Ljósberinn - 01.03.1957, Side 2

Ljósberinn - 01.03.1957, Side 2
Verksmiðjustúlkan, sem fór til Afríku + Myndasaga um Mary Slessor + 2 Mary sótti líka að jafnaði guðsþjónustur í kirkjunni. Þótt hún ynni baki brotnu alla vik- una og langt vœri til kirkjunn- ar, lét hún það ekki á sig fá. Ekkert þótti henni eins vænt um og Biblíuna sína. Eitt sinn bað vinstúlka hennar hana um að lána sér eitthvað til að lesa. Mary gaf henni þá Biblíu og sagði: Lestu þessa bók, hún hefur gert mig að nýrri mann- eskju. Mary hafði mikið yndi af að lesa Biblíuna og sat yfir henni öilum stundum, er hún gat. Þegar Mary stálpaðist, tók hún að halda sjálf sunnudaga- skóla. Fyrir það varð hún fyrir aðkasti götustráka, sem veittust að henni hvað eftir annað. Hún lét það ekki á sig fá, og fór svo að lokum, að ýmsir for- sprakkar strákanna tóku að dást að hugrekki hennar og komu í skólann til hennar. Þeg- ar Mary var barn hafði hún heyrt um stað í Afríku, sem nefndist Kalabar. Henni fór þá þegar að þykja vænt um þann stað og langaði til að fara þangað og segja svertingjunum þar frá Jesú. Er fréttin um andlát Livingstones barst til Ev- rópu var Mary 26 ára. Sú frétt vakti mikinn áhuga fyrir kristniboði um öll lönd, og Mary bauð sig þegar fram til þjón- ustu. Tveim árum síðar, eða i ágúst 1876, lagði hún af stað til Kalabar, draumalandsins sins. Hún kvaddi ástvini sína og lagði af stað frá Liverpool með skipi, sem nefndist „Ethi- opia“. 1S LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.