Fréttablaðið - 29.10.2009, Page 55

Fréttablaðið - 29.10.2009, Page 55
FIMMTUDAGUR 29. október 2009 39 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 29. október 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Hljómsveitin Swive + gestir spil- ar á fimmtudagsforleik Hins hússins. Allir allsgáðir 16 ára og eldri velkomnir. Gengið inn í kjallara Austurstrætismeg- in. Enginn aðgangseyrir. 20.30 Elisabeth Kaiser organisti og Christian Raake saxófón- og flautuleik- ari verða með tónleika í Hveragerð- iskirkju við Hverahlíð. Á efnisskránni verða bæði klassísk lög og djass. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Hljómsveitin Huld og Böðvar Rafn Reynisson verða með sameig- inlega útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. 21.00 Sigríður Thorlacius og hljóm- sveitin Heiðurspiltar flytja lög Jóns Múla á tónleikum á Græna hattinum við Hafnarstræti 96 á Akureyri. 21.00 Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í kjallara Cafe Cultura við Hverfisgötu 18. Fram kemur tríóið ASA skipað þeim Agnari Má Magnússyni, Scott McLem- ore og Andrési Þór. 22.00 Hallur Ingólfsson verður með tónleika á Sódómu við Tryggvagötu. Einnig koma fram á tón- leikunum Fabúla og Markús (fyrrum söngvari Skáta). ➜ Opnanir 17.00 Hjá Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu opnar Egill Sæbjörnsson sýningu auk þess sem opnuð verður sýning á verkum Ryans Partek í D-saln- um. Opið alla daga kl. 10-17, fimmtu- daga til kl. 22. ➜ Sýningar Í Þjóðarbókhlöðunni við Arngrímsgötu hefur verið opnuð sýning til heiðurs Þorsteini Þorsteinssyni í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því fyrsta kennslu- bókin í esperanto kom út. Þar stendur einnig yfir sýning tengd Kreppunni 1930-40, sýning á íslenskum kvenna- blöðum og tímaritum og sýning tengd Gunnari Gunnarssyni rithöfundi. ➜ Síðustu forvöð Næstkomandi helgi lýkur sýningunni „Lífróður - föðurland vort hálft er hafið“ í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði. Á sýningunni eru verk eftir tæplega þrjátíu listamenn sem endur- spegla hafið. Opið fim. kl. 11-21, fös.- sun. kl. 11-17. ➜ Opin vinnustofa Gestalistamenn SÍM verða með opna vinnustofu að Seljavegi 32 (4. hæð) kl. 18.30-20.30. Listamennirnir eru: Fiona Chambers, Joe Ritter, Sarah Tosques, Elizabeth Tubergen, Ailbhe Kelly-Mill- er og Damnievska Evgenija. ➜ Leikrit 20.00 Leikfélag Fljótdalshéraðs sýnir verkið „Saumastofan“ eftir Kjartan Ragnarsson í Valaskjálf að Skógarlönd- um 3 á Egilsstöðum. ➜ Hannyrðir Ágústa Þóra Jóns- dóttir, höfundur bókarinnar „Hlýjar hendur“ sýnir prjónaða vett- linga úr bókinni og leiðbeinir áhugasöm- um kl. 16-18, í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. „Páll Óskar sagðist ætla að taka á móti okkur í anddyrinu. Hann sagðist ætla að gera eins vel við okkur og hægt væri og ég veit að hann bregst ekki,“ segir Sirrý Sig- fúsdóttir spákona, eða Sirrý spá. Yfir tuttugu nornir í félagsskapn- um Hrafnagyðjur ætla að mæta í fullum herklæðum í hrekkjavöku- partí Páls Óskars Hjálmtýssonar á Nasa á laugardagskvöld. Þar munu þær vafalítið falla vel inn í hópinn enda eru gestir hvattir til að mæta í hrekkjavökubúningum í tilefni dagsins. Klúbburinn Hrafnagyðjur var stofnaður í fyrra og telur hann um fjörutíu konur á öllum aldri. Þrisvar til fjórum sinnum á ári hittast þær, spá í spil og bolla og spjalla saman. „Við erum ekki allar spákonur en