Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2009, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 29.10.2009, Qupperneq 55
FIMMTUDAGUR 29. október 2009 39 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 29. október 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Hljómsveitin Swive + gestir spil- ar á fimmtudagsforleik Hins hússins. Allir allsgáðir 16 ára og eldri velkomnir. Gengið inn í kjallara Austurstrætismeg- in. Enginn aðgangseyrir. 20.30 Elisabeth Kaiser organisti og Christian Raake saxófón- og flautuleik- ari verða með tónleika í Hveragerð- iskirkju við Hverahlíð. Á efnisskránni verða bæði klassísk lög og djass. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Hljómsveitin Huld og Böðvar Rafn Reynisson verða með sameig- inlega útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. 21.00 Sigríður Thorlacius og hljóm- sveitin Heiðurspiltar flytja lög Jóns Múla á tónleikum á Græna hattinum við Hafnarstræti 96 á Akureyri. 21.00 Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í kjallara Cafe Cultura við Hverfisgötu 18. Fram kemur tríóið ASA skipað þeim Agnari Má Magnússyni, Scott McLem- ore og Andrési Þór. 22.00 Hallur Ingólfsson verður með tónleika á Sódómu við Tryggvagötu. Einnig koma fram á tón- leikunum Fabúla og Markús (fyrrum söngvari Skáta). ➜ Opnanir 17.00 Hjá Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu opnar Egill Sæbjörnsson sýningu auk þess sem opnuð verður sýning á verkum Ryans Partek í D-saln- um. Opið alla daga kl. 10-17, fimmtu- daga til kl. 22. ➜ Sýningar Í Þjóðarbókhlöðunni við Arngrímsgötu hefur verið opnuð sýning til heiðurs Þorsteini Þorsteinssyni í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því fyrsta kennslu- bókin í esperanto kom út. Þar stendur einnig yfir sýning tengd Kreppunni 1930-40, sýning á íslenskum kvenna- blöðum og tímaritum og sýning tengd Gunnari Gunnarssyni rithöfundi. ➜ Síðustu forvöð Næstkomandi helgi lýkur sýningunni „Lífróður - föðurland vort hálft er hafið“ í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði. Á sýningunni eru verk eftir tæplega þrjátíu listamenn sem endur- spegla hafið. Opið fim. kl. 11-21, fös.- sun. kl. 11-17. ➜ Opin vinnustofa Gestalistamenn SÍM verða með opna vinnustofu að Seljavegi 32 (4. hæð) kl. 18.30-20.30. Listamennirnir eru: Fiona Chambers, Joe Ritter, Sarah Tosques, Elizabeth Tubergen, Ailbhe Kelly-Mill- er og Damnievska Evgenija. ➜ Leikrit 20.00 Leikfélag Fljótdalshéraðs sýnir verkið „Saumastofan“ eftir Kjartan Ragnarsson í Valaskjálf að Skógarlönd- um 3 á Egilsstöðum. ➜ Hannyrðir Ágústa Þóra Jóns- dóttir, höfundur bókarinnar „Hlýjar hendur“ sýnir prjónaða vett- linga úr bókinni og leiðbeinir áhugasöm- um kl. 16-18, í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. „Páll Óskar sagðist ætla að taka á móti okkur í anddyrinu. Hann sagðist ætla að gera eins vel við okkur og hægt væri og ég veit að hann bregst ekki,“ segir Sirrý Sig- fúsdóttir spákona, eða Sirrý spá. Yfir tuttugu nornir í félagsskapn- um Hrafnagyðjur ætla að mæta í fullum herklæðum í hrekkjavöku- partí Páls Óskars Hjálmtýssonar á Nasa á laugardagskvöld. Þar munu þær vafalítið falla vel inn í hópinn enda eru gestir hvattir til að mæta í hrekkjavökubúningum í tilefni dagsins. Klúbburinn Hrafnagyðjur var stofnaður í fyrra og telur hann um fjörutíu konur á öllum aldri. Þrisvar til fjórum sinnum á ári hittast þær, spá í spil og bolla og spjalla saman. „Við