Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 16
112 LJÓSBERINN THEODÓR ÁRNÁSON ÞEGAR EG VAR DRENGUR Pað bar ótt til tíðinda, svona hvers- dagslega, í litla kaupstaðnum, par sem ég var uppalinn. Pessvegna pótti pað stórtíð- indi í hóp okkar drengjanna, pegar pað fréttist, að nú ætti að fara að kenna okkur að synda og búið væri að ráða til pess kennara norðan úr Svarfaðardal. Fáeinir piltar kunnu rétt aðeins að fleyta sór og höfðu víst lært pað upp á eigin spýtur og með mikilli fyrirhöfn, pví að peir höfðu sjálfir búið sér til sundpoll í grasi grónu en pröngu lækargili, uppi í fjallshlíð. Par ltöfðu ýmsir drengjanna líka fengið að skvampa, pví að í pollinum, sem var lítill, gat vatnið órðið notalegt, pegar sólar naut. En pað er um sjálfan mig að segja, að aldrei hafði ég í pennan poll komið, og raunar aldrei komið í kalt vatn, nema einu sinni og pá óviljandi, í sjóinn, og var pá nærri druknaður. Annars pekkti ég ekki annað af pví tagi en pvottabala móður minnar, og pótti mér pað oft ærin praut að fara ofan í hann og láta ausa mig vatni og sápulöðri hátt og lágt. Og af pví að ég var enginn hetja, eins og pið munuð nú vera farin að renna grun í fyrir löngu, pá var mér talsvert ó- rótt, að farið var að tala um sundið og sundkennarann. Við lékum okkur lítið dagana, sem mest var um petta talað, — heldur söfnuðust drengirnir í hópa og ræddu málið og létu uppi ýmiskonar hugleiðingar um pað, hverjar prekraunir peir myndu vinna, pegar peir væru orðnir sundgarpar. Ég lét pá venjulega lítið á mér bera, — færði mig sem yzt í hópinn, eða pá að ég laumaðist í burtu. Pví að pað var nú eins og gengur og gerist, gaman drengjanna að gera gys að peim, sem einhverstaðar lét á sér finna böggstað. Og peir voru fljótir að taka eftir pví, að ég inyndi hafa einhvern ímugust á öllu pessu uppistandi og sund-skrafi. Og pað var satt. Pað fór um mig hrollur, pegar ég heyrði sundiö nefnt, — pví að ég vissi, að ég átti að læra að synda, hvað sem tautaði og alveg i trássi við minn eigin vilja. Það var faðir ininn, sem hafði útveg- að peniian sundkennara, er var kunningi hans. Og ég vissi, að búið var að ákveða að „bleyta í mér“, eins og hinum drcngj- unum. Hú-ú-ú! Og drengirnir sögðu: „Sá verður burð- ugur, hann Tiddi! — sem aldrei hefir porað að bleyta á sér tærnar í sundpollinum! Og svo lilógu peir, — en mér lá við að fara að kjökra. Pví að pctta var ekkert tilhlakk, ég segi ykkur satt. Ekki voru parna til heitar laugar, — og ekki var hægt að nota litla sundpollinn. Nei, nú átti að nota gríðarstóra ístjörn, sem útlent athafnafélag hafði einu sinni látið gera, en aldrei hafði verið til annars notuð en skautaferða á vetrum, — og til pess var hún ágæt. En til sund- kenslu? — Hamingjan góða! í liana var hleypt jökulvatni og pað látið standa í lienni 2—3 vikur í senn. En pað hlýnaði aldrei svo, að pað gæti talist boðlegt til pess að reka út í pað smádrengi, — svo var tjörnin stór á alla vegu og djúp. Að öðru leyti var parna sæmileg aðstaða til sundkenslu, — mismunandi dýpi og vel hlaðnir bakkar. Við vorum víst 30—40, drengirnir, sem skráðir voru pátttakendur upphaflega, — og ég var meðal peirra yngstu í hópnum, átta ára eða svo. Og svo kom nú kennarinn! Pá varð aftur uppi fótur og fit, — allir purftu að sjá hann. Og mér féll eiginlega allur ketill í eld, pví að mér leizt illa á manninn. llann

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.