Ljósberinn


Ljósberinn - 14.09.1935, Qupperneq 5

Ljósberinn - 14.09.1935, Qupperneq 5
LJÖSBERINN 279 aðrir undu á sér höndurnar í þögnlli ör- væntingu. Mönnum var kunnugt um a:t björgunarbátar skipsins tóku ekki nærri allan þann mannfjölda, sem í skipinu var. Rúmlega helmingurinn yrði að verða eftir og farast með því. Veslings útílytjendurnir báru sig verst, því að þeir höfðu aldrei farið neina sjóferð áður. Þeir slepptu sér al- veg og æddu hingað og þangað eins o >■ hamstola fé, »Við verðum að fá björgunarbátar.a út,« æpti náfölur Irlendingur. »Hvers vegna eru þeir ekki settir út? Út með bátanak »Haldið yður í skefjum!« sagði skip- stjóri í ströngum skipunartón. »B:itana hreyfir enginn fyrr en að ég skipa svo fyrir.« »En það getur orðið of seint, þegar kviknað er í skipinuk »Hafið hægt um ykkur, þarna! Mér er kunnugast hvað þessu líður. Eldurinn hefir geysað í kolarúminu í tólf klukku- stundir og enn er skipið ésnert af hon- um. Ef til vill getum við haldið eldinum inni þangað til við náum höfn,« Þessi ummæli skipstjórans sefuðu far- þegana nokkuð. Nú reið mest á að kom- ast sem hraðast áfram, ádur en eldur- inn næði skipinu og brenndi það til ösku. Katlarnir voru kynntir og vélarnar knúðar eins og frekast var mögulegt. Skipið i-iðaði í öllum samsetningum og klauf öldurnar eins og höfrungur. Skip- verjarnir gerðu sitt ítrasta til að kæfa eldinn í kolaklefunum, en þeir voru svo þröngir og inniluktir, að mjög erfitt var að komast að eldinum. Þegar Selma litla heyrði um þessa yf- irvofandi hættu, þá varð hún mjög ótta- slegin í fyrstu, en svo hljóp hún inn í klefann sinn, féll þar á kné og fól sjálfa sig og skipið með allri áhöfn Guði í hend- ur= Þegar hún kom þaðan aftur, var hún svo örugg og róleg, eins og ekkert hefði ískorist. »Ertu ekki hrædd?« spurði samlandi hennar. »Nei, hvers vegna ætti ég að vera hrædd?« svaraði litla stúlkan í mestu einlægni. »Þú veizt þó líklega að við erum öll í hinum mesta lífsháska. Skipið getur, hvenær sero vera skal, staðið í björtu báli, og þá verðum við að velkjast ósjálf- bjarga um hafið í smábátum?« »Já, ég veit það; en Guð er líka á haf- inu, og hann mun hjálpa okkur.« »Ertu alveg viss um það?« »Já, sannarlega, Ég veit að ég fæ að komast til hans bróður míns, því að ég hefi beðið Guð um það.« »Hvílík djörfung hjá litlu stúlkunni!« varð einum farþeganna að orði. »Hún getur verið hughraust, því að hún fulltreystir Guði,« sagði þá roskin kona. »Og bróður sínum, sem býr margar þúsundir mílna héðan,« sagði einn far- þeganna hlæjandj. Ýmsir aðrir af farþegunum gátu ekki varist brosi, þrátt fyrir óttann, sem kvaldi þá. En gamla konan var samt sem áður hin alvarlegasta, »Mér virðist nú að traust þessarar litlu stúlku á Guði sé svo átakanlegt, að við megum blygðast okkar fyrir henni,« sagði hún, »Við höfum staðið hér roeð lífið í lúkunum af hræðslu í allan dag, en hún, þessi ókunna og fátæka einstæð- ings stúlka, hefir lagt allar áhyggjur sínar á Guðs hendur. Og þó eigum við sama Guð og hún.« Þessi orð höfðu mikil áhrif á alla og háðsbrcsið hvarf samstundis af vörum þeirra. Meðan þessu fór fram hélt skipið á- fram cðfluga. Nóttin leið og nasti dag- ur, og nálgaðist nú óðum meginland Ameríku. Skipstjórinn gaf ákveðnar fyr- irskipanir sínar með hinni mestu still- ingu, skipverjar börðust fyrir lífinu af fremsta megni og unnu sigur að lokum.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.