margar eru í andlegum málefnum og hafa brennandi áhuga á þeim,“ segir Sirrý. Partíið á laugardaginn hefst heima hjá Sirrý, eða í sjálfu Nornasafninu. - fb Nornir mæta á Nasa HRAFNAGYÐJUR Nornirnar í Hrafnagyðj- um ætla að gangu fylktu liði í hrekkja- vökupartí Páls Óskars á Nasa. Nýtt verk í leikstjórn Margrét- ar Vilhjálmsdóttur verður frum- sýnt í gömlu verksmiðjuhúsnæði úti við Gróttu í byrjun nóvember. Verkið kallast Hnykill og kemur fjöldi leikara, tónlistarmanna og myndlistarfólks að uppsetningu þess. Hnykill fjallar um mann- legar tilfinningar á borð við sökn- uð og gleði og eru ólíkar skynjan- ir heilans og leyndardómar hans skoðaðir. „Þetta er alveg glænýr hópur og er í raun samansafn af lista- mönnum sem Margrét hefur verið að sanka að sér í gegnum árin en þetta er í fyrsta sinn sem hún leiðir alla þessa einstaklinga saman. Katrín Þorvaldsdóttir og Ríkey Kristjánsdóttir eru list- rænir stjórnendur verksins ásamt Margréti og þær hafa unnið að þessu verki síðastliðin tvö ár,“ segir Gríma Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Hnykils. „Í verkinu sameinum við mynd- gjörninga, leiklist og hljóðgjörn- inga. Við eigum ekkert íslenskt orð yfir þetta listform en á ensku kallast það Site Specific Perfor- mance Theatre og er það er orðið nokkuð þekkt víða um heim,“ útskýrir Margrét Vilhjálmsdóttir. Nánari upplýsingar um miða- sölu og sýningartíma veitir Gríma Kristjánsdóttir í síma 846- 2618. Verkið verður sýnt í hús- næði sem áður hýsti Borgarplast. Leikhópurinn kallar það Norður- pólinn. - sm Nýr Hnykill á Norðurpólnum SAMANSAFN LISTAMANNA Margrét Vilhjálmsdóttir leikstýrir nýju verki sem kallast Hnykill. Verkið verður frumsýnt hinn 1. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BIOTHERM dagar í DEBENHAMS 29. október - 4. nóvember Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Biotherm vörur Verðmæti kaupaukans 9.000 krónur Einnig aðrar gerðir kaupauka - Eau Pure Body lotion 75 ml - Eau Pure sturtusápa 75 ml - Eau Pure ilmur 15 ml - Aquasource rakakrem 20 ml - Aquateinte litað dagkrem 5 ml - Pure extract of thermal plankton 7 ml SKIN VIVO Fyrsta kreminu sem snýr við öldrunarferli húðarinnar1 Æskan er í genum þínum. Virkjaðu þau með Allt að 10 ára yngri húð á aðeins 4 vikum2. Í hjarta hverrar frumu er DNA sem inniheldur gen sem tryggja lífsskilyrði allra frumna. Með aldrinum veikjast frumugenin og þar af leiðandi hægist á frumuendurnýjun sem hefur veruleg áhrif á öldrun húðarinnar. Nýjung – tvöföld virkni gegn öldrun húðarinnar: DNA + GEN Einstök sameining Pure Thermal Plankton og Reverserol SV, sem er öflugt og virkt jurtaefni, stuðlar að viðgerð á DNA skemmdum, endurvekur virkni3 frumugenanna og örvar frumuendurnýjun4. Öldrun húðarinnar er „afturkölluð” og hún verður sjáanlega unglegri Árangur: Fyllir upp innan frá og dregur úr hrukkum. Þéttari og stinnari húð. Einstakur ljómi. Vísindalegar sannanir á rannsóknarstofum. Prófað á yfir 300 konum. NÝ TÆKNI 8 EINKALEYFI 1) F rá B io th er m . 2 ) m æ lt m eð s ka nn m yn d á þé ttl ei ka á s tu ðn in gs ve f h úð ar in na r- um bæ tu r ja fn gi ld a 10 á ru m – p ró fa ð á 32 s em n ot uð u da gk re m ið . 3 ) t já ni ng . 4 ) i n vi tro r an ns ók ni r. G ild ir á ky nn in gu nn i m eð an b irg ði r e nd as t. G ild ir ek ki m eð 2 d eo do ra nt . Ei nn k au pa uk i á v ið sk ip ta vi n.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.