Iðnneminn - 01.05.1998, Side 7
I.maí ávarp
Iðnnemasambands
íslands
Ein uppáhaldsiðja menntamálaráðhcrra þetta kjörtimabil er að berja scr á brjóst og fágna árangri í iðn- og starfsmenntamál-
urn. Þar er hann að tala um þá skóla sem risiö hafa á höfuðborgarsvæðinu sem sérstaklega eru ætlaðir til starfsmennntunar.
Margt gott hefur verið gert í þeim cfnum en í baráttunni fyrir bættri starfsmcnntun í landinu þarf alltaf að staldra við og
velta upp nokkrum spurningum, hvert er markmiðið með starfsmcnntun, hver ber ábyrgö á að þekkingin viðhaldist og hafa
allir tækifæri til að leggja stund á starfsmenntunargreinar? Þegar þessi grundvallaratriöi eru höfð í huga þá kemur íslenska
menntakerfið oft spánskt fyrir sjónir.
Starfsmenntun er eitt mikilvægasta menntunai stig þjóðarinnar, það hefur margoft sýnt sig að þær þjóðir sem búa yfir vel
starfsmenntuðu fólki hafa betri alþjóðlega samkeppnisstöðu heldur en þær þjóðir sem ekki hafa lagt jafn mikið uppúr slíkri
menntun. Margoft hefur verið sannað að það hreinlega borgar sig að taka erlend lán sem fatf' beint inní iðnskólakerfið, því
borga sig upp í meiri afköstum og frumkvæði hjá hinum skóluðu starfsmönnum. Markmiðið hlýtur því að vera að vanda
til iðn- og starfsmenntunar, búa nemcndum góð skilyrði í námi og auka fjölbreytileikann í starfsmenntun á íslandi.
Það er mikið áhyggjuefni að margar af þeim iðngreinum sem hafa verið rótgrónar í gegnum tíðina eru nú að hverfá úr
menntakerfinum vegna lítiliar aðsóknar og þekkingin sömuleiðis. Nauðsynlegt er að sporna.við þessari þróun og viðhalda
þeirri verkkunnáttu sem lifað hefúr með þjóðinni um langan tíma. Þar hljóta'menntamálayfirvöld að bera ábyrgð því að ef
hvatningin er ekki til staðar fyrir ncmann innan skólakerfisins og námið jafnyel illa kynnt, er ekki hægt að ætlast til þess aö
fólk hópist á tiltekna námsbraut. En þaö eru flciri sem bera ábyrgð á því að kunnáttan viðhaldist og það eru þeir sem búa yf-
ir henni. í dag er það alltof fátítt að meistarar finni hjá sér þörf til að taka fólk á samning, nema sem ódýrt vinnuafl og til eru
dæmi þess að nemar mæti í sveinsprófið með fjögurra ára langa-þjálfun í því að sópa gólf en litla ktmnáttu þess fyrir utan.
Þarna vantar gjörsamléga að meistararnir finni hjá sér ábyrgð ,ril áð bera áfram þá þekkingu sem þeir hafa öðlasri
í því stjórnkerfi sem við lifúm við í dag er þaó lenska að hinn frjálsi markaður hafi allt ákvörðunarvald í atvinnuíifinu. SmáB
og smátt eru menntamálayfirvöld að varpa ábyrgðinni yfir á þessa ósýnilegu frjálshyggjuhönd sem tekur henni fagnandi og
um leið því valdi sem henni fylgir. Allt í einu er það atvinnulífið sem er farið að byggja upp skóla sem eiga að mennta naéstu
kynslóðir. Fyrirkomulagið er dásamað þar sem markaðurinn leggur meira fé til skólans en þjóðin sjálf hefði tínit áð gera. Én
hvaða vald færir þetta atvinnulifinu. Nú getur markaðurinn stjórnað því hversu margir útskrifast úr iðninhi og með hvaða
menntun og ef eitthvað fer úrskeiðis er það í raun enginn sem er ábyrgur. Menntun er það mikilvægasta sem við þiggjum og
þegar við afsölum okkur valdi yfir henni erum við komin á hála braut.
í hinum hefbbundnu iðngreinum er nema-meistarakcrfið allsráðandi. Þar hefúr það lcngi verið svo að meistararnir ráða því
hverjir komast á samning, hversu margir o'ghvenæt. Þannig hafa þeir alltaf getað ráðið markaðinum og þegár verkefnaskorl
ur er allsráðandi er ekki nokkur nemi tekinn á samning, cn þegar uppsveiflan kemur er ekki til nóg af menntuðu fólki í grein-
inni. Á meðan þetta kerfi er við lýði þarf heldur e'hgan að undra af hverju konum er lokaður aðgan'gUr að flestum hefðtóndn-
um iðngreinum. rj" ^
Það er kominn tirni til að við ákveðum hver ber ábyrgð og hver ræður framtíðinni. Viljum við að jafnrétti ríki til náms á Ís- J
landi. Viljum við gefa hæfustu einstaklingunum færi á að mennta sig eöa á það að vera háð duttlungum atvinnulífs og meist-
ara hverjir eru útv'aldir. Það er kominn tími til að menntamálayfirvöld í landinu kannist við skyldúr sínar og taki stjórnina í
sínar hendur í stað þess að afsala sér ábyrginni. Nauðsynlegt er að stokka upp kerfið þannig að hæfileikar og áhugi ráði því
hverjir og hversu margir geta lagt stund á iðnnám. Krafan á baráttudegi verkalýðsins og alla aðra daga ársins hlýtur að vcra
góð menntun til handa verkafólki þar sem hæfileikar hvers og eins fá notið sín til heilla fyrir þjóðfélágið og einstaklingana.
\<% ÍSBERG
I ð n n e m i n n
7