Iðnneminn - 01.05.1981, Side 3
3
EIGA LAUNA-
MENN AÐ VERA
SÓSÍALISTAR?
Sáð í akur afbrýði og öfundar
Alla síðastliðna öld hafa menn
verið að velta því fyrir sér, hvort
það sé eðlilegast og réttast að
launafólk sé sósíalistar. Þessar
vangaveltur eru tilkomnar af því
að lýðskrumarar sósíalista hafa
brugðið þannig fyrir sig árinni í á-
róðri sínum fýrir „sæluríkinu”, að
margir launamenn hafa talið sjálf-
sagt að vera sósíalistar án þess að
athuga málið nánar. Þannig hafa
áróðursmeistaramir gætt þess að
sá í akurinn, þar sem vænta má
mestrar afbrýðisemi og öfundar.
Nú er svo komið, að þessi spuming
er ein gmndvallarspumingin, sem
rökvísir menn þurfa að gera upp
við sig áður en þeir ákveða í hvaða
flokk skipi sér. Ég hef hugsað mér
að gera í örstuttu máli grein fýrir
því, af hverju launafólk á ekki að
vera sósíalistar, ef það hefur sama
markmið og ég, þ.e. að hafa sem
best lífskjör.
Til þess að byrja á byrjuninni er
best að leggja það niður fyrir sig, í
hvom kerfinu er líklegra, að
launafólk hafi betri lífskjör, í hinu
sósíalíska eða hinu kapítalíska?
Arðurinn fer til fjárfestingar,
uppbyggingar og endurbóta,
sem er undirstaða aukinnar
hagsældar.
Sósíalistar eiga það gjaman til
að fullyrða, að í hinu kapítalíska
hagkerfi stöðvist arðurinn af fram-
leiðslunni í vasa atvinnurekandans
og komi honum einum til góða, en
verkamennimir fái ekkert af hon-
um til skiptanna. Athugum þetta
mál aðeins nánar. Hvemig hefur
hagur auðmanna breyst í tímans
rás, t.d. firá dögum iðnbyltingar-
innar? Hann hefur lítið sem ekkert
breyst. Auðmenn í öllum löndum,
sem við skoðum, hafa ávallt haft
allt til alls. Þeirra eyðsla breytist
lítið sem ekkert. En arðurinn sem
skapast fer til meiri fjárfestingar í
nýjum fýrirtækjum eða til upp-
byggingar og endurbóta á því sem
fyrir er. Þessi nýja fjárfesting eða
uppbygging skapar síðan meiri at-
vinnu og meiri framleiðni, sem
gerir kleift að selja meira, og þá
skapast meiri hagvöxtur.
En hvemig hefur hagur launa-
fólks breyst á þessum sama tíma?
Hann hefur alltaf verið að batna.
Fyrirtækin hafa hagnast vel og ver-
ið fær um að greiða hluta af arð-
inum til kauphækkana launafólks
ásamt fjárfestingum. Og vegna
þess að fyrirtækin hafa hug á að
hagnast meira, leita þau sífellt fyrir
sér með nýjar vömr sem neyt-
endur hafá hug á að kaupa. En til
þess að neytendur, launafólkið,
kaupi vömmar, verður það að
hafa efni á því og því verða at-
vinnurekendur að hækka kaupið
meira. Þetta er að sjálfsögðu afar
einfaldað, en gefur engu að síður
góða mynd af því, hvemig hag-
kerfi kapítalismans starfar í gróf-
um dráttum. Af því má glögglega
sjá að kenning sósíalista um arðrán
atvinnurekenda á launafólki er
rakin staðleysa, því að hagur at-
vinnurekandans er í rauninni fólg-
inn í því, að launafólkið hafi sem
best laun.
Hræðslan við tap og vonin um
gróða
í öllu tali sósíalista um réttlátari
skiptingu arðsins og það óréttlæti,
að sumir fái meira en aðrir, vill
gjaman gleymast aðalatriði máls-
ins: Það er, að arðsins þarf að afla
fýrst. Það er sama, hve menn ham-
ast við að skipta réttlátlega, arður-
inn, sem skipta á, verður alltaf að
vera fyrst til. í kerfi sósíalismans,
þar sem rtkið á alla framleiðsluna,
bera stjómendur fyrirtækjanna
enga ábyrgð á hag þeirra, því að
þeir em aðeins ráðnir tij að starfa
eins og hverjir aðrir launamenn.
Ef fyrirtækin em rekin með tapi,
snertir það hag stjómendanna
ekki, því að ríkið ber allan hallann.
í versta falli þyrftu þeir að leita sér
að nýrri atvinnu. Grundvöllurinn
fyrir því, að hægt sé að reka fyrir-
tæki með hagnaði er, að einhver
hvati sé til hjá stjómendum til þess
að láta það bera sig. í frjálsu hag-
kerfi kapítalismans er það hræðsl-
an við að verða gjaldþrota og
jafnframt gróðavonin, sem hvetur
menn til að gera betur.
