Ljósberinn - 01.05.1941, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.05.1941, Blaðsíða 7
LJOSBERINN 83 að þeir þurrkuðu vel af fótunum á sér, ef þeir komu heim með mér. Eg sá því þrifn- að íyrir mér alla tíð, og þess vegna var það engin dyggð, þó að ég vendist á þrifn- að sjálfur. En svo var svoi margt sem þessu fylgdii: ég átti að fara vel með fötin mín, ég mátti ekki »vaða í fæturna«, ég mátti ekki óhreinka mig, og ótal margt, þessu líkt. Petta er nú ekkerti spaug fyrir lítinn, f jörugan dréng. Og auðvitað tókst mér mis- jafnlega. En mikiíð hefi ég grætt í bein- hörðum peningum á því, síðan ég varð full- orðinn', að ég lærði það ungur að vera þrif- inn og fara vel með fötin mín. E!n þessu fylgdi nokkur vandi fyrir hana móður mína, blessaða, því að ég var ekki stærri en það, að ég »stóð hvorki aftur eða fram úr hnefa«, þegar ég vildi vera vel til fara, hvað sem tautaðii. En víst sá hún ekki eftir því, sem hún þurfti á sig að leggja til þess að svo gæti verið. Þetta og margt fleira rifjaðist upp fyr- i,r mér um daginn. Ég var að grúska í göml- um myndurn hjá henni mcður minni og rakst þá á mynd af litlum dreng, sem mér fannsit, ég’ kannast við. Ég virti, hana fyrir mér stundarkorn. En þá setti að'mér hlát- ur,. Þetta var mynd af sjálfum mér, — 4 eða, 5 ára gömlum, í einhverjum »fínustu« _fötunum, isem mamma hafði saumað á mig, þegar ég var lítill. Mér er enn minnisstætt, hvað ég var glaður, þegar hún gaf mér þessi föt og húfuna, sem þeim fylgdi. Og mér fannst allt af vera. hátíð, þegar ég fékk að fara í þau. Enda er nokkuð auðfeéð á mynd- inni, að litli drengurinn er ánægður. Það fylgdi þó böggull skammrifi, þessum fína »galla«, —■ því að þegar ég var skrýddur honum, þótti það »heýra til« aol ég væri á »dönskum skóm«, — og það var nú ekki svo vel, að það væri skór, heldur voru- það reimuð stígvél. En hversdagslega var ég allt af á léttum og liprum íslenzkum skóm. Þessir dönsku skór voru mér hálfgert kval- ræði, þó að ég þegði. Mér fannst ég ekk- ert geta hreyft mig, eða ekki nægilega, VORSÖNGUR Vetri hallar, vorar aftur, vonir lifna í hverri sál; daudann sigrar Drottins kraftwr, dýrleg hefjast sumarmS. Kór: Höldwm lífsins hátíð nú, heitri fögnum vorsins sól; hefjwm nú í helgri trú hjört-un Guðs að náðarstói. Komum, þökkum Gu®i góðum, gengins vetrar sæld og þrant; fögnmn nú me& lofsöngsljóðwm leiðsögn hans á nýrri braut. Göfgi Drottin land og lýðnr, lofi Drottin. verk hans öil: sólin, jörðin, fuglinn fríðwr, fögur blóm, sem skreyta völl. BlesSi Drottin borg og sveitir, blessi vora kæru þjóð; blessun enginn annar veitir, öll hans stjórn er vís og góð. Höldum lífsins hátíd nú, o. s. frv. B. J. —• og ef ég gleymdi stáss-skónum og ætl- aði að bregða mér á sprett, þá rak ég tærn- ar í og datt, — og oftast á nefiö, enda er það síðan ákaflega af sér gengið. En ef ég hefði farið að fjargviðrast út af stíg- vélunum, hugsaði ég, að ég fengi þá ekki heldur að fara í »fínu fötin«, — og kaus þá heldur aðl þegja og vera prúðbú- inn svo um munaði, þó að ég yrði þá að vera athafnalítill þann daginm. Mikið skal til mikils, vinna,! Af því að ég er nú búinn að segja ykk- ur sva margt, sem á ^a-gana dreif á þess- um árum, ætla ég að lofa ykkur að sjá þessa mynd. Ykkur kann nú að þykja fátt um búninginn, — ég veit það ekki. En þetta þótti nú rétt litandi á, »í mínu ung- dæmi«. — Framh, Th. Á.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.