Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 8
104 LJÓSBERINN SYSTIR DÓRA »Systir Dóra«,, eo'a Dordthy Pattisoin, er hún liét, var fædd í janúar 1832 í York- shire á Englandi, þar sem faðir hennar var prestur. 1 bernsku var hún veikburða og fékk fyrst reglubundna kennslu. mörg- um árum síðar en venja er til. En þar sem hún var gáfud og hafði merkilega hæfi- leika til að draga eigin ályktanir út frá öllum hlutum, sem síðar í lífinu varð henni að ómetanlegu gagni, náði hún fljótt því sem á vantaði. Hún lék sér með eldri bræðr- um sínum uppi á hinum víðáttumiklu heiða- sléttum, sem lágu umhverfis bernskustöðv- arnar, og tengdist þannig sérstaklega tryggum vinarböndum bæði við dýrin Oig blómin. Ávallt gat hún fundið bjarta hlið á sérhverju máli„ svo að faðir hennar átti það oft tii að kalla hana »Sól.skin«; kannske var það þessi hæfileiki ásamt kærleiksríku hjarta og fallegri söngrödd, sem gáfu henni vini hvarvetna. Hinn stóri barnahópur var alinn upp við mestu nægjusemí, afdrátt- arlausa hlýðni og hagnýta góðgerðasemi. Kærleiksrík, eins og Dóra litla var, varð hún al.lt af h,rærð í huga, þegar hún heyrði um einhverja, sem voru veikir, og hugsaði sér að hjúkra og hjálpa; þetta var í sam- ræmi við innilegustu csk föðurins; en hann áleit,, að það væri bezt fyrir barnið að fá ekki af matarforðanum í búrinu, heldur gefa af| sínum eigin skammti; og pft sást litj,a stúlkan með fötu í hendinni ganga um sóknina til sjúklinga með sinn eigin mið- degisverð. Árin liðu í friðsællj kyrð á hinu ágæta heimili, og hún var orðin 29 ára gömul, án þess að hafa séðl nema örlítið brot af um- heiminum. Þó grennsfaðist hún stöðugt eft- ir starfi úti í heiminum, og fregnirnar um góðverk Florence Nightingale í Krím- stríðinu virtust vekja alla spfandi krafta til Ijfsins með henni, og hún baðl föðurinn innilega um að mega bjóða aðlstoð sína. Á þessum tímum höfðu samt aoteins fáar ung- ar konur frá efnaheimilum starfað utan heimilanna, og faðirinn neitaði bón henn- ar; það var fyrst við dauða móðurinnar, árið 1861, að henni þótti brautin út í lífið vera hindru.narl.aus, og hún sótti um og fékk stöðu sem kennslukiona í lítilli borg í Buckinghamshire. Ungu stúlkunni með dökku, skæru augun og l,iðaða hárið fannst hún eiga heima meðal barnanna; hún var sjálf barnsleg í eðli sínu með dásamlegan fylgir þessum l,ínum. Þao er eins og að hvert einasta andlit ljómi þarna, í sam- keppni við sjálfa sólina. Ég óska þeim af heilum hug til ham- ingju, sem komist geta í Vatnaskóg í sum- arleyfinu! Guð blessi starfið þar, drengina, sem þar dvelja og fioringjana,, sem fyrir starf- inu standa! En nú verða eflaust einhverjir, — þvi miour, — sem ekki komast. í sveit til dval- ar. Flestir hafa þó frí um helgar og þeim er hæg‘t að benda á góðan stað, þar sem skemmtilegt er að vera, og þangað er ódýrt að komast, — en það er sumarbústaóur K. F. U. M. í Hafnarfirði, Kaldársel. Þang- að er hægt að kpmast á reiðhjóli og þar eru drengir oft um helgar og K. F. U. M. foringjar, bæði úr Hafnarfirði og Reykja- vík, — og myndi verða auðsótt að fá að fljóta með þeim., Sá, sem þetta ritar, var þar á Hvita- sunnu-hátíðinni síðustu. Þar voru þá á ann- ai hundrað manns, og af þeim hóp um 90 drengir. Og þar var sannarlega ánægju- legt að vera, svo ánægjulegt, að ég hefi ekki í mörg ár átt jafn, gleðilega hátio. Th. Á.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.