Að hugsa rétt, „ríkið borgar”
Sósíalistar segja, að til að hægt
sé að reka framleiðsluna með
hagnaði og lifa í sósíalísku þjóð-
félagi, verði að koma til hugarfars-
breyting. Allir þurfi að hugsa um
velferð allra og láta eigin hagsmuni
víkja fyrir hagsmunum heildarinn-
ar. Allir verði að leggja af mörkum
eins og þeir geta, því að fyrr geti
hagkerfið ekki borið sig. En jafn-
vel þannig getur hagkerfið alls
ekki borið sig. Hagfræðingar
segja, að til þess að geta grætt
verði menn að taka áhættuna á að
tapa. En hver er höfuðskylda þess
manns, er hefur fjármuni annarra í
höndunum? Hún er að sýna varúð.
Maðurinn hefur engan rétt til að
fara með fjármuni annarra út í
eitthvert áhættusamt fyrirtæki og
eiga það jafnan á hættu að tapa
þeim öllum.
Þannig má sjá, að jafnvel þó allir
hugsuðu á þennan eina „rétta”
hátt, sem er jafn fráleitt og það
væri slæmt, þá væru framfarir allt
að því ómögulegar. Þetta fram-
leiðslukerfi sósíalistanna, sem átti
að miða að því að taka frá hinum
ríku og gefa hinum fátæku, endar
alltaf á einn veg: Allir verða fá-
tækir. Það er augljóst mál, að þeg-
ar ekki er hægt að reka fýrirtæki
með neinum hagnaði, er ekki
mögulegt að tryggja launþegum
mannsæmandi kjör. Og stað-
reyndin verður alltaf sú, að ríkið
borgar tapið á endanum, en inn-
heimtir það síðan með hærri skött-
um hjá þegnunum.
Allir áttu að fá nóg og allir að
vera ánægðir
Athyglisvert dæmi um, hvemig
þjóðnýting hefur farið í hundana,
er þegar rússneska byltingin var
gerð. Lenín sagði, að bændumir
ættu að framleiða eins og jörðin
gæfi af sér, taka til eigin nota og
gefa svo ríkinu afganginn. Allir
áttu að hafa nóg og allir að vera
ánægðir. En bændumir harðneit-
uðu að púla á ökmnum og fá síðan
ekki afraksturinn sjálfir. Enginn
vildi vinna, og ekkert var fram-
leitt. En Lenín fann ráð við því.
Það var ofbeldið. bændur, sem ó-
hlýðnuðust vom teknir af lífi,
sveltir til bana eða sendir í vinnu-
búðir. Þetta varð til þess, að allir
gættu sín á því að framleiða ekki
meira en í sig og á, en allur af-
gangur var vandlega falinn. Jafn-
vel Lenín sjálfur varð að viður-
kenna, að framleiðslan stórminnk-
aði. Þessi stórþjóð, sem ekki var
komin að ráði út í iðnað og hafði
áður flutt út milljónir lesta af
komi, varð ekki sjálfri sér nóg, en
neyddist til að flytja inn, og flytur
reyndar enn mill jónir lesta af komi
inn frá Bandaríkjunum.
Þegnar þess leggja allt í sölumar
til að komast í burt
Ég hef reynt að flytja í þessari
grein nokkur haldgóð rök fyrir því,
að launafólk á ekki að vera sósíal-
istar af efnahagslegum ástæðum.
Lengi mætti halda áfram að rök-
styðja það, að hinn almenni launa-
maður hagnast manna síst á sósíal-
ismanum og að þeir einu, sem bera
Haraldur Kristjánsson
meira frá borði em mennimir í
valdastólunum. Auk þess em
margir hlutir ósagðir um þá kúgun
og frelsisskerðingu, sem þetta
kerfi ber óhjákvæmilega með sér,
en ég ætla ekki að fara út í þá sálma
hér, því að menn hafa skrifað heilu
bækumar um það efni. En nýleg-
asta heimildin um kjör launafólks í
sósíalistaríki er bókin Frelsisbar-
áttan í Ráðstjórnarríkjunum, sem
íslenska andófsnefndin gaf út.
Sama er hvemig litíð er á málið.
hagfræðingar hafa stimplað kerfið
óhagkvæmt og ónothæft. Reynsl-
an segir okkur, að þegnar þess leggi
allt í sölumar til að komast frá því.
Ég spyr þá launþega, sem þetta
kynnu að lesa:
Hvejir eru hagsmunir ykkar?
Haraldur segir: ,,Ég hef hugsað mér að gera í
örstuttu máli grein fyrir því, af hverju launa-
fólk á ekki að vera sósíalistar, ef það hefur
sama markmið og ég, þ.e. að hafa sem best
lífskjör.
Þaðbvður
Kynntuþér
KDstína
sembjóðast
BankLþeinna sem hyggja aö framtíöinni
Iðnaðaitankinn
Aöalbariki og útíbú