Ljósberinn - 01.05.1941, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.05.1941, Blaðsíða 10
86 LJÓSBERINN öfi í öungu Lag: Gamli Nói. Óli í Tungu, Óli í Tungu átti myndarbú konu og marga krakka kindur, beljur, rakka en hann hafði, en hann hafði ekki nokkurt hjú. Óli í Tungu, Óli í Tungu átti geitur þrjár Snoppa, Gibba, og Grána gengur yfir ána Snati eltir, Snati eltir, sá er fótafrár. Óli í Tungu, Óli í Tungu • / i ^ft átti skjóttan hest hann var nefndur Hlini í höfuð á kongssyni, að hann meiddist, að hann meiddist Óla þótti verst. Óli í Tungu, Óli í Tuiígu fór í ferðalag yfir litla lækinn, lengi skyldurœkinn björg að sækja, björg að sækja í búið fyrir dag. Óli í Tungu, Óli í Tungu engið græna sló, konan röskan rakar, rökin krakkar taka, heyið láta, heyið láta heim í litla þró. Óli í Tungu, Óli í Tungu átti hvíldardag, töðugjöldin gleðja góðar lummur seðja, allir syngja, allir syngja um Óla og Tungu brag. Óli í Tungu, Óli í Tungu búi sínu bjó, sœll og sigurglaður sjálfur heiðursmaður úti á varpa, úti á varpa í yndi vors og ró. Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautnrkolti.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.