Ljósberinn


Ljósberinn - 10.05.1924, Page 11

Ljósberinn - 10.05.1924, Page 11
LJÓSBERINN 147 eilífs lífs í hjörtu þeirra barna, sem hann fengi að uppfræða. En það má með sanni segja, að hann var byrjaður á slíku starfi. Hann starfaði að útbreiðslu Guðsríkis meðal drengjanna, þar var hann allur í góðu verki. þessi bæn var í hjarta hans: Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið. Bænin var heyrð. Honum var gefið það hlutverk að bera ljós til annara. Um það ber „Ljósberinn“ vott. par geymist vitnisburður hans, þar eru skýr orð hins trúaða, unga manns. Ljósið himneska lýsti honum, en um leið lýsti Ijós hans öðrum. Fyrir þá ljósbirtu er þakkað, þegar hugsað er um hinn elskaða son og bróður, hinn hjartkæra vin og samverkamann. Sárt söknum vér hans. En vér samgleðjumst hon- um, og hugsum um orðin í spekinnar bók: „þroskað- ur á skömmum tíma framkvæmdi hann verk margra ára. Guð hafði velþóknun á sál hans, þess vegna skundaði hún burt frá heimi syndarinnar“. þökkum Guði, er vér hugsum um fult hveitikorn í axinu og hinn fullþroskaða ávöxt. Tökum á móti blessuninni í hvaða búningi sem hún kemur. — Sunnudaginn 27. apríl var bróðir Helga fermdur hér í kirkjunni, foreldrar fylgdu barni sínu á heilagan stað. Blessunin var veitt elskuðum syni þeirra. En tveim stundum síðar andaðist Helgi. Hann var kall- aður heim, þar sem hátíð aldrei dvín. Sú blessun var veitt honum. Um leið og vér hugsum um tvennskon- ar blessun, þá blessum vér yður, kæru vinir, frá húsi Drottins, og trúum því, að þetta sé dagurinn, sem Drottinn hefir gjört. Guð blessi minningu- um hreina æsku. Guð blessi

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.