Ljósberinn


Ljósberinn - 14.09.1935, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 14.09.1935, Blaðsíða 4
278 LJÖSBERINN Syng Guði lof. Ég vil lofa Drottinn meðan lifi, lofsyngja Guði mlnum, meðan ég' er til. — Sálm. 146, 2. Margir harmsöngvar hafa verið sungn- ir á liðnum öldum, og þeir eru sungnir enn í dag. Við sjálf getum ekki hreins- að okkur af því, að hafa átt einhvern þátt í slíkum söng um okkar daga. En eigum við ekki að syngja Guði lof- söng í dag? Við höfum næga ástæðu til að gera það, og við getum gert það líka, ef við aðeins trúum á hann í sannleika. Hann hefir gert sáttmála við okkur í heilagri skírn og- ef við höfum tileinkað okkur þá náð, í anda og sannleika, sem hann veitir okkur, þá erum við Guðs börn og getum örugg sagt: »Mitt hjarta er stöðugt, ó, Guð, ég vil lofsyngja þér!« Það sé þökk okkar fyrir fyrirgefningu syndanna, fyrir barnarétt og erfðarétt okkar, og fyrir það að Guð hefir heitið að vernda okkur á leiðinni heim, »svo að allt samverkar þeim til góðs, sem elska Guð« (Róm. 8, 28.). Það sé þökk okkar fyrir kærleiksríka umhyggju hans fyrir okkur, fyrjr það, að hann hefir gefið okkur hús og heim- ili, heilbrigði og hreysti, fæði og klæði, og allt gott, sem við daglega þyggjum af hendi hans. Og það sé þökk okkar fyrir að við megum varpa öllum áhyggjum okkar á hann, sem ber umhyggju fyrir okkur (1. Pét 5, 7.). Guð gefi ykkur og okkur öllum náð til að geta af einlægum huga sagt: »Hjarta mitt er stöðugt, ó, Guð, ég vil lofsyngja þér!« »Af barnanna munni þú bjóst þér hrós og búið þér lofgerð hefur, þú, Drottinn, er skaptir líf og ljós og líkn þlna’ oss öllum gefur; þú græddir oss marga gleöirós og geislum oss björtum vefur.« Vesturför Selmu. ; Saga eftir Alfred Smedberg. : [Nl.] Farþegarnir urðu þess varir, að einhver óróleiki virtist kominn yfir skip- verjana. Skipstjórinn gaf fyrirskipanir sínar í hálfum hljóðum og hásetarnir voru á hlaupum fram og aftur eins og' þeytispjöld. »Hvað er um að vera?« spurði þá ein- hver, »Er einhver hætta á ferðum?« Ef skipstjórinn var spurður, þá svar- aði hann út í hött, en skipverjarnir voru þögulir eins og þeir bygg'ju yfir ein- hverju leyndarmáli. Farþegunum varð æ órórra innanbrjósts. Það var auðsætt að einhver hætta vofði yfir skipinu, en í hverju var hún fólgin? Það var engin leið að fá neina vitn- eskju um þetta hjá skipshöfninni. Ötti farþeganna. óx eftir því sem lengra leið. Skipverjarnir urðu stöðugt þungbúnari, laumulegri og eins og meira hikandi í allri framkomu. Það var auðsætt að þeir höfðu einhvers óvanalegs að gæta og bjuggust við öllu hinu versta, Þegar þannig hafði staðið nærri heil- an dag, þá fóru menn að finna bruna- lykt, Hún óx smámsaman og gat skip- stjórinn þá ekki lengur haldið því leyndu hvað fyrir hafði komið. Það hafði komið upp eldur í kolarúmi skipsins, af ein- hverjum óskiljanlegum orsökum, og það virtist nærri ómögulegt að slökkva hann. »Getur allt skipið hlaupið í bál og brand?« spurði einn farþeganna. »Já, ef að við getum ekki ráðið við eld- inn,« svaraði skipstjóm'nn. »t}tlitið ei' í,skyggilegt,« sagði hann svo, Allir farþegarnir komust í uppnám, eins og- nærri má geta. Sumir fóru að gráta, aðrir æptu og veinuðu, og enn

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.