Iðnneminn - 01.05.1968, Page 9

Iðnneminn - 01.05.1968, Page 9
Lesendur góðir, þetta eru helztu atriði í heils árs starfsemi stærsta iðnnemafélagsins á land- inu. — Mér fyndist að starfsemi iðnnemafélags ætti að vera töluvert meiri en hér hefur verið lýst, en því miður hafa mörg, ef ekki flest hinna félaganna, lítið betri sögu að segja. Vafalaust eru iðnnemar mér sammála og finnst þessi starf- semi mega fara betur, á einn eða annan hátt, og ýmsu við hana bæta. Um starfsmöguleika félags sem slíks, þarf ekki að fjölyrða, en til þess að sú starfsemi náist, þarf fyrst og fremst einhvem áhuga fé- lagsmanna, því að það er niðurdrepandi fyrir stjóm, hvað góð sem hún kynni að vera, ef nær enginn sýnir lit af áhuga, hefur ekki einu sinni rænu á að skamma hana; til þess þarf að opna kjaftinn, en því þorir helzt enginn. — Er það kannski stærsta vandamál iðnnemasamtakanna? Eg vil svo að lokum nota þetta tækifæri til að þakka iðnnemum þann þroska, er þeir hafa látið mér í té, í störfum mínum fyrir samtök þeirra, þó að þær stundir, sem ég hef til þess varið séu orðnar nokkuð margar, þá er ég þeim mun ríkari af þekkingu á félagslegum vanda- málum iðnnema og þjóðarinnar, að ég fæ það seint fullþakkað. Iðnnemar, styrkið samtök ykkar og gangið í iðnnemafélögin. Gerið Iðnnemasamband Islands að þeim málsvara sem það er verðugt, lofið rödd þess hljóma mann frá manni um land allt, þá fyrst fær það notið sín til fulls. Áfram INSÍ. Ingi Torfason, formaður FHR. r--------------------------- SKÓLAVÚRUR TEIKNIÁHÖLD í miklu úrvali ávallt fyrirliggjandi. ÞAÐ ER ÞINN HAGUR AÐ VERZLA í BÓKÁBÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Laugavegi 18 — Sími 15055 v---------------------------- IÐNNEMINN 9

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.