Ljósberinn


Ljósberinn - 14.09.1935, Side 11

Ljósberinn - 14.09.1935, Side 11
LJÖSBERINN 285 ur viljað láta það bíða, þangað til búið væri að fletta utan af bögglunum. En auðvitað varð allt að vera eins og pabbi vildi. Eg var líka búinn að lofa því að vera ósköp þægur á jólunum, — og hreyfði því engum mótmælum. — Eg átti lítinn stól, sem pabbi hafði smíðað og gefið mér á afmælinu mínu. Setan var þó það mikið »við vöxt«, að það var rétt svo að ég gat mjakað mér upp á hana. Ég tók nú stólinn og settist á hann, fyrir miðju borðinu, eða öllu heldur und- ir því, pabbi tók úr bókaskápnum sín- um stóra bók, og síðan settust þau bæði, mamma og pabbi, ákaflega alvarleg á svipinn. Pabbi fletti upp í bókinni og fór að lesa. Fyrst las hann jólaguðspjall- ið, söguna um fæðingu Jesú. Hana kunni ég nú næstum því utan að. En svo kom óralöng þula, sem ég botnaði ekkert í, þó að hálfleiðinlegt sé frá því að segja. En varla er við því að búast að tveggja ára barn skilji hrókaræður eftir bless- aðan Jón biskup Vídalín. Og ef ekki hefði verið bögglarnir á borðinu, sem ég sá þó varla, úr hinum lága sessi mín- um, og öll ljósin, þá hefði ég steinsofnað, En umhugsunin um bögglana hélt mér vakandi. Loksins var lestrinum lokið, og stóðu þau þá upp, foreldrar mínir og óskuðu hvort öðru gleðilegra jóla með kossi. Ég fór að dæmi þeirra: mjakaði mér ofan af stólnum og þau kysstu mig bæði og óskuðu mér gleðilegra jóla. — Pabbi lét stóru bókina upp í skáp aftur, og ég spurði nú undur hógværlega, hvort jólin væru ekki alveg komin.« Mamma kvað það vera, og sagði að mig mundi vera farið að langa til þess að skyggnast í bögglana. Eg gat ekki neitað því að svo væri. Eftir Thorleif Markman. Theódór Árnason íslenzkaði. Smælki. l’étrl litla fylfft úr lilaði. Sagan þessi, sem nú hefst í Ljósberanum, er um lítinn dreng, sem ég á von á að lesendum Ljósberans þyki þvf vænna um sem þeir kynnast honum betur. Pétur litli er að vlsu söguhetjan, en annars lýsir sagan fullorðnu fólki, eink- um sjðmönnum, með ýmiskonar skapgerð og er það því senni- legt að fullorðna fólkið hafi ánægju af að lesa söguna engu síður en hinir yngri lesendur Ljósberans, þvl að frásögnin er svo snilldarleg samsteypa af gamni og alvarlegum um- hugsunarefnum. En vegna þess að ýmsir annmarkar eru á þvl að íslenzka svo þessa sögu um litla Pétur, að skiljanlegt yrði öllum þorra Islenzkra lesenda, ýmislegt sem fyrir ber, ogVel fari á Islenzku máli, ef þýða ætti orði til orðs af frummálinu, þá þykir mér rétt að láta þess getið fyrir fram, að út af því kann að verða brugðið, og verða þá sllkir kaflar öllu fremur end- ursagtfir en þýddir,þó þannig, að leitast verður við, að efnið raskist ekki á neinn hátt. Annað atriði vil ég llka taka fram: Mér þykir sjálfum illa fara á þvl, að sjá erlend mannanöfn I þýðingum. þvl oft kemur það fyrir, að lesendurnir kunna ekki deili á að lesa þau eða bera þau fram. Þau geta orðið eins og hnull- ungar, sem hætt er við að menn hnjóti um. Stundum er Eftirfarandi saga er sögð sem dæmi þess, hve kæn krák- an getur verið: Einu sinni bar svo við, að kráka nokkur sá ref, sem hafði stolið stóru kjötstykki, en var í vandræðum með að komast undan með það, svo að enginn sæi. Nú hafði krákan séð þetta, en húh gat ekki tekið stykkið af refnum. Pá datt henni I hug, að hún gæti ef til vill gert refinn hræddan, svo að hann sleppti stykkinu og flýði. Hún flaug þá til hunds nokk- urs, sem . mókti I sólskinii.u, settist á hann og hjó I eyrað á honum með nefinu, svo aö hundurinn rauk upp öskuvond- ur. Krákan hoppaði undan hon- um þvert yfir garðinn, sem þau voru I, þangað, sem refur- inn stóð með kjötið í kjaft-

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.