erum ekki allar spákonur en margar eru í andlegum málefnum og hafa brennandi áhuga á þeim,“ segir Sirrý. Partíið á laugardaginn hefst heima hjá Sirrý, eða í sjálfu Nornasafninu. - fb Nornir mæta á Nasa HRAFNAGYÐJUR Nornirnar í Hrafnagyðj- um ætla að gangu fylktu liði í hrekkja- vökupartí Páls Óskars á Nasa. Nýtt verk í leikstjórn Margrét- ar Vilhjálmsdóttur verður frum- sýnt í gömlu verksmiðjuhúsnæði úti við Gróttu í byrjun nóvember. Verkið kallast Hnykill og kemur fjöldi leikara, tónlistarmanna og myndlistarfólks að uppsetningu þess. Hnykill fjallar um mann- legar tilfinningar á borð við sökn- uð og gleði og eru ólíkar skynjan- ir heilans og leyndardómar hans skoðaðir. „Þetta er alveg glænýr hópur og er í raun samansafn af lista- mönnum sem Margrét hefur verið að sanka að sér í gegnum árin en þetta er í fyrsta sinn sem hún leiðir alla þessa einstaklinga saman. Katrín Þorvaldsdóttir og Ríkey Kristjánsdóttir eru list- rænir stjórnendur verksins ásamt Margréti og þær hafa unnið að þessu verki síðastliðin tvö ár,“ segir Gríma Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Hnykils. „Í verkinu sameinum við mynd- gjörninga, leiklist og hljóðgjörn- inga. Við eigum ekkert íslenskt orð yfir þetta listform en á ensku kallast það Site Specific Perfor- mance Theatre og er það er orðið nokkuð þekkt víða um heim,“ útskýrir Margrét Vilhjálmsdóttir. Nánari upplýsingar um miða- sölu og sýningartíma veitir Gríma Kristjánsdóttir í síma 846- 2618. Verkið verður sýnt í hús- næði sem áður hýsti Borgarplast. Leikhópurinn kallar það Norður- pólinn. - sm Nýr Hnykill á Norðurpólnum SAMANSAFN LISTAMANNA Margrét Vilhjálmsdóttir leikstýrir nýju verki sem kallast Hnykill. Verkið verður frumsýnt hinn 1. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BIOTHERM dagar í DEBENHAMS 29. október - 4. nóvember Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Biotherm vörur Verðmæti kaupaukans 9.000 krónur Einnig aðrar gerðir kaupauka - Eau Pure Body lotion 75 ml - Eau Pure sturtusápa 75 ml - Eau Pure ilmur 15 ml - Aquasource rakakrem 20 ml - Aquateinte litað dagkrem 5 ml - Pure extract of thermal plankton 7 ml SKIN VIVO Fyrsta kreminu sem snýr við öldrunarferli húðarinnar1 Æskan er í genum þínum. Virkjaðu þau með Allt að 10 ára yngri húð á aðeins 4 vikum2. Í hjarta hverrar frumu er DNA sem inniheldur gen sem tryggja lífsskilyrði allra frumna. Með aldrinum veikjast frumugenin og þar af leiðandi hægist á frumuendurnýjun sem hefur veruleg áhrif á öldrun húðarinnar. Nýjung – tvöföld virkni gegn öldrun húðarinnar: DNA + GEN Einstök sameining Pure Thermal Plankton og Reverserol SV, sem er öflugt og virkt jurtaefni, stuðlar að viðgerð á DNA skemmdum, endurvekur virkni3 frumugenanna og örvar frumuendurnýjun4. Öldrun húðarinnar er „afturkölluð” og hún verður sjáanlega unglegri Árangur: Fyllir upp innan frá og dregur úr hrukkum. Þéttari og stinnari húð. Einstakur ljómi. Vísindalegar sannanir á rannsóknarstofum. Prófað á yfir 300 konum. NÝ TÆKNI 8 EINKALEYFI 1) F rá B io th er m . 2 ) m æ lt m eð s ka nn m yn d á þé ttl ei ka á s tu ðn in gs ve f h úð ar in na r- um bæ tu r ja fn gi ld a 10 á ru m – p ró fa ð á 32 s em n ot uð u da gk re m ið . 3 ) t já ni ng . 4 ) i n vi tro r an ns ók ni r. G ild ir á ky nn in gu nn i m eð an b irg ði r e nd as t. G ild ir ek ki m eð 2 d eo do ra nt . Ei nn k au pa uk i á v ið sk ip ta vi n.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.