Ljósberinn - 01.03.1957, Page 4

Ljósberinn - 01.03.1957, Page 4
Heimastíllinn Saga efíir Aage Ekströin Pabbi Elsu var læknir í stóru læknishéraði uppi í sveit. Elsa og mamma hennar voru því oft einar heima. Eitt kvöld sátu þær einar heima og biðu eftir pabba. Elsa var með skólabækurnar fyrir framan sig, en hún var búin að læra undir næsta dag. — Ég er svo fegin því að hafa skrifað heima- stílinn minn í gær, sagði Elsa, annars ætti ég það eftir í kvöld. Hún lét bækurnar sínar niður í tösku. Um leið tók hún eftir því, að móðir hennar brosti og sagði: — Að hverju ertu að brosa, mamma? — Það er nú ekkert skemmtilegt, sem mér datt í hug. Mér kom í hug atburður frá mín- um eigin skólaárum. Þá fór ég ekki fallega að ráði mínu. Það var einnig í sambandi við heimastíl. Elsa lokaði skólatöskunni sinni og hélt á- fram: — Ó, mamma, segðu mér frá því. Ég get ekki imyndað mér, að þú hafir nokkurn tíma farið illa að ráði þínu. — Það hefi ég nú reyndar gert. En í það skipti komst ég alvarlega að raun um, að syndinni fylgir alltaf ófriður. En nú skal ég segja þér söguna. — Einu sinni fengum við nýjan kennara, og hann gerði miklar kröfur til okkar barn- anna. Hann krafðist skilyrðislausrar hlýðni af okkur. En við fundum líka vel, að hann bar hag okkar fyrir brjósti. Nú bar svo við einn dag, að við áttum að skila heimastíl, og ég hafði vanrækt að skrifa hann heima. Ég kom sem sé í skólann án þess að hafa stílinn. Mér tók að líða illa, og það ágerðist eftir því sem nær dró þeim tíma, að við ættum að skila stílnum. Ég hugsaði mér að afsaka mig með því, að ég hefði gleymt honum heima. Ég sá þó brátt, að það þýddi ekki. Kennarinn mundi vafalaust senda mig eftir stílnum. Loks datt mér nýtt ráð í hug. Það fannst mér ágætt. í næstu frímínútum kvartaði ég undan því við skólasystkini mín, að mér væri illt í höfðinu. Síðan settist ég í sæti mitt og fór að gráta. Undir eins og kennarinn kom inn, tók hann eftir því, að ég var að gráta. Hann kom til mín og spurði, hvað að mér væri. Ég sagði honum, að mér væri illt í höfðinu. Á þessum 4 árum hafði hann næstum týnt málinu og var í fyrstu nær óskiljanlegur. Gamli skipstjórinn hans var á öðru þessara skipa, sem til eyjarinnar komu, og hafði hann misst stöðu sína sem skipstjóri fyrir van- rækslu. Það kom í ljós, að Selkirk hafði orðið það til happs, að hann hafði orðið eftir á eynni. Spánverjar höfðu tekið skipið til fanga og haft áhöfnina í haldi árum saman. Eftir að heim kom, þráði Selkirk oft og tíðum að yfirgefa menninguna á ný og hverfa aftur á fornar slóðir. Honum féllu ekki í geð rán og vígaferli menningarþjóðanna. Hann fór tíðum einförum og þegar hann kom því við, sóttist hann eftir því að komast fram á háa kletta við hafið. Þar gat hann setið tím- um saman hreyfingarlaus. Ef til vill hefur hugurinn þá reikað til sólgilltu eyjarinnar í Kyrrahafinu og raddir jurta og dýra kallað til hans yfir úthöfin víðu. Ævintýri Selkirks vakti mikla athygli. Hann skrifaði endurminningar sínar og fékk þær í hendur ungum og efnilegum rithöf- undi. Það var Daniel Defoe. Hann gaf seinna út söguna Róbinson Krúsó, sem fór sigur- för um allan heim og er enn í dag talin einhver vinsælasta bók, sem skrifuð hefur verið. LJDSBER I.N..N 20

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.