Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 11
—■ Eg er ljkþrár svaraði drengurinn og gat rétt stamað því fram, því að gráturinn ætlaði að yfirbuga hann aftur. Faðir hans færði hann skjótt úr skyrtunni. Þegar hann sá blettina á bakinu á drengnum, þurfti hann ekki að efast um, að hann segði satt. Þeir voru næsta daprir í b-agði, þegar þeir héldu heim á leið. Fjölskyldan varð harmi lostin, þegar sagt hafði verið frá því, hvernig ástatt var. Foreldrarnir hugleiddu, hvað taka skyldi til bragðs. Þeim þótti sárt að þurfa að skiljast við drenginn sinn. Samt var þeim ljóst, að honum mundi verða fyrir beztu að komast á holdsveikraspítala kristniboðsins. Feðgarnir lögðu af stað daginn eftir. Þeir nálguðust takmarkið eftir langa göngu. Þeir komu auga á sjúkrahúsið og heimili holds- veiku mannanna í stóru rjóðri í skóginum. En þeim hafði líka verið veitt athygli. Um leið og þeir tóku stefnu á sjúkrahúsið, var tekið að berja trumbur. Menn litu upp frá vinnu sinni og hlustuðu á mál trumbnanna: Nýr — mað — ur — kem — ur! — Barn! Strax og fólkið, sem var að vinnu, hafði heyrt, hvað trumburnar höfðu að segja, lagði það öll verkfæri frá sér. Og nú streymdu sjúklingarnir að feðgunum úr öllum áttum til þess að bjóða nýja sjúklinginn velkominn. Faðir M’Vondcs virti fyrir sér, dapur í bragði, öil þessi afskræmdu andlit, visnar hendur og fætur. Hér átti nú sonur hans að vera einn fyrst um sinn, án þess að vita, hvað við tæki. Mundi hann hljóta sömu örlög og þessir vesa- lingar? Allur skarinn safnaðist hringinn í kringum M’Vondo og bauð hann hjartanlega velkom- inn. Þegar faðir hans heyrði þetta, skildi hann, að þessir vesalings sjúklingar vildu honum aðeins vel. Og til þess að skilnaðurinn yrði sem léttbærastur, læddist hann út úr hópnum, sem stóð umhverfis son hans, og hélt af stað eftir veginum sem lá heim til hans. En allt í einu uppgötvaði M’Vondo, að faðir hans var horfinn. Hann kom auga á hann lensst úti á veginum og þaut strax af stað hrópandi á eftir honum. Litli fatapinkillinn, sem hann bar á höfðinu, datt niður á veginn, en hann skeytti því engu. Hann hljóp eins og fætur toguðu. Hann nam staðar andartak, setti hendurnar við munninn og hrópaði. LJÓSBERINN Faðir hans heyrði til hans, sneri sér við — og veifaði. Þá rann það upp fyrir M’Vondo, að hann var skilinn einn eftir. Hann lét fall- ast niður á stein í örvæntingu sinni og grét. Hann hafði ekki hugmynd um_ hversu lengi hann sat þarna á veginum. En skyndi- lega varð hann þess var, að hönd strauk blíð- lega gegnum hár hans. Hann leit upp og sá gegnum tárin konu standa við hlið sér. — Gráttu bara, drengur minn. Þú ert ein- mana. Það er eg líka. Villt þú vera fóstur- sonur minn, meðan þú ert hérna, og eiga heima hjá mér? Og svo fór M’Vondo til Josie í hús hennarj Sjálf var hún holdsveik. En hún var glöð og brosleit og hún annaðist um M’Vondo af mikilli alúð, rétt eins og það hefði verið henn- ar eigin sonur. M’Vondo var skcðaður rækilega af trú- boðslækninum. Því miður lék enginn vafi á því, að hann var líkþrár. Og nú hófust læknisaðgerðirnar. M’Vondo grét fyrstu skiptin, sem læknirinn stakk í hann stórri nál og sprautaði olíu undir húðina á honum. En brátt vandist hann þessu, eins og hinir sjúklingarnir. Von bráðar hafði M’Vondo tíka eignazt góða leikfélaga. Enda leið ekki á löngu, þar til hann kunni svo vel við sig, að hann hafði varla tóm til þess að láta sig langa heim. M’Vondo þótti sérlega skemmtilegt að labba um sjúkrahúsið með nýja vini sínum, Saka’-íasi, sem félagar hans kölluðu bara ,,Sak“. Það var svo margt að skoða. Sjúkling- arnir bjuggu sjálfir til múrsteina og tígul- steina og reistu allar nýjar byggingar. Þar var líka trésmíðaverkstæði og körfugerð, þar sem vistmenn bjuggu til ýmsa gripi af hinum mesta hagleik. M’Vondo fór líka í skóla og lærði að lesa og skrifa. Á hverjum sunnudegi fór hann í sunnudagaskóla, en fullorðna fólkið sótti guðsþjónustu í hinni stóru, rauðu steinkirkju sjúkrahússins. M’Vondo var fullur eftirvæntingar, þegar hann átti nú að fara í skoðun aftur, eftir að hafa verið undir læknis hendi í nokkra mán- uði. Ef hann væri nú orðinn frískur, þá mundi hann brátt geta farið heim til sín aftur. En fyrsta rannsóknin leiddi í ljós, að hann var 9

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.