Iðnneminn - 01.05.1968, Síða 15
Margt er
skrýtið...
Atvinnurekendur, sem kvarta
undan lélegri mætingu starfs-
fólks síns, vegna slæms höfuð-
verkjar og þess háttar, geta lík-
lega sjálfum sér um kennt, ef
marka má könnun á atvinnu-
sjúkdómum, sem dr. Helmut
Sopp, vinnusálfræðingur í
Diisseldorf í V.-Þýzkalandi lét
gera nýlega.
Af um 100.000 tilfella sjúk-
dóma í hinum ýmsu greinum
þýzks iðnaðar mátti rekja um
60% til sálrænna ástæðna. Oft
var það yfirmanninum að
kenna. Konur, sem unnu við
sauma í vefnaðarverksmiðju,
fengu þrálátan höfuðverk. Eft-
irlitsmennimir voru tillitssam-
ir og sögðu varla orð, en þeir
stóðu stundum fyrir aftan kon-
umar til að virða fyrir sér
vinnu þeirra. Og þar lá hund-
urinn grafinn. Án þess raun-
verulega að gera sér grein fyrir
því, voru konumar spenntar
eða óstyrkar. Þegar aftan-eftir-
litinu var hætt, hvarf höfuð-
verkurinn.
Það kom í ljós, að menn í
póstþjónustunni mættu aldrei
betur en fyrir jólin og nýárið.
Hvers vegna? Sálfræðingurinn
í Dusseldorf segir: „Ekki vegna
þess að þeir hafi ekki tíma til
að verða veikir, heldur vegna
þess, — að allt í einu er hver
einasti maður í Póstinum orð-
inn mjög þýðingarmikil per-
sóna.“
Atvinnurekandi með hraust-
asta starfsfólkið, segir dr. Sopp,
er sá sem veitir þeim (1) viður-
kenningu, (2) öryggið, sem að-
eins kemur þegar þú veizt að
þú ert vel liðinn og (3) frjáls-
ræði til að leysa sína vinnu
eins og starfsmanninum sjálf-
um finnst bezt.
— The Bulletin, blaSa- og
upplýsingaþjónusta V.-Þýzkalandi.
Efnahagssérfræðingar þykj-
ast nú sjá þess merki, að efna-
hagur Indónesíu sé á batavegi
— falskir peningar eru aftur
famir að líta dagsins ljós í
Djakarta. — Á síðustu árum
hefur verðfall indónesíska
rupiahns verið svo gífurlegt
(10.000 fyrir dollarann á svarta
markaði), að fölsun var ekki
talin svara kostnaði.
— The Insider’s Newsletter.
í Saudi Arabíu er aldrei
þráttað um það, hvort konan
sé betri eða verri ökumaður en
karlmaðurinn. Konum er ein-
faldlega bannað að aka bíl, —
en ef kona er tekin við akstur,
er það eiginmaðurinn, sem fer
í steininn.
— Road and Track.
íbúum Nagalands (á Ind-
landi) finnast kálfavöðvar mik-
ið fegurðarmerki. Þegar Naga-
strákur er að bera í víurnar í
Nagastelpu, dettur honum ekki
í hug að skjalla hana með því
að hrósa augum hennar eða
þvíumlíku. Þess í stað segir
hann: „En hvað kálfavöðvamir
á þér em yndislegir.“
— National Geograph News Bulletin.
Þegar tíu ára strákur kom
heim úr sunnudagaskólanum,
spurði móðir hans hann hvað
hann hefði nú lært þann dag-
inn.
„Já,“ sagði stráksi, „kennar-
inn sagði okkur hvemig Guð
sendi Móses bak við víglínuna
til að bjarga Israelsmönnum
undan Egyptum. Hann fór með
þá að Rauðahafinu og þá skip-
aði Móses verkfræðingunum
að byggja flotbrú. Þegar þeir
voru allir komnir yfir, litu þeir
til baka og sáu egypzku skrið-
drekana koma. Fljótur, sem
elding, greip Móses labb-rabb
tækið sitt og bað flugherinn að
senda sprengjuflugvélar og
sprengja brúna í loft upp.“
„Bobby!“ hrópaði móðir hans
upp yfir sig, „sagði kennarinn
þetta virkilega svona?“
„Ja, ekki alveg,“ viðurkenndi
Bobby, „en ef ég segði það eins
og kennarinn sagði það, mynd-
irðu aldrei trúa því!“
— Úr ræðu Henry R. Luce í blaða-
mannaháskóla í Bandaríkjunum.
IÐNNEMINN
15