Ljósberinn - 10.05.1924, Page 8
144
LJÓSBERINN
þakka fyrir fagra og hreina æsku. Vér lítum ekki
smáum augum á æsku Helga Árnasonar, sem 18 ára
að aldri hefir verið kallaður heim. Með þakklæti er
hugsað um æsku hans, og þó að söknuður búi í sál
elskandi vina, þá sameinast söknuðurinn þakklætinu.
Hjarta hans var snemma opið fyrir heilögum áhrif-
um og nafn Guðs geymdi hann í grandvarri sál. þess-
vegna ber að þakka og breyta sorgarathöfn í lofgerð-
arhátíð.
Blessaðar veri hinar fögru og Ijúfu minningar. þ>ær
kalla hver á aðra, og brosið fylgir þeim öllum. Skýr
er minningin um þá stund, er honum var fagnað af
elskandi foreldrum; gefinn þeim af Guði, en um leið
var Guði gefið það, sem Guðs er. Á heilagri skírnar-
stund var nafn hans nefnt, og sál drengsins tók á
móti blessuninni. þessi blessun hvarf aldrei frá hon-
um. Helgi var helgaður Drotni. — Elskuðum syni var
sagt frá hinu heilaga, og hjarta hans geymdi orð-
in, frásögurnar um hinn bezta vin, og sögurnar um
þá, sem urðu lærisveinar og fylgdu Drotni. En hve
hann hlustaði, og hann las um hið heilaga, svo að
það færðist nær. Hann kunni söguna um hinn unga
svein, sem var í helgidóminum. það var ekki slokn-
að á Guðs lampa, og Drottinn kallaði á Samúel. En
drengurinn átti því láni að fagna, að sá, sem átti að
fræða hann og leiðbeina honum, skildi, að það var
Drottinn, sem kallaði. þeirri fræðslu var það að
þakka, að sveinninn svaraði: „Tala þú, því að þjónn
þinn heyrir“.
þannig var Helgi fræddur um hinn rétta veg, og
hann gekk á veginum. Lampann hafði hann með sér,