Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 18
37. árg., 1. tbl. Febrúar 1957 Snædrottningin efti, H. C. ANDERSEN ♦ I Jæja, nú byrjum við þeg- ar sögunni er lokið, vitum við meira en við vitum nú. Því að einu sinni var gamalt tröll, sem var með verstu tröllum, því að það var sá vondi sjálfur. Dag nokkurn var hann í sólskins- skapi, því að hann hafði smíðað spegil. Allt gott og fagurt, sem speglað var í honum, minnkaði og varð hér um bil að engu, en það sem var vont, kom skýrt í ljós og versnaði. — Fagurt landslag hvarf og bezta fólk varð ljótt og afskræmt. - Þetta er ákaflega skemmtilegt. sagði skollinn og hann hló að sinni eigin uppfinningu. Hann hafði skóla og allir nemendur hans hlógu að þessu og sögðu, að það hefði skeð kraítaverk og nú ætluðu þeir að fljúga til nimins og gera gys að englun- um og skaparanum. Því nær sem þeir komu himnum, því meira hlógu þeir. Þá misstu þeir allt í einu spegilinn og hann féll til jarðar og fór þar í þúsund milljónir niola og sum- ir molarnir voru ekki stærri en sandkorn. Og ef menn fengu svona korn í augað, sáu þeir ekkert nema það, sem var ljótt og vont. Sumir fengu líka ofur- lítið spegilbrot í hjartað og þá varð það kalt sem ís. Og þessir menn urðu rangiátir. Skollinn hló, svo að hann ætlaði að i'ifna og ennþá þyrluðust mörg spegil- brot um loftið. Inni í borginni þar sem ekki allir geta haft garð, en verða að láta sér nægja blómsturpott, voru tvö fátæk börn, sem áttu garð, sem var ofurlítið stærri en blómst- urpottur. Þau voru ekki syst- kini. en þeim þótti mjög vænt hvoru um annað. Foreldrar barnanna voru nábúar og bjuggu í þakherbergjum. Fyr- ir utan gluggana voru stórir timburkassar, og í hvorum kassa óx rósatré. Börnin fengu að sitja undir rósunum og leika sér. 16 LJÓBBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.