Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 10
:11*41,'rf r >1 iii;j;{| nf.nmpnnw m q ; '•< i ■1 _• ■ ■ , ,- ■ , , m ÆjfcfsBBÍnff SVERTINGJADRENGSINS SAGA FRÁ AFRÍKU M’Vondo átti heima í litlu þorpi í Afríku, ásamt föður sínum og móður og litlu systur sinni. M’Vondo var átta ára gamall. Honum leið svo fjarsltalega vel. Faðir hans var mikill veiðimaður, svo þau höfðu alltaf nóg að borða. í þorpinu voru margir leikfélagar. Og M’Vondo þótti mjög vænt um foreldra sína og systur sína litlu. Fjölskyldan var kristin, svo að M’Vondo óttaðist ekki illu andana_ sem svo margir félaga hans voru hræddir við. Einu sinni voru félagar M’Vcndo að hlaupa úti á götunni og leika sér. Þá læddist M’Vondo bak við kofann, sem hann áttiheimaí.Þarhafði pabbi hans strengt út hlébarðaskinn á grund- ina með smánöglum, svo að það þornaði í sól- skininu. M’Vondo dró upp naglana í flýti og sveipaði skinninu um sig. Því næst læddist hann hljóðlega út á milli kofanna fram á leikvöllinn. Þegar hann var kominn alla leið til félaga sinna; rak hann upp hlébarðaöskur og skreið áfram. Allir drengirnir urðu skelf- ingu lostnir og hlupu með ópum og óhljóðum heim til sín; — en M’Vondo varpaði brosandi skinninu af sér. Félagar hans komust brátt að raun um, að þetta var bara M’Vondo, sem var að stríða þeim, og það leið ekki á löngu, unz þeir voru aftur niðursokknir í að leika sér. Stuttu síðar datt drengjunum í hug að baða sig. Þeir héldu niður að ánni, glaðir og kátir, og brátt voru þeir allir farnir að busla í sval- andi elfinni. Þegar M’Vondo var kominn úr skyrtunni, stakk hann sér í vatnið og naut þess að vera kominn út í ána. En gleði hans fékk skjótan endi. Einn drengjanna hætti allt í einu að busla og hamast og benti á bakið á M’Vondo. Drengirnir þyrptust allir aftur fyrir M’Vondo og störðu á ljósa blettina á hryggn- um á honum. Og allt í einu hrópuðu dreng- irnir svo að undir tók í trjám frumskógarins: Holdsveikur! Holdsveikur! Drengirnir þutu upp úr ánni eins og storm- sveipur, þrifu föt sín og þustu til þorpsins. M’Vondo óð hægt upp úr ánni. Hann kastaði sér niður á árbakkann og grét með sárum ekka, svo að líkami hans hristist allur. Hann var holdsveikur! Óhrainn! Brátt hljóðnaði gráturinn. M’Vondo fór í fötin sín og gekk í hægðum sínum upp til þorpsins. Drengirnir sátu og þreyttu kapp- leik með smásteinum, eins og þeir voru vanir, en þegar M’Vondo nálgaðist þá, stóðu þeir strax upp og fóru í burtu. M’Vondo stóð eftir, einn og yfirgefinn. Tárin streymdu niður kinnarnar. Hann gekk rólega heim á leið. Litla systir hans sat fyrir framan kofann. Hún ljómaði í andliti, þegai hún sá stóra bróður, og teygði hendurnar á móti honum. Nú langaði hana til að sitja á háhesti, eins og svo oft áður. M’Vondo beygði sig niður til þess að taka hana upp. En þá mundi hann allt í einu eftir, að hann var ó- hreinn. Hann lét systur sína eiga sig og hljóp grátandi inn í skóginn. Hann gekk í örvæntingu eftir mjóu skóg- arstígunum. Kinnarnar urðu rennvotar aí tárum. Drengurinn var svo yfirkominn af sorg að hann tók varla eftir neinu, þegar hann gekk í gegnum kjarrið. En skyndilega hrökklaðist hann aftur á bak. Hann hafði sáð sólina spegl- ast á spjótsblaði, sem beint var að honum. Spjótinu var þó ekki kastað, því að á síð- asta andartaki komst veiðimaðurinn að raun um, að þetta var ekki villidýr, sem var á ferli í lcjarrinu, heldur maður. Veiðimaðurinn gekk fram úr runnanum. Það var faðir M’Vondos. Þegar drengurinn sá, hver þetta var, varpaði hann sér grátandi í faðm hans. Faðir hans settist á tréstofn, sem lá á hlið- inni, og lét son sinn gráta út. Þegar drengur- inn var farinn að jafna sig, spurði faðir hans: — Heyrðu, drengur minn, hvað ertu að ráfa hér um í skóginum, þar sem þú getur orðið villidýrum að bráð? 8 LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.