Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 5
Febrúar 1957 37. árg., 1. tbl. Krossinn sctn Fyrir utan borgina Honolulu á einni af Hawaieyjunum í Kyrrahafinu er fjallstind- ur, sem nefnist Punchbowl. Þarna er eigin- lega gamalt eldfjall. Börnin í Honolulu eru vön að klífa þennan tind á hverjum páska- morgni og fagna þar páskum. Það er gamall siður að reisa þarna uppi kross á hverj- um föstudagi langa og láta hann lýsa yfir byggðina, sem sigurtákn til páskamorguns. Þúsundir manna voru vanir að stefna á krossinn á pílagríms- göngu upp fjallið. Það var talsverðum örug- leikum bundið, að ganga svo frá krossinum á fjallstindin- um, að hann stæði. Á hverju ári þurfti að sigrast á þeim erfiðleikum svo að krossinn stæði af sér storma og veður. Þá datt manni nokkrum ráð í hug. Hann ætlaði að láta börnin reisa krossinn. í Hono- lulu var mikið af börnum, og maður nokkur að nafni Arth- ur Powlison, hafði í mörg ár unnið margvíslegt starf fyrir LJ D SBERINN hörnin reistu þau. Þarna voru börn af ýmsum þjóðum og þjóðflokkum, börn frá Japan, Kína, Kóreu, Portúgal og mörgum öðrum löndum. Powlison safnaði saman hvorki meira né minna en 5000 börnum og skýrði þeim frá fyrirætlunum sínum. Þau áttu að fá að taka þátt í stór-kostlegu fyrirtæki — þau áttu að fá að reisa krossinn svo að hann stæði traustur og óbifanlegur. í þeim tilgangi áttu þau að safna steinum, eins mörgum og þau gætu borið. Því næst skyldu þau safnast saman næsta laugardag og bera þá upp á fjallstindinn. Auk þess skyldu þau taka með sér 10 sent hvert. Það varð samtals 500 dollarar og nægði fyrir því efni, sem kaupa þurfti til krossins og vinnulaun tveggja faglærðra múrara. Þetta vakti mikla hrifningu á meðal barnanna, og það leið ekki á löngu unz krossinn stóð fullgerður á tindi Punchbowl. Hann er logagyltur og ljóm- ar af honum á daginn í hita- 3

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.