Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 22
118 LJÓSBERINN þurrkað sér í framan með stórum, blárúð- ótt,um vasaklút. Það hafðj aldrei komið fyrir áður, að hann rækist á svona mann- eskju í garðinum, en aftur á móti ekki sjaldgæft, að strákar klifruðu inn yfir til að ná í sumar-perur. »Þér ætlið kannske að fara með mig til ofuirstans?« spurði Stígur, sem var til í alls kyns æfintýri. »Vilt,u ekkLheldur laumast á brott.?« »Nei, þökk«, svaraði Stígur, »úr því ég er komin hingað inn á annað borð, þá er bezt að sjá, hver leikslokin verða. Hann getur þó ekki étið mig«. Hermaðurinn þagði og braufc heilann uip þetta vandamál; hann vissi ekki almenni- lega, hverju svara skyldi. »Jæja, ég segi ekki neit,t«, sagði hann að lokum og sneri sér við, oig Stígur hélt forvitinn í humáttina á eftir honum. Framh. Einn með Jesú. Einu sinni var flugmaður nokkur spurð- ur: »Hvað er undursamlegast af því, sem drifið hefir á daga þína á flugferðúm þín- um uppi í loftinu?« Hann hugsaði sig fítið eitt um en svaraoi síðan: »Þar hefir margt á daga mína drifið; en eitt er það, sam ég aldrei gleymi. Mig hafði borið inn í þéttan þokuflóka, og auð- vitað kom það svo oft fyrir. En allt í einu rofnaði þokuflókinn og ég kom út í skín- andi, sólskin. Fyrir neðan mig lá þá þok- an gráa, sem þéttur veggur og huldi jörð- ina algerlega, en á mig skein sólin í allri sinni geis],adýrð. Það var þetta, að vera þarna aleinn með eólinni, sem mér þótti dásamlegast, já, það var hið dýrðlegasta, sem fyrir mig hefir komið uppi í loftinu. »Mig enginn ótti slær, mér einn er Jesús nær i ljóssins ljóma;«. > Kemur út einu sinni í mánuði, 20 siður, og auk þess jólablað, sem sent verð- ur skuldlausum lcaupendum. Árgangurinn kostar 5 krónur. — Gjalddagi er 15. apríl. Sölulaun eru 15% af 6—14 eint. og 20% af 15 eint. og þar yfir. Afgreiðsla,: Bergstaðastræti 27, Reykjavik. Simi 4200. Utanáskrift: Ljósberinn,, Pösthólf 304, Reykjavik. Prentsmiðja Jóns Helgasonar Bergst.str. 27. AÐALBJÖRN KRISTJANSSON, kennari, sem um nokkur ár hefir annast útsölu og innheimtu Ljósberans hér í Reykjavik og Hafn- arfirði, anda&ist 2. maí s. 1. eftir stutta legu. Hans verður nánar minnst í næsta blaði. AHEIT. 1 Nýlega. kom kona inn á afgreiðslu Ljósberans með 10 0 krínnr, sem var áheit á blaðið. Oft hefir Ljósberinn verið heppinn, þegar á hann. hef- ir verið heitið^ en þetta er hjð allra, rausnarleg- asta áheit, sem hann hefir fengið öll þau Sr, sem hann hefir komið út. Ljósberinn þakkar innilega þessa höfðinglegu gjöf. Aldrei gat slíkt komið sér betur en nú. Guð launi glöðum gjafara,. Ungur maður fór að biðja sér stúlku. Hitti hann fyrst föður hennar. Tók hann svo illa í málið, að hann ra.k biðilinn út og sparkaði honum með fætinum niður tröppurnar. Pegar hann kom út á götuna mætti hann vini. sínum, sem spurði, hvernig erindið hefði gengið. »Ekki sem allra verst«, svaraði biðillinn. »Ég fékk bara annað en ég bað um. Ég bað um hpnd heimasætunnar, en fékk fót föður hennar 1 staðinn«.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.