Iðnneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Iðnneminn - 01.05.1968, Qupperneq 11

Iðnneminn - 01.05.1968, Qupperneq 11
flutningskostnaðinn um allt að 50%, sé miðað við 30.000 tonna skip, sem nú eru í meirihluta á heimshöfunum. Það hafa aldrei verið til skip er þyldu saman- burð við IDUMITSU MARU. Þessi golíat tank- skipa, sem var sjósettur í Yokohama í septem- ber 1966, er nýjasti félaginn í japanska risa- skipaflotanum, sem nú leggja undir sig heims- höfin. Það ber 209,000 tonn, lengd þess er 342 metrar, og þar af leiðir að Eiffeltuminn (312 m) gæti sem hægast legið á dekkinu á því. Idumitsu Maru er á fleiri en einn hátt furðu- legt skip. Til dæmis eru aðeins tveir björgunar- bátar á því. — Abyrgðarlaust kæruleysi fyrir mannslífum? Hreint ekki. — Sjálfvirknin um borð er svo mikil að áhöfnin telur aðeins 45 maxms. Björgunarbátarnir eru yfirbyggðir og þaktir eldtraustu efni, svo þeir geta siglt gegn- um logandi olíuflekki án skaða. Þegar Idumitsu Maru er á siglingu — en það flytur olíu frá Kuwait til Japan — geta liðið dagar án þess að nokkur stígi inn í vélarúmið. Vélstjórinn, sem á vaktina, situr í hljóðeinangr- uðum og loftræstum klefa frammi fyrir mælum og stjómtökkum. Fjarstýrð sjálfvirkni hleður og losar tankana á 24 tímum — mörg tankskip, fimm sinnum smærri, þurfa helmingi lengri tíma. Það er aðeins eitt skip í heiminum, sem ekki er eins og julla við hliðina á Idumitsu Mam og það er annað japanskt tankskip — TOKYO MARU. (Norðmenn munu eiga annað stærra, BERGHUS, 205,000 tonn, en ég hef engar skýrslur þar um. S.Ó.). Tokyo Maru er 150,000 tonn og var byggt 1965 af sömu skipasmíðastöð, Ishikawayima — Harima Heavy Industries — (IHI). Þessi risaskip eru ævintýri út af fyrir sig, en jafnframt, og ekki síður, eru þau hluti enn ævintýralegri sögu. Sögunni um það hvem- ig Japan varð stærsta skipasmíðaland heims. Fyrir 10 til 15 árum voru þeir alls ekki taldir með á þessu sviði, en árið 1965 voru 43% allra nýrra skipa í heiminum byggð í japönskum skipasmíðastöðvum. Japan byggði, að tonna- fjölda til, fimm sinnum meira en næsta þjóð í röðinni, Svíþjóð, og tíu sinnum meira en Banda- ríkin, og enn eykst skriðurinn, 1966 hlupu 4 skip á viku af stokkunum í Japan. „Við eigum aðeins tvö hráefni af náttúrunnar hendi: loft og grjót,“ segir japanskur iðnjöfur. En hvemig hefur þá sárafátæk þjóð, eins og japanska þjóðin var í stríðslok, farið að því að vinna fyrsta sæti í jafn fjárfrekum iðnaði og skipasmíðin er? Japan lagði hreinlega út í ein- hverja mestu iðnaðartilraun, sem um getur, Idumitsu Maru í reynslusiglingu. IÐNNEMINN 11

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.