Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 13
LJÓSBERINN 109 og snemma var hún á ferð; vissan um, að sú nótt, er enginn getur unnið, var að nálgast hjá henni, gerði hjarta hennar fundvísara og viðkvæmara. Sérstökum tíma og um,hugsun varði hún til að fylgj- ast með teikningum á nýju sjúkrahúsi, að allt yrði sem bezt og fullkomnast, þar til brjóstkvef, sem orsakaðist af kvöldheim- sókn, í ausandi rigningu, til sjúklings eins, neyddi hana um tíma að breyta um, kom- ast í annað andrúmslofþ, og með viðkpmu í London og París, þar sem hún gerði at- huganir fyrir .sjúkrahúsið, hélt hún, lengra suður á bóginn. Þegar leið að vori kom hún þó aftur til Walsall og gerði enn eina tilraun til að taka upp sín fyrri störf. Dálítinn tíma blossuðu líka kraftarnir upp og systir Dóra virtis't, aftur vera orðin full lífsþróttar — en aðeins skamma stund. Aft.ur varð hún að leggja upp í hressing- arferð, í þetta sinn til eyjarinnar Man, og þó að ajlir umhverfis hana töluðu um end- urfundi og nýtt samstarf,, fann hún sjálf, að hún myndi aldrei koma aft.ur til þeirra sú sama og áður. Og hún hafði á réttu að standa. Á gistihúsi einu í Birmingham varð hún allt í einu yfirkomin, og þegar henni varð sjálfri ljóst, hvað í vændum var, skrifaði hún til vina sinna: »Ég vil svio g'jarna deyja á meðal míns eigin fólks«. Og* síðan bætti hún við: »Eg hefi í und- anfarna fjóra sólarhringa ekki sofið tvær klukkustundir samtals, fyrir kvölum, en Guð er með mér á þjáningarstundun- um«. ösk hennar var líka uppfyllt. Hún var fl.utt á sjúkrahúsið í herbergi, þar sem hún gat fylgst með byg'gingu nýja sjúkrahúss- ins. Eins og eldur í sinu breiddist fregn- in um, að systir Dóra lægi fyrir dauðan- um, og alsstaðlar þar sem boðskapurinn kom, var eins og gripið væri með helkaldri hendi um hjarta fólksins. »Hún getur ekki dáið«. Það var eng.u líkara en þessi orð væru almennt, áli't,; í svo mörg ár höfðu íbúarnir verið vanir að styðja sig við henn- ar sterka arm, að teyga í sig huggun af vörum hennar, þegar veikindi og dauði nálguðust, svo að h.ún var fyrir þá næstum sem engill, eða einhver, sem væri öðrum skilyrðum undirorpinn en þeir sjálf- irw og samt sem áður var svarið,, er hinir þéttu hópar, sem daglega komu til að vitja hennar, stöðugt það’ sama: »Það er aðeins tímaspursmál«. Hversu áríðandi var þaýi því fyrir hina fátæku vini hennar að sýna henni ást sína, á meðan þeir fengu að halda henni; þess vegna var líka herbergi systur Dóru eins og heilt gróðurhús, fullt af dásamlegum blómum og ljúffengum ávöxtum. öllum til mikilla vonbrigða var hún, dag- inn, sem vígja átti nýju bygginguna, of veik, meira að segja til að láta bera sig þangað, svo hún gæ'ti persónulega vígt sjúkrahúsið, en'biorgarstcrinn; varð að gera það »í nafni systur Dóru«. Sjálf var hún varðveitt í kyrrlátum friði, en full löng- unar til að fara héðan og vera með Jesú, og í síðasta bréfinu, til hjúkrunarkonu á spítalanum, skrifaði hún: »Þegar ég horfi yfir æfi mína, sé ég aðeins »blöð«. Ö, lát mig frá dánarbeði minum segja við þig: Gættu þín, að í öllu, sem þú gerir, hafir þú aðeins eitt í huga, heiður Guðs! Skcðaðiu vinnuna sem forróttindi! Líttu ekki á hjúkrunina sem vísindi, .heldur starf, unn- ið fyrir Krist. Þegar þú snertir á hvei'j- um einstökum sjúkling, hugsaðu þá, að það sé Kristur sjálfur, og þá munt þú, í gegn- um vinnuna, öðlast nýjan mátt. Ég hefi sérstaklega reynt þetta af sjúklingum, sem ég freistaðist til að hafa viðbjóð á. Lifðu þig sjálfa inn í fagnaðarbicðskapinn, og þú getur ekki annað ep. sagt öðrum frá hon- úm; það sem þú hins vegar ekki átt, get- ur þú ekki gefið. Sjálf hefi ég frið, sem er alveg óskiljanlegur; óg hefi þráö mjög að komast; heim og er svo hamingjusöm núna. Ég hefi engar áhyggjur; það er allt saman sólskin! Guð hefir algerfega hrifið ót.tann við dauðann frá mér. Ég get, bara hallað mér að Jesú«. Og þetta gerði hún, eins og drukknandi maður grípur dauða-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.