Ljósberinn - 01.05.1957, Page 11

Ljósberinn - 01.05.1957, Page 11
r ^ Á ÆVINTÝRAFERÐ í EÞÍÓPlU ddramliafdiia^a e^tir ;!; Íden^t id/jarLiund X — Þú færð það sjálfsagt ekki, svaraði Steinn. Skólinn er fyrir löngu byrjaður og er fullskipaður og getur ekki tekið fleiri nem- endur. En ég skal fá pabba bréfið. Komdu inn til hans með mér. Ókunni dregurinn fór með Steini inn til föður hans. Hann sat við skrifborðið og leit ekki upp. — Legðu bókina þarna, sagði hann án þess að ]íta upp. — Ég er ekki búinn að sækja bókina. Hér er kominn ókunnur drengur. Hann vill komast í skólann. Hann bjargaði mér frá bráðum bana. Pabbi Steins leit upp. Hann horfði fyrst á Stein og siðan á ókunna drenginn. — Hefur hann bjargað lífi þínu? Steinn skýrði frá því af mikilli ákefð, að drengurinn hefði varað hann við orminum og síðan hvernig hann hafði farið að því að drepa orminn. — Jæja, umlaði pabbi hans og braut sund- ur bréfmiðann, sem Steinn fékk honum. Skrifað var á bréfið, á lélegri amharísku, auðmjúk beiðni um, að drengurinn fengi að byrja i skóla kristniboðsins í Ersó. Það var undirritað af Ahmed Hassan. — Hvaðan kemur þú, drengur minn? spurði kristniboðinn. — Ég kem frá Gesha. Við eru nýflutt þang- ið sér verða bilt við. Hann hafði farið út með beinagrindina og selt hana fyrir 5 doll- ara og keypt sér fyrir þá allt þetta sælgæti. Við fórum til lyfsalans með tárin í augun- um og urðum að segja honum upp alla sög- una. Við urðum að vinna kófsveittir eftir- vinnu í langan tíma, þangað til við vorum búnir að vinna okkur inn 50 dollara til að geta borgað lyfsalanum beinagrindina. LJÓSBERINN að. Fyrir tveimur árum var ég í skóla í Harrar. — Vegna hvers hættir þú þar? — Frændfólk mitt vildi það. Nú er mamma dáin. Og bróðir minn á svo mörg börn, að hann vill ekki gefa mér að borða. Mig langar til að ganga í skólann hérna. — Er það til þess að fá mat, að þú kemur? Drengurinn rétti úr sér þóttafullur. — Nei, sagði hann. Mig langar til að læra meira, og ég vil, að ég sé skírður. Feðgarnir horfðu undrandi á hann. — Viltu taka skírn? spurði kristniboðinn. Ert þú ekki Múhameðstrúar? — Ég lærði mikið um Krist í skólanum. Ég vil vera kristinn. En fyrst verð ég að læra að lesa og skrifa amharísku. — Vilja foreldrar þínir, að þú verðir krist- inn? — Pabbi er dáinn. Og í fyrra drápu sjak- alar mömmu mína. — Hvað ertu gamall? — Ég veit það ekki. Líklega ellefu ára. —- Veit hann ekki hvað hann er gamall? spurði Steinn. — Það er ekkert óvenjulegt, svaraði pabbi hans. Hér er það ekki fært í neinar bækur hvenær börn fæðast. — I hvaða bekk gekkst þú í skólanum í Harrar? — í annan bekk. — Hefur þú einkunnabók? — Nei, frændfólk mitt tók mig úr skólan- um. Kennararnir vita ekkert hvað er orðið um mig. Kristniboðinn hugsaði sig um góða stund. — Ég veit ekki hvað við getum gert fyrir þig. Við tökum ekki upp nemendur á miðju skólaári. En bíddu við — 59

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.