði meira en að vega á móti áhuganum. Auk þess var lítið varið í samtök, sem almennt voru álitin ein allsherjar halelújasamtök til að rífa kjaft við hliðina á Guð- mundi J. niðri á torgi. hvað sem sem kann að hafa verið til í því. En sleppum því. Hvað skal til bragðs tekið til að auka áhugann? í sveinafé- lögunum er aldrei meiri áhugi en í verkföllum, en það er nú líka hálfgert hrossameðal. Auk þess hafa iðnnemar ekki verk- fallsrétt. Þó að árangur hafi ekki verið sem skyldi af íþrótta- æfingum, skemmtikvöldum o.fl. þess háttar auk félagsfunda, tel ég enga ástæðu til að örvænta, meðan einhverjir fást til að mæta. Það verður að halda áfram að reyna, og umfram allt, ekki aflýsa skemmtikvöldum vegna fámennis. VÍSUR Áður fyrr var algengt að menn köstuðu fram vísum við ýmis tækifæri, en því miður virðist þessi gamli þjóðarsiður vera á undanhaldi. Þessar tvær ágætu vísur, eftir Kristján B. Guðmundsson, fyrsta gjaldkera I.N.S.Í., er að finna í gömlum þingtíðindum Iðnnemasambzands íslands. Ferskeytlum þessum kastaði Kristján fram í umrasðum um „skólahúsmálið" á framhaldsstofnfundi I.N.S.Í., og gætu þær svo sannarlega átt við enn þann dag í dag. Burt með gamla kytrukofa, komi veglegt skólahús. Þá mun iðn vor listum lofa og lcerdóm skila ærið fús. Betri árang bjarta daga, boðar framtíð iðnaðar. Ef að tekst með listum laga að lofa skóla framtíðar. I Ð N N E M I N N 7

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.